Tíminn - 26.04.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.04.1995, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 26. apríl 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugeró/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. „Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi" Á ársfundi Seðlabanka íslands, sem haldinn var síðastliðinn mánudag, kom fram að gjaldeyris- varasjóður landsmanna hefur rýrnað um 11 millj- arða króna. Ástæðan er ekki sú að vöruskiptajöfn- uður hafi verið óhagstæður, heldur á þessi rýrnun að mestu rætur að rekja til flutnings fjármagns úr landi. íslenskir fjárfestar hafa í nokkrum mæli keypt verðbréf erlendis, en erlendir fjárfestar hafa ekki að neinu marki fjárfest hérlendis. Þannig eru áhrif hins frjálsa fjármagnsmarkaðar N neikvæð að minnsta kosti í upphafi. Þetta eru staðreyndir sem ættu að vekja menn til umhugs- unar. Frjáls fjármagnsmarkaður er kominn til þess að vera, en hins vegar verður að lifa með þeim að- stæðum og draga réttar ályktanir af þróuninni. Fjárfesting í erlendum verðbréfum verður til þess að eignir myndast erlendis, sem geta gefið gjald- eyristekjur þegar til lengdar lætur. Hins vegar hef- ur sú ekki orðið raunin á enn sem komið er. Það vekur sérstaka athygli að um helmingur fjármagnsflutninganna er af völdum þess að líf- eyrissjóðir hafa fjárfest í erlendum verðbréfum. Það vekur einnig athygli að staðreynd er að sjóð- irnir hafa tapað á þessum viðskiptum. Það er áhætta í því fólgin að spila á alþjóðlegum fjár- magnsmörkuðum, og eins og málin standa nú er staðreynd að vinningur hefur ekki hlotnast fjár- festum. Það vekur einnig sérstaka athygli að upplýsingar um hagnað eða tap á erlendum verðbréfum liggja ekki á lausu í bókhaldi lífeyrissjóðanna. Um þetta þarf að setja skýrar reglur. Lífeyrissjóðirnir fara með fjármagn launþega í landinu og félagsmenn þeirra eiga skýlausan rétt á að fá ljósar og greinar- góðar upplýsingar um afkomu þeirra og hvernig því fé er varið. Nú getur það vissulega verið svo á frjálsum markaði að tap í dag getur snúist í hagnað á morg- un. Hins vegar er ábyrgð þeirra stjórnenda lífeyris- sjóðanna mikil, sem taka stórar áhættur á alþjóð- legum markaði í von um skjótfenginn ágóða. For- ustumenn sjóðanna mega ekki gleyma þeim skyldum sem þeir hafa gagnvart sínu fólki, sem eru þær að beita afli sínu að uppbyggingu atvinnu hér innanlands, jafnframt því að ávaxta sjóðina þannig að þeir geti staðið við sínar eftirlauna- skuldbindingar. Fjárfesting í innlendum pappírum ríkissjóðs ætti ekki að fela í sér mikla áhættu fyrir lífeyrissjóðina, og forráðamenn þeirra ættu að hugsa sig vel um áður en þeir taka áhættu erlend- is og hafa í huga gamla máltækið að „betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi". Eitt mesta vandamál íslenska efnahagskerfisins um þessar mundir er að það laðar ekki að sér er- lenda fjárfestingu. Hjá öllum þjóðum, sem við ber- um okkur saman við, er erlend fjárfesting styrk stoð í efnahagskerfinu. Eitt brýnasta verkefnið er að búa svo um hnútana að hér verði breyting á, ef íslenska efnahagskerfið á að verða fullgilt í alþjóð- legu efnahagsumhverfi. Lítil fjárfesting hérlendis er ein af höfuðorsökum atvinnuleysisvandans í landinu. Bolakálfurinn Össur Stjórnarandstaðan viröist eiga í örlitlum vandræöum með að finna sér farveg í gagnrýninni á hina nýju ríkisstjórn. En hins vegar er brýnt að stjórnarand- stæöingar geri annað hvort, tali minna eöa komi sér upp heild- stæöum málflutningi sem ekki er þjakaður af innri mótsögnum eða skítkasti. Hlutverk stjórnarand- stöðunnar er göfugt og í tilvist hennar felst raunar hinn sanni hornsteinn lýðræðisins. Þess vegna er sérstaklega gleðilegt