Tíminn - 20.06.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.06.1995, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. júní 1995 3 Viörœöur í Álversdeilunni: Getur brugöib til beggja vona Nokkurrar bjartsýni gaetti í upphafi samningaviöræöna í Alversdeilunni, sem hófust aftur í gærmorgun eftir aö hlé var gert á viöræöum um helg- ina. Takist ekki samningar á næstu dögum, stöövast fram- leiösla í Alverinu n.k. föstu- dag. A meöan viöræöur lágu niðri Haröur árekstur á Akureyri: Fimm mán- aða í árekstri Ökumaður fólksbíls og fimm mánaöa gamalt barn, sem var farþegi í sendibíl, voru flutt á slysadeild Fjóröungssjúkrahúss- ins á Akureyri eftir árekstur síö- degis á sunnudag. Ekki munu meiösli þeirra vera alvarleg. Áreksturinn varö á mótum Hörgárbrautar og Hlíöarbrautar og var nokkúö haröur, en fólks- bifreiðin er talin ónýt. ■ Reykjavík: Ekiö á stúlku Ekiö var á unga stúlku í Suð- urgötu aðfaranótt sunnudags og þaö var ekki nóg meö þaö, því ökumaöurinn stakk af af vettvangi. Stúlkan var flutt á slysadeild Borgarspítalans. ■ um helgina sendu samninga- menn Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, sem er stærsta einstaka verkalýösfélag starfsmanna í Álverinu, frá sér harðoröa yfirlýsingu vegna kjarasamninga við ÍSAL. Þar kemur m.a. fram aö trúnaðar- brestur sé á milli félagsins og ÍSAL vegna vanefnda fyrirtækis- ins, sem er sakað um að hafa ekki staðið við fyrri yfirlýsingar og bókanir í samningum um greiðslu til starfsmanna fyrir aukna hagkvæmni í rekstri. En Hlífarmenn staöhæfa aö launa- kostnaður Álversins hafi minnkað um 500 miljónir króna á ársgrundvelli vegna fækkunar starfsfólks og minni yfirvinnu. Félagiö telur að þessi ávinningur af hagræöingu inn- an Álversins geri fyrirtækinu kleift aö greiða niður á 7-8 árum stærstan hluta þeirrar fjárfest- ingar sem ÍSAL hefur ráöist í á undanförnum árum. Þá hefur framkvæmdastjórn Sjúkraliðafélags íslands sent starfsmönnum í Álverinu bar- áttukveðjur „í verkfallsátökum þeirra á torsóttri leið til bættra kjara við óbilgjarna viðsemj- endur", eins og segir í ályktun stjórnarinnar. Sjúkraliðar lýsa jafnframt yfir fullum stuðningi við kröfu starfsmanna um að Ál- verið standi við gefin fyrirheit um kjarabætur til þeirra vegna hagræðingar og endurskipu- lagningar á undanförnum ár- um. ■ Verölaunakrossgáta Sumarbústaöahandbókar Tímans: Vinningshafinn dreginn út Dregið hefur verið úr réttum lausnum í verðlaunakrossgátu þeirri er birtist í Sumarbústaða- handbók Tímans. Þrátt fyrir smávægilega villu í gátunni, bárust margar lausnir til blaðs- ins. Verðlaunin fyrir rétta lausn, sem dregin var út, er glæsilegt gasgrill frá Olíufélaginu Esso og er það Elísabet Kristjánsdóttir, Grettisgötu 13, sem hreppir hnossið. ■ Kamtsjatkarútan og nokkrir starfsmanna verksmiöjunnar. F.v. Gunnar Gubjónsson, Snorri Gubjónsson, Magnús Alexíusson verkstjóri og Gubni Lýbsson. Bílstjórinn, Gunnar jónsson, er þess albúinn ab stíga á pinnann. Húseiningar úr Biskupstungum fara víöa: Notabar í babhús á Kamt- sjatka og hreindýraslátur- hús á Grænlandi Frá Stefáni Böbvarssyni, fréttaritara Tím- ans í uppsveitum Arnessýslu: Auk anna viö sauöburö, túna- rækt og fleiri heföbundin vor- verk sýsla Tungnamenn viö ýmislegt annaö, s.s. þjónustu viö innlenda og erlenda feröa- menn, en sinna líka mann- fólki úr allt öörum sóknum. í síðustu viku fór farmur af þakeiningum frá vegg- og þakeiningaverksmiöjunni í Reykholti í Biskupstungum áleiöis til Kamtsjatka. Þakein- ingarnar ætla þeir Kamt- sjatkamenn aö nota í baöhús- byggingu, sem þeir eru aö reisa viö sundlaug þar eystra. Fleiri eru að rísa upp úr kreppu síðustu ára en þeir þarna á Kamtsjatka. Nefna má aö bráðlega fara sendingar úr verk- smiöjunni til Vestmannaeyja og Vegg- og þakeiningaverksmibjan í Reykholti í Biskupstungum. Þykkvabæjar, en líka til Græn- lands þar sem reisa á hreindýra- sláturhús. Verksmiðjan í Reyk- holti er rekin af Límtré hf. á Flúðum í Hrunamannahreppi, sem framleibir m.a. burðarbita og sperrur, og í sameiningu geta því Tungna- og Hrunamenn framleitt í einingum þaö sem til þarf að reisa byggingar úr, allt frá íbúðarhúsum til stærstu iðn- aðar- eöa verslunarbygginga. ■ Eitt stœrsta fyrirtœki landsins, Hagkaup, er ekki