Tíminn - 05.07.1995, Qupperneq 1
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur Miövikudagur 5. júlí 1995 122. tölublað 1995
Hœtt viö aö landvinnslan fœrist í vaxandi mœli út á
sjó. Bolfiskvinnsla innan IS:
Allt að 7,3%
verri afkoma
Árni Benediktsson, stjórnar-
formaður Vinnumálasam-
bandsins, segir aö heildaraf-
koma frystihúsa í hefbbund-
inni bolfiskvinnslu innan ís-
lenskra sjávarafurða hf.
hefur versnað um allt að
7,3% frá síðasta ári og fram á
mitt þetta ár.
Hann segist
óttast að við-
brögðin við
þessari versn-
andi afkomu
veröi sú að
vinnslan fær-
ist í vaxandi
mæli út á sjó
með tilheyr-
andi afleið-
ingum fyrir
Arni
Benediktsson.
atvinnu land-
verkafólks. Arni segir að geng-
isfelling sé ekki í umræðunni,
enda sé raungengi krónunnar
lágt um þessar mundir.
Það sem einkum veldur þess-
ari versnandi afkomu í bolfisk-
vinnslunni er m.a. lækkandi
afurðaverð, kostnaðarhækkan-
ir og óhagstæð gengisþróun
samtímis í Bandaríkjadollar og
ensku pundi. En síöast en ekki
síst hefur hráefni til vinnsl-
unnar farið minnkandi og er
ekki eins stöðugt og áður var í
framhaldi af skertum afla-
heimildum á íslandsmiðum.
Málefni frystihúsa í hefð-
bundinni bolfiskvinnslu inn-
an ÍS og viðbrögð við versn-
andi afkomu verða til umræðu
á sérstökum fundi sem hald-
inn verður á Akureyri nk.
föstudag, 7. júlí. ■
Ætli hann
hafi próf
ásvona
verkfœri?
Malbikunarflokkur vib Suburhlíb í
Reykjavík fékk tímavilltan jólasvein
í heimsókn í gcer. Vibkomandi
mun dags daglega vera einn af
starfshópnum en gerbi þetta til ab
lífga upp á daginn.
Tímamynd: Pjetur
Jóhann C. Bergþórsson búinn ab mynda meirihluta í Hafnarfiröi:
Ekkert vandamál
ab fá fólk í nefndir
Pílastceöi viö Dóm-
kirkjuna:
Neybar-
ástand vib
útfarir
Eftir 1. september verða
engin bílastæði í miðbæn-
um ætluð starfsmönnum
Dómkirkjunnar í Reykja-
vík. Sakir þess hefur borg-
arráði verib ritað bréf þar
sem úrlausnar er leitab.
Bílastæðamálin í mið-
bænum hafa löngum verið í
algjörum ólestri og segja
Andrés Ólafsson, kirkju-
vörður Dómkirkjunnar, og
Marínó Þorsteinsson, vara-
formaður sóknarnefndar, að
neyöarástand skapist iðu-
lega í kringum athafnir
Dómkirkjunnar, sérstaklega
fjölmennar jarbarfarir.
Starfsmenn kirkjunnar hafa
þó haft sín stæði en borgin
hefur úthlutað þeim tveim-
ur stæbum undir Pósthús-
stræti 13. Nýlega barst svo
bréf frá Bílastæðasjóði þar
sem stæðunum var sagt
upp. Af því tilefni ritaöi
sóknarnefnd borginni bréf
og borgarráð vísaði málinu
til borgarhagfræðings.