að sjá það í viðtali við Óssur Skarp- héðinsson í Alþýðublaðinu að hann fagnar því að fara í stjórnar- andstöðu. Raunar er kæti Ossurar svo mikil yfir því að vera kominn í stjómarandstöðu, að honum virðist finnast það mun eftirsókn- arverðara en að vera í stjórn, og stjórnarseta hans sé því einhver mistök. Sjálfur segist hann hafa sloppiö út úr ríkisstjómarfjósi eft- ir langa vetrardvöl: „Mér líður satt að segja eins og bolakálfi sem sleppt er út úr fjósi," segir Össur í Alþýðublaðinu sínu. Sem gamall kúarektor úr sveit- inni veit Garri að erfitt getur ver- ið að koma bolakálfum í fjós aftur eftir að einu sinni er búiö aö sleppa þeim út. Það er líka trúlega þaö sem bolakálfurinn Össur er að segja lesendum Alþýöublaðs- ins undir rós, að það geti orðið erfitt að koma honum í ríkis- stjórn á ný eftir þetta kjörtímabil, vegna þess að hann vilji vera frjáls úti í eilífu vori stjórnarand- stöðunnar. Margir munu eflaust fagna slíkri frelsisþrá kratanna. Mótsagnirnar Það, sem einkennir helst stjórn- arandstöðu Össurar, er þó ekki það hversu sér- kennilega „össurísk" hún er. Þvert á móti er stjórnar- andstaða Ö s s u r a r nokkuð dæmigerð fyrir þá gagn- rýni, sem beint hefur verið að rík- isstjórninni, þó það sé raunar rétt hjá umhverfisráðherranum fyrr- verandi, að hann hefur ekki til að bera þá biturð og beiskju sem ein- kennir málflutning sumra ann- arra stjórnarandstæðinga. Össur, eins og stjórnarandstaðan öll, er nefnilega fastur í mótsagna- kenndum yfirlýsingum um ríkis- stjórnina, yfirlýsingum sem stangast hver á aðra og geta ekki allar verið réttar. Þannig hefur Össur komið fram í sjónvarpi og útvarpi og talað GARRI fjálglega um það hversu vel Sjálf- stæðisflokkurinn hafi komið út úr samstarfssáttmálanum og komiö nánast öllum sínum málum fram. Framsóknarflokkurinn hins vegar hafi orðið að kokgleypa alla sína stefnu og allt þaö sem hann stendur fyrir. Þetta hefur Össur ít- rekað bent á og væri svo sem ágætt sjónarmiö, ef ekki væri fyr- ir það að í næsta viðtali er hann farinn að tala um að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi endanlega gengið í björg og gerst bandingi eða ímynd framsóknarstefnunnar. Litlir framsóknarmenn í Sjálf- stæðisflokknum hafi unnvörpum komið úr felum og kysst fætur Framsóknarmaddömunnar. Davíb framsóknar- maður í Alþýðublaðinu í gær segir Öss- ur um Davíð, fyrrum hetju sína: „Greining Þorsteins Pálssonar fyr- ir kosningar var rétt; hann sagði að mestu andstæðurnar í stjórn- málum dagsins væru Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur. Eins og Sjálfstæöisflokkurinn hefur þróast síðustu árin, þegar í ljós kom að í Davíð Oddssyni blund- aði lítill framsóknarmaður sem að lokum braust út og yfirtók forsæt- isráðherrann, þá er þetta einfald- lega rétt hjá Þorsteini." Eitthvað rímar það illa hjá Öss- uri að halda því fram að Fram- sókn hafi farið illa út úr stjórnar- myndunarsamningum og segja svo líka að sjálfstæðisráðherrarnir hafi hver um annan þveran breyst í framsóknarmenn. Vitaö er að þeir Halldór Blöndal og Þor- steinn Pálsson hafa verið kallaðir framsóknarmenn, en ef Davíð er líka orðinn framsóknarmaöur í stjórnarmyndunarviðræðunum, eru framsóknarmenn nú komnir með 80% ráðherrastólanna auk annars! Nei, það er kominn tími á heil- steyptari málflutning og mót- sagnalausan hjá Össuri — og raunar öðrum stjórnarandstæð- ingum líka — og Garri lítur svo á, að hér sé aðeins um tímabundin málflutningsvandkvæði að ræða hjá bolakálfinum Össuri. Hann sé svona að sletta úr klaufunum í hugsunarleysi eftir langa og myrka stjórnarvetur. Garri Andstaðan á móti sjálfri sér Stjórnarandstaðan býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu í því aö vera á móti. Er