Tíminn - 21.07.1995, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 21. júlí 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Biðsalir dauðans
eru víba
Heimildarmyndin „Biðsalir dauðans" hefur nú
verið sýnd í íslenska sjónvarpinu. Myndin vakti
óhug eins og við mátti búast, því ekkert er til sem
kemur verr við hvern ærlegan mann en umkomu-
laus, grátandi og vanhirt börn, hvað þá þau sem
bíða dauða síns.
Hins vegar er bakgrunnur myndarinnar flókinn.
Kínverska þjóðfélagið er risastórt, miðstýrt samfé-
lag. Stærð þess er slík, að það er erfitt fyrir íbúa í
einu fámennasta ríki heims að skilja hana. Þar að
auki er Kína annar menningarheimur, sem byggir
á ævafornum hefðum.
Kínverjar eiga við geigvænlegt fólksfjölgunar-
vandamál að stríða, sem barist er við með tilskip-
unum og lagasetningu ofan frá. Það er í takt við
hið miðstýrða samfélag. Það er einfaldlega bannað
að eiga fleiri en eitt barn. Fornar hefðir ganga síð-
an aftur í framkvæmdinni, en þær eru að stúlku-
börn eru óvelkomnari í heiminn en drengir.
Þetta brýtur auðvitað í bága við allar hugmynd-
ir um velferð, jafnrétti og mannréttindi. Hins veg-
ar er langt frá því að Kínverjar séu einir um slík
brot. Heimurinn er harður og miskunnarlaus, og
því miður viðgangast gróf mannréttindabrot ótrú-
lega víða.
Umrædd kvikmynd hefur ekki síst verið í sviðs-
ljósinu og umrædd vegna þess að nú stendur
kvennaráðstefnan í Peking fyrir dyrum. Umræð-
urnar hafa verið í því ljósi hvort þessi mannrétt-
indabrot gefi tilefni til þess fyrir fulltrúa á ráð-
stefnunni að sitja heima.
Þess er tæpast að vænta að það hafi nokkur áhrif
þótt takmarkaður fjöldi fulltrúa smáþjóðar sitji
heima. Öðru máli gegndi ef samstaða væri um það
meðal þjóða á ákveðnum svæðum, til dæmis á
Norðurlöndum eins og Siv Friðleifsdóttir hefur
bent á.
Það er tæpast nokkur von til þess að hægt sé að
draga úr mannréttindabrotum með því að auka
einangrun viðkomandi þjóðar. Miklu líklegra er að
úr þeim dragi með því að þjóðirnar, sem hlut eiga
að máli, séu þátttakendur í hinu alþjóðlega samfé-
lagi.
Fulltrúar íslands munu fara til Kína á áður-
nefnda ráðstefnu með þann ásetning að reyna að
hafa þar áhrif á þá yfirlýsingu sem gefin verður út
í fundarlok. Ómögulegt er að segja til um það
hvaða áhrif hún hefur í Kína, en eitt er þó víst að
ekki verða straumhvörf með henni. Breytingar á
hefðum og hugsunarhætti taka langan tíma hjá
smáþjóðum, hvað þá þjóð sem telur um 20%
mannkyns.
Það er skelfileg athöfn að bera út börn, og slíkt á
að fordæma án þess að hafa nokkra samanburðar-
fræði með í spilinu. Hitt er umhugsunarvert að
jafnvel svo óhugnanleg mynd sem „Biðsalir dauð-
ans" hefur ef til vill minni áhrif en ella vegna þess
hve fólk er orðið vant því að sjá hörmungar á
skjánum nær hvern dag. Hungruð,. vannærð og
umkomulaus börn eru ekki nýtt fréttaefni. Slíkt
má finna um heim allan.
Kvibdómur glebikonunnar
Bandaríska gleöikonan Divine
Brown hefur öölast heimsfrægö
fyrir aö hafa veriö nöppuö viö
ástundun ósiölegs athæfis meö
leikaranum Hugh Grant í Holly-
wood á dögunum. Heimsbyggöin
hefur veriö aö velta sér upp úr
þessu óheppilega atviki, sem fariö
hefur illa meö sambúö Grants og
leikaraferil, en hann mun nú skil-
inn viö sambýliskonu sína og
kvikmyndahúsagestir hlæja í bíó
þegar hann birtist á skjánum, sér-
staklega ef verið er að taka hann
fastan í myndinni.
