Tíminn - 05.07.1995, Blaðsíða 4
4
Miövikudagur 5. júlí 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Innflutningur
landbúnabarvara
Nú er komið að þeim tímamótum að ákvæði Gatt-
samningsins, sem leyfa takmarkaðan innflutning
landbúnaðarvara, hafa tekið gildi. Fyrsta mjólkur-
afurðin er komin til landsins og í verslanir, en það
eru íspinnar sem Sláturfélag Suðurlands flytur inn.
Framkvæmd Gatt-samkomulagsins, sem snertir
innflutning hingað til lands, hefur valdið deilum
og á vafalaust eftir að verða til umræðu á næst-
unni. Talsmönnum óhefts innflutnings þessara
vara finnst vera skammt gengið.
Það ber að minna á að víðtækt pólitískt sam-
komulag tókst um að gefa innlendum landbúnaði
tíma til þess að laga sig að þessum breyttu aðstæð-
um. Ber í því sambandi að minna á að útflutnings-
bætur hafa verið afnumdar hér á landi, og var þar
gengið lengra heldur en í þeim löndum þar sem er
að finna helstu keppinauta íslensks landbúnaðar.
Hitt er ljóst að innflutningur landbúnaðarvara
verður hafinn í einhverjum mæli. Það er nauðsyn-
legt að um hann gildi skýrar og ákveðnar reglur,
ekki síst um heilbrigðisskoðun, þar sem um ósoð-
inn mat er að ræða. Fordæmin í því skipta miklu
máli.
Innflytjendur eiga að vita að hverju þeir ganga,
og það er engum til góðs að hafa fjölmiðlafár í
kringum hverja tollafgreiðslu á erlendum matvæl-
um.
Það er afar mikilvægt að allir hlutaðeigandi átti
sig á því að óbætanlegt tjón getur hlotist af því, ef
matvæli eru flutt til landsins sem uppfylla ekki
heilbrigðiskröfur. Því verður að vanda sérstaklega
til þessa þáttar.
Fullyrt hefur verið að innflutningur matvæla
verði til mikilla hagsbóta fyrir neytendur, ef hann
væri fullkomlega frjáls. í þessu sambandi er það at-
hyglisvert að í nágrannalöndunum er það þannig
í raun, að á mjólkurvörum er sáralítill verðmunur
og dæmi eru um það að mjólk sé dýrari þar heldur
en hér á landi. Verðmunur er meiri á ýmsum kjöt-
vörum. Alls er óvíst um hvernig verð á uppboðs-
mörkuðum erlendis myndi skila sér hérlendis.
Hins vegar er nauðsynlegt fyrir þá, sem vinna að
framleiðslu, meðferð og sölu landbúnaðarafurða
hér á landi, að huga að breyttum aðstæðum. ís-
lenskar Iandbúnaðarvörur eru gæðavörur og hafa
sterka hefð á markaðnum, eins og gefur að skilja,
þar sem hann hefur verið verndaður. Verðlagið er
veiki þátturinn og þarf að huga að öllum þáttum
þess. Það er erfitt verkefni í þeirri stöðu sem land-
búnaðurinn er í nú, en eigi að síður nauðsynlegt.
íslendingum ber skylda til að fara eftir þeim
samningsákvæöum sem hefur verið skrifað undir.
Það á við um Gatt-samninginn. Okkur ber einnig
að nýta þau tækifæri, sem samningurinn gefur til
þess að flytja út landbúnaðarafurðir. Það er afar
mikið hagsmunamál fyrir innlendan landbúnað
að ekki verði slakað á klónni í þeim efnum.
„Who drives like a lion?"
Þá er nýr meirihluti kominn á
koppinn í Hafnarfiröi og nýir bíl-
stjórar sestir viö stýrið. „Who dri-
ves like a lion with one hand on
the stýri?" spuröi Ellert Borgar
Þorvaldsson í fleygum söngtexta
fyrir nokkrum áratugum ásamt
spútnikhljómsveitinni Randver.
Þá var svariö: „Bjössi on the milk-
car, Bjössi women gold." En nú er
Ellert Borgar sjálfur sestur viö
stýriö sem forseti bæjarstjórnar
og syngur meö nýju bandi,
hljómsveitinni „Ingvar og Jói",
sem stoliö hefur senunni í bæjar-
málapólitíkinni í Firðinum og er
aö gera allt vitlaust í Sjálfstæðis-
flokknum.
