Tíminn - 15.07.1995, Page 4

Tíminn - 15.07.1995, Page 4
Laugaruagur i z>. jum l ViO Islenskir högglistarmenn sýna verk sín í Hallorms- staöaskógi: Kúnstin í skóginum Egilsstaöir. Þjónustubœr og miöpunktur til feröalaga um allt Austurland. AUSTURLAND okkar um Austurland, nú í loka- sprettinn. Farib er út Jökulsár- hlíö og yst í henni er lagt upp á Hellisheiöi. Þetta er brattur og torfær fjallvegur, en öllum bílum fær. Þegar niöur af Hellisheiöi er komið, eru lesendur á Vopna- firöi. Ferðaþjónusta þar hefur aukist á síðustu árum. Meðal áhugaveröra staöa á Vopnafirði er byggðasafnib á Burstarfelli, sem er í fallegum torfbæ þar. Þá liggur Selá um Vopnafjörð, en þar renndi Karl Bretaprins fyrir lax á sokkabandsárum sínum. Vopnafjörbur og Bakkafjöröur Frá Vopnafirði liggur leibin svo áfram um Sandvíkurheiði og á Bakkafjörð. Það er fámennt og snoturt byggðarlag. Spölkorn ut- an vib það eru Skeggjastaðir og elsta timburkirkja á Austurlandi, en 150 ára afmælis hennar verð- ur minnst nú alveg á næstunni. Og þegar hér er komið sögu, er ekki langt í að við séum komin í Norðurlandskjördæmi eystra og því mál að linni hér, enda fyrr fullt en út af flýtur... -sbs. í gær, föstudag, var opnuð í Hallormsstabaskógi á Héraði sýning á höggmyndum eftir sautján íslenska listamenn. Skógrækt ríksins þar eystra átti frumkvæbib ab sýning- unni en myndlistarmennirnir Helgi Þorgils Fribjónsson og Hannes Lársson völdu þátt- takendur. Flest verkin á sýningunni eru unnin úr lerki úr Hallorms- staðaskógi eba tengjast skógin- um á annan hátt. Meö þessu er ætlunin ab verkja athygli á skóginum „og jafnframt gefa almenningi kost á að kynnast list í óvenjulegu umhverfi," eins og segir í fréttatilkynn- ingu. Listamennirnir sem sýna í Hallormsstaðaskógi eru Kristján Guðmundsson, Finna B. Steins- son, Magnús Pálsson, Halldór Ásgeirsson, Þorvaldur Þorsteins- son, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hannes Lárusson, Gunnar Árnason, Kristinn G. Harðar- son, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Valborg Ingólfsdóttir, Erling Klingenberg, Ólafur Gíslason, Jóhann Eyfells, Inga Svala Þórs- dóttir, Inga Jónsdóttir og Ingi- leif Thorlacius. ■ Skeggjastaöakirkja viö Bakkafjörö. Skeggjastaöakirkja viö Bakkafjörö er 150 ára: Afmælishátíb í anda libins tíma Reiknab er meb ab fjölmenni sæki Skeggjastabakirkju vib Bakkafjörb heim þegar haldib Kaupfélag Héraðsbúa býöur ferðafólk velkomiö til Austurlands. Á Egilsstöðum er eitt glæsilegasta tjaldstæði landsins, þar sem boðið er uppá upplýsinga- þjónustu við ferðamenn, gestastofu, svefnpoka- pláss, aðgang að þvottavélum, sturtum, reið- hjólaleigu, veiðileyfasölu og hjólhýsastæði. Stutt í alla þjónustu. Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum • Sími 471-1200 verbur uppá 150 ára afmæli kirkjunnar síbustu helgina í júlí. Hefur verib skipulögb sérstök hátíbardagskrá af þessu tilefni. Hátíðin veröur sunnudaginn 30. júlí og reikað er með 300 til 600 manns í heimsókn af þessu tilefni. Verður hátíðin í anda slíkra samkoma eins og þær tíðkuðust fyrir 150 árum. Fólk kemur ríðandi til kirkju í ís- lenskum þjóðbúningum — ein- sog þeir tíðkuðust fyrir einni og hálfri öld. Klukkan 14 verður haldin há- tíðarmessa og að henni lokinni verður kirkjukaffi og þar mun sr. Sigmar TorfaSon fyrrum prestur á Skeggjastöðum flytja hátíöaerindi yfir borðum. Að því búnu verður farið í ýmsa leiki meb börnum — og haldið verður hamónikkuball. Helgi- stund, eða kvöldtíðir, verða um kl. 22. Núverandi prestur á Skeggja- stöbum er sr. Gunnar Sigur- jónsson. Braubið er hinsvegar að losna því hann mun alveg á næstunni taka við Digranes- prestakalli í Kópavogi en þar hefur hann verið kjörinn til starfa. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.