Saga skyndikynna Grants og
Browns á Hollywood Boulevard
eru eflaust ágætis dæmi um það
hversu ömurlegir slíkir ástarfund-
ir geta orðið. En þetta er líka átak-
anleg saga um það gildismat sem
ríkir í bandarísku samfélagi og í
alþjóðlegum fréttamiðlum. Satt
að segja eru þeir lögreglumenn,
sem vinna við að guða á bílglugga
hjá frægum leikurum sem hugs-
anlega eiga viðskipti við gleði-
konur, nokkuð fjarri þeirri ímynd
sem Hollywood hefur dregið upp
af lögregluþjónum í Ameríku. í
bíómyndum eru löggurnar hetjur
sem bjarga fólki frá vondu mönn-
unum, en ekki menn sem liggja á
bílglugga til aö vita hvort verið sé
að gera eitthvað dónalegt.
Ástkæra, ylhýra
Sagan um þessi skyndikynni
hefur líka leitt huga Garra að ís-
GARRI
lenskunni, ástkæra, ylhýra mál-
inu sem hefur á sér svo margar
skemmtilegar hliðar. Þannig hef-
ur þetta leiðindamál t.d. dregið
athyglina að orðinu gleðikona og
hvort það sé rétt að kalla konu
eins og Divine Brown gleðikonu,
þó svo að hún hafi einungis vald-
ið vesalings leikaranum leiðind-
um. Þá öðlaðist orðið „kviðdóm-
ur" alveg nýja merkingu í huga
Garra við að þessi margumrædda
ungfrú Brown krafðist þess aö
mál hennar fengi dómsmeðferð
með kviðdómi. Þó lá það auðvit-
að i augum uppi að það hlaut að
vera við hæfi að þessi kona fengi
sérstaka kviðdómendur til að
dæma í sínu máli. Spurningin er
þá, í ljósi þess hversu viðkvæmt
mál það er að velja kviðdóm,
hverjir fá aö vera kviðdómendur
hjá ungfrú Brown — hverjir fá að
kviðdæma hana.
Nýr leikandi,
nýtt svið
Getur t.d. Hugh Grant orðið
kviðdómandi þrátt fyrir að hafa
verið gómaður með ungfrú
Brown í raun áður en honum
tókst í raun að kanna kvið gleði-
konunnar. Eða geta einhverjir
aörir, sem ekki voru gómaðir,
kannski komið í þennan kvið-
dóm? Það verður greinilega mikiö
mál að velja þennan kviðdóm og
Ameríkaninn er í raun heppinn
að tala ekki tungumál sem býður
upp á jafn marga möguleika í
túlkun á orðinu kviðdómur. Hins
vegar á það réttarsalaleikrit, sem
nú er að fara af stað í tengslum
við þetta mál, eftir að verða til
þess að grafa enn frekar undan
trausti manna á bandaríska
dómskerfinu. Hlutverkin munu
nú að hluta til snúast við. Grant
hverfur af leiksviði hvíta tjaldsins
á sama tíma og gleðikonan geng-
ur fram á leiksvið bandarískrar
réttvísi og baðar sig í sviðsljósinu
og við fylgjumst spennt og glöð
með. Lágkúran hefur unnið fulln-
aðarsigur og við erum öll ánægð.
Garri
Borgarfjörður eystri
Frá Borgarfiröi eystra.
Ibúar á Borgarfirði eystra halda
upp á 100 ára verslunarafmæli
byggðarlagsins um helgina. Borg-
arfjörður er lítið byggðarlag á
Austurlandi, sem á sér merkilega
sögu. Staðurinn er einn af þeim
byggðarlögum á landsbyggðinni
þar sem fólkið hefur lifað af því
sem landið og sjórinn gefur.
