Tíminn - 15.06.1995, Side 5

Tíminn - 15.06.1995, Side 5
Fimmtudagur 15. júní 1995 5 Sögulegur abal- fundur Lands- sambands veiðifélaga Laugaland í Holtum. Skoðunarmaður reikninga var einnig endurkjörinn, Jóhann Sæ- mundsson, Ási. Auk fyrrgreindra stjórnarmanna eru í stjórn Lands- sambands veiðifélaga fyrir 1995- 1996 Böðvar Sigvaldason, Barði, formaöur, Bragi Vagnsson, Burstafelli, ritari, og Svavar Jens- son, Hrappsstöðum, gjaldkeri. Ályktanir fundarins Meðal samþykkta aðalfundar LV er áskorun til landbúnaðarráð- herra aö ljúka heildarendurskoð- un lax- og silungsveiöilaganna, sem hófst í tíð forvera hans, Hall- dórs Blöndal. Þá var ályktað um Veiðimálastofnun og bent á mik- ilvægi þess að útibú stofnunar- innar úti á landi yrðu efld. Þá ítrekar fundurinn fyrri sam- þykkt um nauösyn varöstööu eig- enda og afnotahafa afrétta lands- ins. Fundurinn bendir jafnframt á mikilvægi þess að heimamenn hafi framvegis, eins og hingaö til, full umráð og stjórn á afréttum landsins til að tryggja sem best hagsmuni sveitarfélaga og íbúa þeirra. Fundurinn bendir á að veiðifélög um vötn á afréttum hafa reynst vel, og hvetur til að stofnuð séu félög um öll afréttar- vötn. Aðalfundurinn leggur áherslu á mikilvægi þess, að ímynd stanga- veiði sé sem best á hverjum tíma. Unnið sé að því að auðvelda fólki aðgang að veiöi í ám og vötnum til dæmis með betri upplýsingar um sölu veiðileyfa og vötnin al- mennt. Veiðieigendur eru hvattir til þátttöku í veibidegi fjölskyld- unnar og samstarfs við aðra feröa- þjónustu, svo sem um kynningar- og markaðsmál. Þá ályktaöi fundurinn að laxa- kvóti Færeyja yrði aö minnka verulega, eða í 200 lestir, m.a. vegna þeirrar rýrnúnar sem átt hefur sér stað í sambandi vib laxa- stofnana á seinni árum. Landssamband veibifélaga hélt aðalfund sinn 9.-10. júní sl. að Laugalandi í Holtum. Fundur þessi var sögulegri en abrir fundir sambandsins fyrir þá sök, að sam- tökin urðu nú heildarsamtök allra veiðifélaga í landinu. Þetta helgast af því að við breyt- ingu á veiðilöggjöfinni á alþingi 1994 komu ný ákvæði þar sem ákveöið er að öll veiðifglög skuli eiga aðild að Landssambandi veiöifélaga. Nú bættust í hópinn sem fyrir var, 100 veiðifélög og verða félögin í landssambandinu þá 170 talsins með um 5 þúsund jarðir innan sinna vébanda. Hin nýju aöildarfélög voru boðin sér- staklega velkomin í samtökin af Böðvari Sigvaldasyni, Barði, for- manni samtakanna, sem kvabst vona að það yrði til hagsbóta fyrir alla aöila. Aðalfundinn sóttu tæp- lega 50 fulltrúar víðsvegar að af landinu. Mörg verkefni í ítarlegri ársskýrslu formanns LV, sem dreift var fjölriaðri á fundinum, var m.a. greint frá stöðu mála í sambandi viö endur- skoöun veiöilaga, fjallað um skylduaðild veiðifélaga að LV og skrásetningu silungsneta í sjó. í ársskýrslu sinni sagði formaður- inn frá veiðileigum 1993 og 1994, fjallaði síðan um ímynd stanga- veiði, vék aö laxveiðum í sjó og alþjóðlegu samstarfi um laxa- vernd. Hann ræddi síðan um veiðieftirlit í sjó, flutning á haf- beitarlaxi í ár, fasteignamat hlunninda og um skipulagsmál hálendisins, er varba veiöivötn á afréttum. Fundinn ávörpuðu tveir góðir gestir, þeir Árni ísaksson veiði- málastjóri, sem greindi frá ýmsu athyglisveröu sem hefur verið að gerast í veibimálum, og Orri Vig- fússon, formaður Norður-Atlants- hafslaxasjóbsins. Orri sagði frá ýmsu í sambandi við kvótakaupin og stöðu þeirra mála. Frá aöalfundi Landssambands veibifélaga aö Laugalandi. Magnús Ólafsson, Sveinastööum, í rœbustól. VEIfMMAL EINAR HANNESSON kynnti nýtt myndband um lax- veiði í Rangánum og Olgeir Engil- bertsson, Nefsholti, sýndi lifandi myndir frá Veiðivötnum. Milli at- riða sungu þeir Kjartan Magnús- son og Sigurður Sigmundsson einsöng og tvísöng vinsæl Ijóð