Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 2
10 Wmm Föstudagur 28. júlf 1995 Kverneland plógurinn hefur unniö 20 heimsmeistarakeppnir í plægingum. Við bjóðum öll jarðvinnslutæki frá Kverneland, svo sem: Allar stærðir af plógum frá 2 til 12 skera. Leitiö nánarí upplýsinga. Ingvar Hefgason hf. VÉLASALA Sævarhöföa 2, SÍMI 525-8000 Massey-Ferguson 300 M ASSEY- FERGUSON lírtan MASSEY-FERGUSON frá 62 hestöflum, bæði 2 WD og 4 WD. Hafiö samband við sölumenn okkar sem gefa allar nánari upplýsingar. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2, SÍMI 525-8000 VÉLASALA Ódýrt þakjárn, LOFTA- OG VEGGKLÆÐNINGAR Framleiðum þakjárn, lofta- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt, hvítt og koksgrátt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Simar 554 5544 og 554 2740, fax 554 5607. Enginn raunverulegur grundvöllur fyrir veöurspám til langs tíma, segir Trausti Jónsson veöurfrœbingur: Eins gott ab spá í bolla Ve&rib hefur mikil áhrif á marga hluti. Bændur eru ein þeirra stétta sem eiga hvab mest undir veðri. Þó veburfar hafi mikil áhrif á alla uppskeru og jafnvel bústofn, þá er hey- skapurinn sá þáttur búskapar- ins sem duttlungar veöurgub- anna hafa rábib mestu um. Áhrifamáttur veburgubanna hefur þó farib minnkandi eftir því sem tækni vib heyskap hef- ur aukist. Nýleg rúllubagga- bylting í íslenskum landbúnabi hefur gerbreytt vígstöbu ís- lenskra bænda gagnvart vebur- gubunum til hins betra. Nú þurfa menn ekki að treysta í jafn ríkum mæli og ábur á mis- jafnlega stopulan þurrk, þar sem heyið þarf mun styttri verkunar- tíma sé það bundið_ í rúllubagga og pakkab í plast. Áður var það þurrkab flatt og annað hvort bundið í bagga eða blásið lausu inn í hlöðu. Dæmi eru jafnvel um að bændur bindi rúllur í rigningu. Einn bónda heyrði blaðamaður Tímans kvarta yfir því á dögunum að það væri ákveðnum erfiðleikum bundið að binda rúllur í mikilli rigningu, þar sem heyið vildi festast í sóp- vindunni. Það var eiginlega það eina sem hann sá athugavert við það. Það er e.t.v. eins gott að tækn- inni fleygi fram á þessum vett- vangi, því það hefur reynst nán- ast ómögulegt að spá fyrir um veðrið langt fram í tímann. Nógu erfitt er að spá fyrir um þab einn dag fram í tímann. Trausti Jóns- son, veðurfræðingur á Vebur- stofu íslands, segir að Veðurstof- an sé ekki með langtímaspár og um erlendar langtímaspár segir hann: „Þær eru bara svo vitlausar ab það er ekki einu sinni hægt að treysta því að þær séu vitlausar. Þær eru svona 40% réttar, eitt- hvab svoleiðis." Trausti segir um tilraunir til að spá einn til tvo mánuði fram í tímann, að það Trausti lónsson veöurfræbingur. hafi gefist jafn vel að spá í bolla eða ráða í drauma. Það sé enginn raunverulegur grundvöllur fyrir slíkum langtímaspám, altjent ekki enn sem komið er. „Það hefur eiginlega verið besta spáin að spá svipuðu veð- urlagi og hefur verið. Það hefur reynst einna best," segir Trausti. Hundadagarnir hafa lengi ver- ib notaðir sem nokkurs konar veðurviti. Segja sumir að veður haldist svipab um hundadaga og breytist oft um höfuðdag. Veður- fræbingar gefa þó lítiö fyrir þá speki og segist Trausti ekki hafa orðið var vib slíkt: „Nei, ekki nema þetta sem ég nefndi áðan að það er best að spá óbreyttu veðri. Það er skásta ágiskunin. Það er þaö sem hundadagaspáin gerir, hún spáir óbreyttu veðri. Þannig að hún er ekkert vitlaus hvað það snertir. En það er nú búið að vera býsna fjölbreytt veður það sem af er hundadögum í ár; verið sitt á hvað, ýmist kalt eða heitt." Trausti segir að veðrið haldi sér oft í svipuðu formi fram undir haustið. Svo þegar fari ab kólna, þá fari ab gerast stærri atburðir. Oft fari þab að gerast um mán- aðamótin ágúst-september, en það væri allur gangur á þessu. KRONE Ein mest selda rúllubindivélin hér á landi síðustu ár. Lítil aflþörf, 34-50 hö. Léttbyggó og afkastamikil. Fjórar stæróir fyrirliggjandi. Prófuö af Bútæknideild. Verð frá 966.000 án vsk. VELAR& ÞJéNUSTAnF JÁRNHÁLSI2,110 REYKJAVÍK, SÍMI587 6500, FAX 567 4274

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.