Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. júlí 1995 ^|[ n AUSTURLAND Minnisvarði er á Búðum um frönsku sjómennina, sem hér voru tíðum við land í byrjun aldarinnar, og jarðneskar leifar margra þeirra hvíla í sérstökum grafreit á þessum slóðum. Úti fyrir Fáskruð'firði er eyjan Skrúður, sem a >ekkt er fyrir fjöl- skrúðugt fuglalif. Þegar gott sjó- veður er, siglir Baldur Rafnsson bóndi og vitavörður í Vattarnesi með ferðamenn í skoðunarferðir í Skrúð. Frá Egilsstöðum til allra átta Og nú erum við stödd á Egils- stöðum, sem er einskonar mið- punktur þessa -mdshluta þegar halda skal í fe. >alög um hann. Egilsstabir eru þjónustubær, hvort heldur það er við íbúa í hérabinu eða feröamenn. Á Eg- ilsstöðum er stór og burðugur flugvöllur og millilandaflugvöll- ur, ef svo ber við. íbúar á Egils- stöðum eru á nokkuð á annað þúsund. Áhugavert er fyrir ferðamenn aö halda upp á Fljótsdalshérab. Á því svæði hefur verið stunduð öflug skógrækt á síðustu árum, meðal annars í nytjaskyni. Hall- ormsstabarskógur er einnig víð- þekktur og um hann hafa verið ort og sungin lofkvæði. „Hérað" er almennt rómað fyrir náttúru- fegurö og ekki var að undra, að eftir langdvalir erlendis flytti Gunnar Gunnarsson skáld aftur heim á æskustöðvar sínar að Skriðuklaustri. Andspænis Egilsstöðum við Lagarfljót er Fellabær, fámennt byggðarlag en snoturt. Úr Mjóafiröi til Litlu- Moskvu Frá Egilsstöbum liggur leiðin niður á firði, einsog sagt er aust- Náttúrufegurö er mikil á Lónsöræfum og sífellt fleiri sœkja á þœr slóöir. anlands. Þá er farið um Fagradal og fyrsti fjörburinn, sem við heimsækjum, er Mjóifjörður. Nokkuð erfiður vegur er þangað, en þó fær öllum bílum, sem og leiðin að Dalatanga, þar sem er viti og veðurathugunarstöð. Brekkuþorp heitir þéttbýliskjarn- inn í Mjóafirði, en fámenni býr þó þar. Frá Norðfirði eru yfir sumar- tímann siglingar í bobi þaöan, í Hellisfjörð og Viðfjörð og svo Mjóafjörð — og auðvitað aftur til baka. Tímalesendur slást nú í för með Norðfjarðarbátnum og koma næst ab bryggju í Litlu- Moskvu, en svo er Norðfjöröur, A langferöaleiöum og Öræfajökull er í baksýn. eba Neskaupstaður, oft nefndur. Það er ekki að ósekju, enda hefur veldi vinstri manna þar verið traust og Alþýðubandalagið haldib hreinum meirihluta í bæj- arstjórn þar alls í um hálfa öld. Frá Neskaupstað liggur leibin um Oddsskarð og í Eskifjörð þar sem er áhugavert sjóminjasafn. Á Reyðarfirði er snotur andapoll- ur, en íbúar á þessum þremur stöðum byggja afkomu sína á út- gerð og fiskvinnslu að mestu leyti. Krákustígar á Seyöis- fjörb Og aftur erum við á Egilsstöð- um. Nú liggur leiðin á Seyöis- fjörð. Þangað liggur leiðin um Fjarðarheiði, en fyrst hafa Tíma- lesendur viðkomu á h^andverk- stæöinu á Miðhúsum. Stabur sá og ábúendur þar hafa verið mjög í fréttum að undanförnu vegna silfursjóbs, sem þar fannst fyrir nokkrum árum, og meintrar föls- unar hans, sem reyndar hefur verið afsönnuð nú. En þegar farið er á Seyðisfjörð, liggur leibin um Fjarðarheiði og síban eru þræddir krákustígar niður fjallshlíðina og niöur í kaupstaðinn. íbúar þar eru 870 talsins, en voru fleiri fyrr á árum þegar vegur stabarins var meiri. Þó hefur vegsemd Seyðisfjarðar með tilliti til ferðaþjónustu auk- Frá Djúpavogi. í Hallormsstaöarskógi. Cróöurríki þar er viöbrugöiö. ist á síðustu árum, eftir að Fær- eyjaferjan Norræna fór að hafa þar viðkomu í íslandsferðum sínum. Fyrr í sumar héldu íbúar Seyð- isfjarðar uppá 100 ára kaupstað- arafmæli staðarins, sem heppn- aðist vel og var fjölsótt. Um Njarövíkurskrið- ur í Bakkagerði Næsti viðkomustaður er Borg- arfjörður eystri eða Bakkagerði, sem er hib formlega nafn staðar- ins. Leibin þangað liggur fyrst út Hjaltastaðarþinghá, þá yfir Vatnsskarð og síðan er þrætt ein- stigi, sem rispað hefur verib í Njarðvíkurskribur. Listmálarinn Jóhannes Kjarval var fæddur á þessum stað og mörg myndefna sinna sækir hann einmitt þang- að. Skal ekki undra, þar sem náttúrufegurð á þessum stað er mikil og stórfengleg. í kauptún- inu er steinsmiðjan Álfasteinn þar sem unnir eru ýmsir fallegir steinar og úr þeim geröir list- munir. Þá er huldufólk sagt eiga fjöldabyggðir í Bakkagerði, en það er önnur saga. Úr Bakkagerði liggur leibin yfir í Loðmundarfjörð. Þangað er ekki fært nema allra bestu jepp- um, en til er vinnandi að koma í þennan magnaöa fjörð, enda er náttúrufegurð þar stórkostleg. Gistingu er hægt að fá á bænum Stakkahlíð þar í firði. Og enn em Egilsstaðir sá stað- ur sem vib leggjum upp frá í ferð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.