við undirleik Halldórs Óskarssonar. Vigfús B. Jónsson á Laxamýri flutti í lok samkomunnar Rangæ- ingum þakkir fyrir mikinn fróð- leik og skemmtun góða. Þá var fulltrúum á aöalfundin- um boðiö í kynnisferð að Odda á Rangárvöllum, en þar tók á móti gestum séra Sigurður Jónsson. Stjórnarkjör Endurkjörnir voru í stjórn þeir Vigfús Jónsson, Laxamýri, fyrir Norðurland og Ketill Ágústsson, Brúnastöðum, fyrir Suðurland. Formenn veiöifélaga íRangárvallasýslu. F.v. Kjartan Magnússon, vötn á Landmannaafrétti, Steinþór Runólfsson, Rangárnar, Sveinn Tyrfingsson, vötn á Holtamannaafrétti, og Þórhallur Steinsson, efrihluti Þjórsár. Myndir: Einar Hannesson Heimamenn fræddu og skemmtu Á kvöldvöku í tengslum við fundinn, sem 'Steinþór Runólfs- son, formaöur Veiöifélags Rangæ- inga, stjórnaði, sagði Hermann Sigurjónsson, Raftholti, frá Lauga- landi og uppbyggingunni þar og þróun mála í atvinnu- og félags- starfi á svæðinu. Þá vék hann að helstu veiðivötnum í sýslunni, bæði í byggð og á afréttum. Þröst- ur Elliöason, leigutaki Rangánna, Málræktaráhugi Ég hlustaði á vibtal vib einn af stórtækustu umboðsmönnum hljómsveita hins íslenska bítla- tíma í útvarpi um síðustu helgi. Margt skemmtilegt kom fram í viötalinu, enda maðurinn lífleg- ur og talinn meb betri „reddur- um" hvers sem er, svo ab margt hefur á daga hans drifið. I viðtalinu var hann spurður um upphaf starfs síns fyrir hljóm- sveitir og talaði hann þá hlýlega um mann sem hafði komið hon- um í kynni við leyndardóma um- boðsmennskunnar. Spyrillinn vildi fá að vita hvaða lærdóm viðmælandinn teldi mikilvægastan frá þessum fyrir- rennara sínum og það kom vissu- lega skemmtilega á óvart þegar svarið var að það hefðu verið leiðbeiningar um íslenskt mál. Að heyra þetta frá manni sem lifði og hrærðist í poppinu á þess- um tíma gladdi hjarta málvönd- unarmannsins sem þessar línur skrifar, en um hann fer hrollur þegar sumir þeirra sem í dag gefa sig út fyrir að vera „popparar" eða „poppfræðingar" misþyrma ástkæra ylhýra málinu. Ég veit til dæmis ekki hve oft ég hef slökkt á útvarpi eða skipt um rás að undanförnu, þegar á öldum Ijósvakans er athugasemdalaust leikiö lagið „Lóa litla á Brú" en þar er sagt í upphafi lags að hún hafi verið „fógur fljób". Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE Sennilega eru útvarpsmennirn- ir ekki betur að sér í íslensku en svo að telja þetta rétt mál, eða þeim þykir engu skipta hvort rétt sé farið með eða ekki. Það hefur sennilega verib jafn fáfróöur umsjónarmaður út- varpsþáttar á einni útvarpsstöb- inni um heigina sem talaði um Sigrúnu í þágufalli og sagði Sig- rími, svo annað lítið dæmi sé nefnt. Vissulega ætti útvarpsréttar- nefnd eba aðrir ráðandi abilar að taka svona mál til umfjöllunar, það eru nefnilega svo ótrúleg áhrif sem útvarpið hefur á notk- un og mótun móðurmálsins. Þetta hef ég víst áður nefnt, en án sýnilegs árangurs. Annað var það sem gladdi mig fyrir nokkrum vikum, þegar ég las viðtal við einn þeirra manna sem hvað áhrifamestir eru orðnir í íslenskri fjölmiðlun. Þessi maður mun ekki hafa mikið skólanám að baki, en í við- talinu lýsti hann því yfir að mál- rækt væri honum áhugaefni. Að vísu var það á útvarpsstöb þessa manns sem hib nýja þágufall Sig- rúnarnafnsins birtist, og eins verð ég að viðurkenna að það hefur farið framhjá mér að þessu áhugamáli væri fylgt eftir, en orð eru til alls fyrst og vonandi verð- ur þess ekki langt að bíba að þulir og umsjónarmenn þátta verði valdir með tilliti til íslensku- kunnáttu, ekki síður en annarra hæfileika. Þetta á ab vera okkur kappsmál, ef við höfum á annað borð áhuga á ab halda þeirri sérstöðu sem tungumálið veitir okkur, eitt elsta lifandi tungumál í heimi hér. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.