engin hætta á öðru en að þvermóðskan eigi eftir aö skila góðum árangri í andstöðunni og fara þar margir fremstir meðal jafningja. Það er einna helst að Jón Baldvin eigi erfitt með að fóta sig á sínu nýja tilverustigi, enda er hann búinn að vera ráðandi afl svo lengi að hann kann vart ann- að. Hitt er annað að hann hefur góða æfingu í andstöðu, því allt síðasta kjörtímabil var hann á móti Evrópustefnu Sjálfstæðis- flokksins, landbúnaöarstefnu hans, sjávarútvegsstefnu sam- starfsflokksins og skattapólitík. Hann er því vel í stakk búinn til að takast á við Ólaf Ragnar og Steingrím J. um forystuhlutverkið í stjórnarandstöðunni. Jóhanna Sigurðardóttir var í stjórnarandstöðu síðasta kjör- tímabil og hefur raunar verið það í þau sjö ár sem hún gegndi ráð- herraembætti. Síðari árin tók þó steininn úr, þegar hún sagði flokki sínum stríð á hendur og var jöfnum höndum í andstöbu viö flokkinn, sem hún gegndi vara- formennsku í, og ríkisstjórnina sem hún sat í. Þab var enginn meöal- mennskubragur á andstöðu Jó- hönnu fyrr en eftir að hún sagði sig úr bæði flokki og ríkisstjórn. Eftir það hagabi hún sér eins og hver annar brotthlaupinn krati og stofnaði flokk og svoleiöis. Andstaban viö vinina Andspyrnuhreyfingarnar í Al- þýðubandalaginu gera flokkinn að úrvalsgrip í andstöbunni. Flokkurinn er á móti íhaldi, Framsókn, krötum, Þjóðvaka og Evrópu. Þar að auki er hver hönd- in upp á móti annarri innan flokksins, þar sem valdabarátta er í algleymingi og hugsa félagarnir hver öðrum þegandi þörfina þeg- ar þeirra tími kemur. Það eru helst óháðu kommarn- ir, sem komnir eru í bland við Allaballana, sem enn eru stilltir og góbir, enda eru þeir ekki enn farnir ab átta sig á til hvaða verka þeir eru helst brúklegir. En Ög- mundur mun innan tíðar komast Á víbavangi að því hvaða herrum hann á að þjóna, þegar hann leiðir lið sitt í BSRB í baráttunni um brauðiö. Femínistarnir eru á móti körl- um og öllu þeirra æði, kúgun þeirra og ráðríki og því eðlilega í andstöbu vib það karlaveldi sem Alþingi er, svo ekki sé talað um ríkisstjórnina þar sem ójöfnuður- inn er himinhrópandi. Þær munu því ávallt vera í úrvalsliði stjórn- arandstöðu. Vel á minnst, þeim er heldur ekkert um Helgu Sigurjóns gefiö. Ósamstíga eybimerk- urganga Þingmenn Þjóðvaka eiga þaö sameiginlegt aö vera á móti flokk- unum sem þeir áöur töldu sig styöja. Á því mótþróaskeiöi voru þeir líka hver á móti öðrum og hafa kannski aldrei veriö meö neinu eða neinum, varla veriö með sjálfum sér. Á þessari losaralegu upptaln- ingu má sjá að stjórnarandstaöan er firnasterkt fjölefli, sem hefur þróaða hæfileika til aö vera í and- spyrnu í stjórnmálalífinu. En hvort hún verður endilega í andstöðu við ríkisstjórnina og hennar stefnur, er svo önnur saga. Margir þeirra, sem mest ber á í andstöðunni, hafa löngum verið seigari að kljást viö samstarfsaðila sína og flokksfélaga en svokallaða pólitíska andstæðinga. Því er það, að þrátt fyrir mikla hæfileika til aö setja sig upp á móti mönnum og málefnum og búa sér til andstæðinga í hverju skoti, á eftir að koma í ljós hver dugur er í stjórnarandstöðunni sem slíkri. Það lið á fátt sameiginlegt annað en að hafa ekki komist í ríkis- stjórn. Formenn Alþýöuflokks og Alþýbubandalags geta ekki á heil- um sér tekið vegna þess aö þeir voru vanhæfir til aö mynda stjórn með Sjálfstæbisflokknum og eiga nú samleiö í eyöimerkurgöngunni með femínistum og þjóðvökulum þar sem enginn getur oröiö sam- stíga öbrum. En það gerir ekkert til, því hver þarf á óvinum að halda sem á sér slíka vini meöal samstarfsfólksins í eigin flokkum? Verst er ef ríkisstjórnin slappast vegna skorts á verðugri stjórnar- andstöðu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.