aö finna í símaskrá fyrirtœkjanna. Skrifstofustjórinn: Mjög bagalegt fyrir viöskiptavini okkar Hagkaup hf. er ekki í Atvinnu- samtalTOð Tímann í gær. ar á sínum stöbum. Læknafélae sem skráð væru sem atvir Hagkaup hf. er ekki í Atvinnu- skrá símaskrárinnar meb síma- númer sín. Þar er ab finna eina grannletraða línu: Hagkaup hf., Síöumúla 34. Bak vib þaö er símanúmer sem var á faxtæki hjá birgbageymslu x fyrirtæk- inu. Upplýsingar um símanúm- er hjá Hagkaupi er ab finna í Nafnaskrá, bláu símaskránni þar sem einstaklingar eiga heima. Ritstjóri símaskrárinnar segir þessa villu ekki alfarið á ábyrgb Pósts & síma. „Þetta eru mistök og þau mjög bagaleg fyrir viðskiptavini okkar. Við brugðumst hratt við og létum setja á þetta faxnúmer í Síðumúl- anum svokallaðan hringiflutn- ing, þannig að ef hringt er í þetta símanúmer í Síðumúlanum þá hringir í skiptiborði á skrifstof- unni okkar," sagöi Ólafur Vigfús- son, skrifstofustjóri Hagkaups, í samtali við Tímann í gær. Hann sagðist hafa verið í sam- bandi við ritstjóra símaskrárinnar og komið á framfæri harkalegum umkvörtunum, bæöi vegna skráningarinnar á Hagkaupi sem og tvískiptingar skrárinnar, sem Ólafur sagði mikil mistök. Ólafur segir að ritstjóri símaskrár hafi sagt ab Póstur & sími væri undr- andi á að ekki skyldi vera kvartað meira. Kvartanir vegna símaskrárinnar eru þó fjölmargar. Þannig sagði Tíminn frá kvörtunum Verslunar- ráðs íslands. Daglega finna blaða- menn líka fyrir einkennilegum skráningum og þurfa að verja meiri tíma í uppflettingar en áð- ur. Dæmi frá í gær: Hafnarfjarðar- bær er í atvinnuskrá, en ekkert að- alnúmer gefið upp, það er í skránni yfir einstaklinga! Seltjarn- arnes og Kópavogur em hins veg- ar á sínum stöbum. Læknafélag íslands náöi ekki inn á síður gulu Atvinnuskrárinnar — en það gerir aftur á móti Lögmannafélag ís- lands. Þannig má lengi telja, en ljóst er að vanda þarf betur til verka. Sóley Sigurðardóttir, ritstjóri símaskrárinnar, segir Hagkaups- málið þannig vaxið að ábyrgöin sé einnig Hagkaups. Þeir hafi hreinlega ekki gengið nógu vel frá sínum skráningum. Vandamál hafi líka komið upp hjá Hagkaupi í fyrra. „Því miður gekk Hagkaup aldrei almennilega frá sínum mál- um fyrir þessa skrá," sagöi Sóley. Hún segir gagnrýni Hagkaups ekki sanngjarna. Varðandi Hafnarfjarðarbæ sagði Sóley að mistökin væru símaskrárinnar. Sóley sagði ab í gulu Atvinnu- skránni væri að finna símanúmer sem skráð væru sem atvinnusími, meb aðeins hærra gjaldi en heimasímar. Póstur & sími hefur orðið var vib aukningu á skrán- ingu atvinnusíma, enda þótt ein- hver misbrestur væri á slíkum skráningum. Þaö væri alfarið fyr- irtækjanna og einstaklinganna að skráningar væru réttar. Símaskrá í tvennu lagi sætir talsverðri gagnrýni. Sóley segir að miklar kvartanir hafi borist vegna þyngdar símaskrárinnar. Með skiptingunni væri reynt að létta bókina. Framundan væri að hætta aug- lýsingum í Nafnaskrá á næsta ári. Margir auglýsendur eru á tveim eða þrem stöðum meb auglýsing- ar: í Nafnaskrá, Atvinnuskrá og á gulu síðunum. Sóley hafnar því alfarið að Póstur & sími sé með tvískiptingunni að breikka aug- lýsingamarkað sinn. ■ Prestar á hreyfingu Biskupsembættið auglýsir nú nokkur embætti og störf laus til umsóknar. Hér er um ab ræöa þrjú prestaköll þar sem sóknarprestar láta af störfum og tvær stööur ab auki innan kirkjunnar. Skeggjastabaprestakall í Múla- prófastsdæmi verbur veitt frá 1. ágúst, en sá prestur sem nú þjón- ar þar, séra Gunnar Sigurjónsson, hefur fengiö veitingu fyrir Digra- nesprestakalli í Kópavogi. Seyðisfjarðarprestakall í Aust- fjarðaprófastsdæmi, þar sem séra Kristján Róbertsson lætur af störfum fyrir aldurs sakir, verbur veitt frá 1. ágúst, en Bjarnarnes- prestakall í Skaftafellsprófasts- dæmi verður veitt frá 1. septem- ber. Þar hefur séra Baldur Krist- jánsson þjónað, en hann hefur nú verið ráðinn biskupsritari. Þá verður ráðið í stöðu verkefn- isstjóra í safnaðaruppbyggingu viö biskupsembættið frá 1. ágúst. Loks verður rábið í stöðu fræðslu- stjóra við fræðslu- og þjónustu- deild kirkjunnar frá 1. október, en séra Bernharður Guðmunds- son, sem hefur verib í leyfi frá 1991, hefur nú sagt starfinu lausu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.