Tíminn - 05.07.1995, Page 6
6
Miðvikudagur 5. júlí 1995
Séö yfir hluta Fossvogsdals.
Meöalstœrö íbúöa í sérbýli fór upp í 576 m3 á árunum 1992-93:
Einbýlishús aldrei
stærri og færri
Fullgerb einbýlishús og ann-
ab sérbýli (rabhús/sérhæbir)
voru færri á árinu 1993 held-
ur en nokkurt annab ár síb-
ustu fjóra áratugina a.m.k.,
abeins 656 talsins. Aftur á
móti hafa slíkar íbúbir aldrei
verib stærri en þær sem lokib
var vib á árunum 1992 og
1993, eba um 576 m’ sam-
kvæmt tölum um fullgerbar
íbúbir á landinu öllu í skýrslu
Húsnæbisstofnunar.
Áætlab flatarmál þessara
íbúba gæti verib 180-190 m2 að
meðaltali. í hálfan annan ára-
tug á undan var meðalstærð
sérbýlis um 539 m3 og breyttist
þá lítið ár frá ári. En fyrir 1976
byggði Meðal-Jóninn aðeins
um 500 m3 einbýlishús. Ef hús-
byggjendur hefbu enn byggt
svo hóflega árið 1993, hefðu
þeir fengið 100 húsum fleira út
úr þeim 377 þúsund m3, sem
lokið var smíði á þab ár.
Margumræddir erfiðleikar
við sölu stórra íbúðarhúsa virð-
ast því síður en svo hafa dregið
úr stórhug þeirra sem á annað
borb leggja út í húsbyggingar,
þótt slíkum hafi hins vegar
fækkað umtalsvert síðustu árin.
Menn viröast þannig annað
hvort byggja stórt eða láta það
eiga sig.
Meðalstærð fullgerbra íbúða í
fjölbýlishúsum (6 íbúbir o.fl.)
hefur líka abeins einu sinni (ár-
ið 1984) verið meiri heldur en
árin 1992-93, þegar íbúðir í
fjölbýli mældust um 344 m3 að
meðaltali (kringum 115 fer-
metrar).
Alls var lokið smíbi á um
1.680 íbúöum í fyrra og um
1.630 íbúðum árib ábur, sem er
svipaður fjöldi og verið hefur
allt frá árinu 1980 (1.655 ab
meðaltali á ári). En næstu átta
ár þar á undan (1972-80) var
aldrei lokið vib færri en 2 þús-
und íbúðir ár hvert (2.190 ab
meðaltali á ári).
Mjög er hins vegar mismun-
andi hvernig þessar íbúðir
skiptast milli fjölbýlis og sér-
býlis. Svo langt sem tölur Hag-
stofunnar um slíka skiptingu
ná (1956), urðu nýjar íbúðir í
sérbýli flestar árið 1982, tæp-
lega 1.440 talsins. Sem fyrr seg-
ir hafa þær aldrei oröið færri en
1993, þegar aðeins var lokið vib
656 íbúðir í sérbýli. Og tvö
næstu ár þar á undan var lokið
við rúmlega 800 slíkar íbúðir,
en þá varð ab fara allt aftur til
1976 til að finna dæmi um
færri en 800 fullgerðar íbúðir í
sérbýli.
Dalvík:
Hreinn hf. flytur norbur
Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tímans
á Akureyri:
Hreinn hf., sem er hreinlætis-
vörudeild Nóa-Síríus í Reykja-
vík, hefur skipt um eigendur,
því Dalvíkurbær hefur fest
kaup á fyrirtækinu og hyggst
flytja starfsemi þess norður í
byrjun september. Kaupverb
þess er um 14 milljónir króna
og talib ab tilkoma þess muni
skapa fimm til sex ný störf á
Dalvík, auk annarra áhrifa
sem af starfsemi þess leiba.
Hreinn hf. framleiðir ýmsar
hreinlætisvörur og má þar
nefna handsápur og þvottaefni,
auk þess sem fyrirtækið flytur
inn skyldar vörur. Þegar hefur
verið stofnað sérstakt hlutafélag
á Dalvík um hreinlætisvöru-
framleiðsluna og gert er ráð fyr-
ir ab það hljóti hið gamla nafn
fyrirtækisins. Sala hreinlætis-
vöruframleiðsludeildar Nóa-Sír-
íus er liður í þeirri ætlun for-
ráðamanna fyrirtækisins í
Reykjavík að einbeita sér að sæl-
gætisframleiðslu, en áður hefur
kertaverksmiðja verib seld til
Borðeyrar og sérvörudeild til
fyrirtækis í Reykjavík. Nokkurt
óhagræði verður þegar mismun-
andi starfsemi á borð við fram-
leiðslu sælgætis og hreinlætis-
vara er undir sama þaki, og mun
það eiga sinn þátt í þeirri á-
kvörðun forrábamanna Nóa-Sír-
íus að einbeita sér að sælgætis-
framleiðslunni. ■
aii
Hópurinn sem vann aö göngustígalagningunni í kjarrinu viö Noröurá.
Umhverfisverkefni í Noröurárdal:
Göngustígar
við Glanna
Unnib hefur verib undanfarib
ab því ab leggja göngustíga í
grennd vib fossinn Glanna í
Norburá í Borgarfirbi. Þab er
Ungmennafélag Stafholt-
stungna sem gengist hefur fyrir
verkefninu. Göngustígarnir eru
um 500 m langir og er m.a. um
ab ræba nýjan göngustíg ab
laxastiganum vib Glanna og
nýjan útsýnisstab af árbakkan-
um. Verkefnið er unnið meb
góbfúslegu leyfi og hvatningu
landeigenda á Hrebavatni.
Göngustígalagningin er hluti af
stærra verkefni um lagfæringu,
merkingu og kortlagningu
gönguleiða í nágrenni Vestur-
landsvegar, frá Svignaskarði að
Grábrók, sem unnið verbur á
næstu misserum.
Þetta umrædda verkefni við
Glanna er styrkt af Borgarbyggð,
Verkefnasjóði UMFÍ, Menningar-
sjóði Kaupfélags Borgfirðinga og
Sigurjóni Valdimarssyni, bónda
og hreppstjóra á Glitstöðum í
Norðurárdal. Verkstjórar við verk-
iö voru þær Jóhanna Jóhanns-
dóttir og Jóhanna B. Magnúsdótt-
ir umhverfisfræðingur.
TÞ, Borgamesi
Unniö aö gerö göngustíga í nágrenni Glanna í Noröurárdal.