Af öryggisástæöum hefur
verib gagnrýnt þegar lög-
reglan lokar ákveðnum
svæðum í grennd við Dóm-
kirkjuna. M.a. hefur verið
bent á slæmt aðgengi
slökkviliðsbíla, ef eldsvoða
bæri ab höndum í miðbæn-
um. Önnur úrræði en að-
gerðir lögreglunnar eru þó
ekki í sjónmáli. ■
„Ég veit ekki betur en gamlir
oddvitar eins og Stefán Jóns-
son og Páll V. Daníelsson séu í
stuðningsmannahóp okkar,
af þessum eldri kanti. Það er
ljóst ab með okkur er fyrrver-
andi bæjarfulltrúi, Hjördís
Gubbjörnsdóttir, og hún hef-
ur fengið sannfærandi yfir-
lýsingu frá Sólveigu Ágústs-
dóttur, fyrrum bæjarfull-
trúa," segir Jóhann G. Berg-
þórsson í Hafnarfirði
abspurður um stubning inn-
an Sjálfstæbisflokksins í
Hafnarfirbi vib meirihluta-
samstarf hans og Ellerts Borg-
ars Þorvaldssonar við Alþýbu-
flokkinn í bæjarstjórn.
„Hins vegar höfum við ekkert
ætlað ab fara að búa til ein-
hverjar klofningslínur. Það
voru á milli 80 og 90 manns
hjá okkur í gærkvöldi þar sem
við kynntum þetta. Það hefur
ekki verið vandamál fyrir okkur
að fá fólk til að starfa í nefnd-
um.
En við væntum þess að menn
átti sig fyrr en síðar á því að þab
er verið að vinna að málefnum
flokksins en ekki einhverjum
eigin hagsmunum sem menn
hér slá fram órökstutt," segir
Jóhann.
-En verður Jóhann bcejarverk-
frceðingur eftir þessa breytingu?
„Nei, enda má segja að um-
sóknin hafi nú verið fyrst og
fremst til að láta reyna á það
hvort menn stæðu við gerða
samninga. Það er þó endahnút-
urinn á því að samningar yfir
höfuð stóðu ekki. Það hefur
ekkert upp á sig að semja stöð-
ugt um það hvernig á að starfa í
meirihluta og hvaða árangri á
að ná ef ekki er eftir því farið.
Hvort það heitir þetta atriði eða
eitthvað annað."
„Ég harma þá yfirlýsingu,"
segir Jóhann um yfirlýsingu
Davíðs Oddssonar, forsætisráð-
herra og formanns Sjálfstæðis-
flokksins, þess efnis að Sjálf-
stæðisflokkurinn eigi að vinna
gegn nýja meirihlutanum í
Hafnarfirði.
„En ég sé hins vegar ekki að
þaö sé í anda Sjálfstæðisflokks-
ins að vinna gegn þeim stefnu-
málum sem hann hefur sjálfur
sett fram. Því það hljóta að vera
stefnumálin fyrir hönd bæjar-
búa og Sjálfstæðismanna sem
skipta máli, ekki kannski endi-
lega hverjir hafa sest niður og
komið þeim á framfæri. Og ég
sé ekki fyrir mér að Sjálfstæðis-
flokkurinn vinni gegn eigin
stefnumálum," segirjóhann.
TÞ
Alls 145 manns sem vildu
hœtta ab reykja sóttu 10
námskeib á Heilsuverndar-
stöb Reykjavíkur:
Um 70%
„sprungu"
eftir þrjá
mánuði
Af um 160 einstaklingum, sem
sóttu 10 námskeið gegn reyking-
um hjá Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur veturinn 1992/1993, voru
15% „sprungnir" eftir tvær vikur,
70% eftir þrjá mánuði og aðeins
17%^ voru ennþá reyklausir eftir
áriö. Hér er miðað viö þá sem
héldu algert reykbindindi frá
fyrsta degi námskeiðsins, þ.e.
höfðu ekki einu sinni tekið einn
„smók".
Sé hins vegar miðað viö „mild-
ari" mælikvaröa, þ.e. daglegar
reykingar á ný, þá voru 12% farin
að reykja daglega eftir tvær vikur,
um helmingurinn eftir þrjá mán-
uði og þriðjungurinn var enn ekki
farinn að reykja daglega eftir árið.
Þátttakendur í námskeiðunum
voru á aldrinum 19-69 ára. Um
2/3 voru konur og 1/3 karlar. ■