Kunnugleg baráttumál
Ef marka má fréttir, verður það
helsta viöfangsefni hins nýja
meirihluta að takast á við afleita
skuldastöðu Hafnarfjaröarbæjar
og freista þess aö snúa blaðinu viö
og byrja að borga niður skuldir.
Vanhæfni gamla meirihlutans til
aö fást viö fjármálin er nú að
veröa ein helsta skýringin á nauö-
syn þess að efna varð til nýs sam-
starfs. Fjármálin, ásamt ímynd
Hafnarf jarðar, er það sem stendur
upp úr í málefnasamningnum
hinum nýja, en þaö vill svo
merkilega til að þetta eru ná-
kvæmlega sömu málin og stóðu
upp úr hjá gamla meirihlutanum
líka. Þá voru menn ákveðnir í aö
afmá spillingarstimpilinn af
stjórnmálum bæjarins eftir langa
setu kratanna þar. í málefna-
samningi gamla meirihlutans var
talað um að kippa fjármálunum í
liðinn, því Hafnarfjöröur var orö-
inn meö skuldugri sveitarfélögum
GARRI
og kominn í vond mál í þeim efn-
um. Fyrir ári, þegar gamli meiri-
hlutinn tók viö, stóö enda um-
ræöan og rifrildiö um þaö hvort
Hafnarfjöröur væri verr staddur
eftir stjórn kratanna en önnur
sveitarfélög. Garri man ekki betur
en aö kratarnir sjálfir hafi kannast
viö aö skuldirnar væru miklar, þó
þeir héldu því jafnframt fram að
einhverjir endurskoðendur úr
Reykjavík vissu ekkert í sinn haus
um það hvað væri debet og hvað
kredit í hafnfirsku bókhaldi.
Skipt um hlutverk
Þannig hefur þaö gerst í Hafn-
arfirði aö syndaselir gærdagsins
eru orðnir háheilagir postular
dagsins í dag, en postular gær-
dagsins eru orðnir aö syndasel-
um. Umræöan og umræöuefnin
eru þó í nokkuð föstum skorðum,
þó deiluaöilar hafi skipt um hlut-
verk, þaö er rifist um fjármálin og
ímjnd bæjarins.
I öllu þessu umróti og hlut-
verkaskiptingum pólitíkusanna er
þó einn eðlisþáttur sem stendur
upp úr í hafnfirskum stjórnmál-
um. Þaö er vantrúin á reykvíska
leiðsögn; nánast afneitun á því aö
eitthvað sem talið er gilda í
Reykjavík geti gilt í Hafnarfirði.
Þannig kom fram hjá krötunum á
sínum tíma aö ekki væri hægt að
láta reykvíska endurskoðendur
skilja hafnfirskt bókhald. Nú
kemur það fram hjá sjálfstæðis-
mönnum að reykvískur flokksagi
gildir ekki í Hafnarfirði. Sumir
segja aö það hafi veriö eins og að
fara meö fallbyssu á spörfugla-
veiðar þegar Davíð Oddsson, for-
maður og æðsti prestur Sjálfstæð-
isflokksins og forsætisráðherra
lýðveldisins, bannfærði þá Jóa
Begg og Ellert Borgar. En ekkert
virðist hrína á þeim söngfuglun-
um. Þeir segja bara að Davíð hafi
ekki fengið réttar upplýsingar,
þ.e. hafnfirskar upplýsingar, og
viti því ekkert um hvað hann er
að tala, enda með aðsetur í
Reykjavík.
Þeir halda því ótrauðir sínu
striki, söngfuglarnir úr Firðinum,
og „stíga bensínið í botn á fyrsta
gíri", enda forsöngvarinn í for-
setastóli vanur vörubílataktinum
ekki síður en sjálfur Hagvagna- og
Hagvirkisforstjórinn Jói Begg.
Garri
Sínum augum lítur hver á silfrið
Silfursjóburinn frá Miöhúsum rannsakaöur á fundarstaö. Kristján Eldjárn
og Þór Magnússon, fyrrverandi og núverandi þjóöminjaveröir. Myndina
tók jón Kristjánsson, þáverandi fréttaritari Tfmans.