Breyttar aðstæður í þessum at-
vinnugreinum, takmarkanir á
framleiðslu í landbúnaði og veið-
um hafa neytt fólkið þar tií að
heyja harða varnarbaráttu fyrir
tilveru sinni. íbúum hefur fækkað
á staðnum, eins og víðar á lands-
byggðinni. Hins vegar er það
mjög áberandi með Borgfirðinga,
eins og við nágrannar þeirra á
Austurlandi köllum þá gjarnan,
aö þeir hafa óhemju sterkar taug-
ar til byggðarlagsins síns, hvort
sem þeir búa þar eða eru búsettir
annars staðar. Ástæður fyrir því
eru margar.
Blítt og strítt vibmót
Þótt Borgarfjörður eystri
breiði faðminn móti norðaust-
anáttinni, sem er illa þokkuð
fyrir austan, er náttúrufegurð
þar mikil og sérstæð. Andstæð-
urnar eru einnig miklar í veður-
farinu. Byggðarlagið skiptir um
svip eftir því hvernig vindarnir
blása. Það sýnir strítt viðmót
þegar norðaustanveður er og
hafaldan brotnar út allan fjörö-
inn. Þegar sunnan- og suðve-
stangolan strýkur vangann eru
fá byggðarlög fegurri. Litrík
fjöllin, með Staðarfjallið í
broddi fylkingar, eiga fáa sína
líka, og fegurð og hrikaleiki
Dyrfjalla er mál út af fyrir sig.
Hins vegar getur farið af gaman-
ið þegar gengur í vestan- og
norðvestanrok og „lognið fer að
flýta sér", eins og orðhagur
Borgfirðingur sagði. Þá er búist
um og hlerar negldir fyrir þá
glugga sem snúa í vindáttina, til
þess að verjast grjótkasti vind-
anna. Sögnin að „hlera" hefur
sérstaka merkingu á Borgarfirbi,
sem sést á því að eitt sinn sagði
kunningi minn þar mér frá
greiðviknum manni sem „hler-
aði fyrir kellingarnar", eins og
hann orðaði það. Ég hélt að
þarna væri verið að hlusta eftir
nýjustu fréttum, en verkefnið
var þá að negla hlera fyrir glugg-
ana.
Á víbavangi
Frjór menningarakur
Borgfirbingar minnast afmæl-
isins með ýmsum hætti um
helgina. Það skortir ekki efnivib
til þess að hafa hátíöardagskrá
helgaða byggðarlaginu, þótt
staöurinn sé ekki stór. Það er
mikið til af alls konar efni
tengdu staðnum: þjóðsögur,
tónlist, málverk og alls konar
ritað efni um það mannlíf sem
þar hefur verið lifað. Jarbvegur-
inn fyrir menningarstarfsemi af
þessu tagi hefur verið ótrúlega
frjór og Borgfirðingar eru af-
skaplega félagslynt fólk.
Það er ekki nóg með að
byggðarlag, sem telur um 200
manns, hafi lifandi leikfélag,
heldur er nú á afmælisári boðið
upp á sýningu á fmmsömdu
verki eftir heimafólk, sem sækir
efnivið sinn í þjóðsögur sem
tengdar eru staðnum.
Sjón er sögu ríkari
Það er ómaksins vert fyrir þá,
sem eiga leið um Austurland, að
leggja leið sína til Borgarfjarðar,
enda hygg ég ab það sé gert í
auknum mæli. Þar er viðbúnað-
ur til ab taka á móti ferðamönn-
um og ef til vill er staðurinn nú
að verða þekktastur fyrir stein-
ibjuna Álfastein, þar sem efni-
viðurinn er sóttur í litrík fjöllin.
Fyrir göngumenn eru ótal
áhugaverbar leiðir um fjöllin og
ekki síður víkurnar í nágrenn-
inu, sem nú eru komnar í eyði.
Kveðjur
Ég vil nota þennan Víðavang í
dag til að senda Borgfirðingum
góðar kvebjur á 100 ára verslun-
arafmælinu og þakkir fyrir öll
samskipti fyrr og síðar. Megi
byggðarlagið þeirra koma heilt í
höfn úr þeim brimróðri, sem
víða er háður í dreifbýli þessa
lands. jón Kr.