„Sjá, tíminn hann er fugl sem
flýgur hratt," segir Omar Khayy-
am í kvæöabálki sínum Rubayat,
og þessi tilvitnun hefur æði oft
vériö notuð þegar litið er yfir far-
inn veg.
Mér komu þessar ljóðlínur í
hug þegar ég sá það í umfjöllun
um silfursjóðinn fræga frá Mið-
húsum, að hann fannst árið 1980
og 25 ár eru nú liðin frá þeim at-
buröi.
Bitastæð frétt
Þegar þetta gerðist var ég frétta-
ritari Tímans á Austurlandi og var
að reyna að sinna því verki eftir
föngum. Ég man eftir því eins og
það hefði gerst í gær, þegar hringt
var í mig og Sigrún húsfreyja í
Miðhúsum stakk að mér þeirri
frétt að silfur hefði fundist í hús-
grunni sonar hennar og tengda-
dóttur. Ég brá við og fór og tók
mynd af sjóðnum margfræga, og
fór aftur á staðinn daginn eftir,
þegar þeir Þór Magnússon og
Kristján Eldjárn voru að rannsaka
grunninn nánar, og tók fleiri
myndir.
Mér er þetta í fersku minni af
því að þaö var ekki á hverjum
degi sem við fréttaritarar í dreif-
býli fengum slíkar fréttir til þess
að senda. Ég hafði hins vegar ekki
hugmyndaflug til þess að gera
mér grein fyrir eftirleiknum nú
fimmtán árum síðar.
Vísindi eba þrá-
hyggja
Ég ætla ekki að hætta mér út í
umræðui um vísindalega hugsun.
Ég sinni stjórnmálum en ekki vís-
indum. Þeirri skoðun minni leyni
ég þó ekki, að mér finnst það bréf,
sem kynnt héfur verið í fjölmiðl-
um til enska fornleifafræðingsins
Graham- Campbells, ekki bera
vott um að honum væri faliö aö
hafa vísindin ein að vopni við
rannsókn sjóðsins. Bollaleggingar
um námskeið Halldórs í Miðhús-
um í handmennt og lagni þeirra
febga Hlyns og hans við gerð ým-
issa muna, hljóta að flokkast und-
ir dylgjur en ekki vísindi.
Á víbavangi
Mér er líka ómögulegt að skilja
að fullyrðingar Guðmundar
Magnússonar og Bjarna Einars-
sonar um að „sjóðurinn í heild
geti vitaskuld ekki verið eldri en
yngsti hluti hans" beri vott um
vísindalega hugsun. Þessi fullyrð-
ing ber miklu fremur vott um þrá-
hyggju en vísindi.
Mér vitanlega hefur aldrei verið
fullyrt að sjóðurinn hafi legið í
grunni hússins á Miðhúsum frá
því á víkingaöld, þótt hann sé frá
þeirri tíð. Þab þarf ekki vísinda-
mann til þess að hugsa sér það að
hann kunni að hafa verið grafinn
þar, eða hreinlega týnst þar síöar.
Margt skeður á skemmri tíma en
þúsund árum. Hins vegar þarf
mikið hugmyndaflug til þess að
láta sér detta það í hug að smíða
slíkan silfursjóð og grafa hann í
jörð, til þess að finna hann óvænt
þegar svo stæði á aö Kristján Eld-
járn, fyrrverandi forseti íslands og
fyrrverandi þjóðminjavörður,
væri í heimsókn á Egilsstöðum.
Málatilbúnaðurinn í kringum
þetta silfursjóðsmál hefur þreytt
fólkið í Miðhúsum, sem geröi það
eitt sem gera átti þegar sjóðurinn
fannst, ab láta vita af því til réttra
aðila. Ég skil því ósköp vel þótt
þolinmæði þeirra Hlyns og Eddu í
Miðhúsum sé þrotin. Efasemda-
mennirnir í þessu silfursjóbsmáli
ættu að biðja þau afsökunar. Svo
geta þeir haldið áfram að beina
sinni vísindalegu hugsun að
sjóbnum og uppruna hans.
Jón Kr.