Tíminn - 28.07.1995, Blaðsíða 4
12
ISiminn landbúnaður
Föstudagur 28. júlí 1995
Frá fornu fari hefur reki verib
talinn til hlunninda og hefur
rekavi&ur veriö nýttur til
ýmissa hluta. Hin síöari ár
hefur rekinn þó mest veriö
nýttur í gir&ingarstaura, en
lítiö annaö. Raddir eru þó
uppi um ab nota beri rekann
til fleiri hluta og hefur m.a.
nýlega veriö byggt íbúöarhús
í Þorpum í Kirkjubólshreppi
á Ströndum.
„Þetta er hið besta hús.
Timbrið allt saman er heima-
fengið af rekanum í Þorpum, af
Pálmaströnd svokallaöri sem
er hérna yst við Steingríms-
fjörðinn. Það er allt saman
unnið heima, en húsið er nú
ekki alveg fullgert ennþá. Það
er eftir að klæða stofuloftið að
innan til dæmis. Það er búið að
saga rekatimbur, sem á aö fara
í panelinn í stofuloftið, og það
er verið að þurrka það núna. Ég
segi stundum að þeir hafi
byggt húsið með því að kaupa
ekki neitt nema naglana," seg-
ir Brynjólfur Sæmundsson,
héraösráðunautur Stranda-
manna.
Brynjólfur segir að þegar
menn velji timbrið úr rekan-
um, þá sé um að ræöa betra
efni en menn fái á markaði.
Hann segist hafa fengiö vil-
yrði fyrir því að nota íbúðar-
húsið í Þorpum sem sýningar-
hús til að sýna hvaða gildi rek-
inn hafi. í rekanum séu feiki-
lega mikil verðmæti og þau séu
víða of illa nýtt. Brynjólfur
segir komna nýja tækni viö aö
saga rekann, þannig að hægt sé
að saga af fullkominni ná-
kvæmni. Nú geti því reka-
bændur á Ströndum framleitt
rekavið eftir óskum viðskipta-
vina í stærðum, lengdum og
gæöum.
„Þessi viöur er t.d. afskaplega
eftirsóttur í gluggakarma, dyra-
stafi og jafnvel hurðir, því
þetta er Síberíulerki sem frá
gamalli tíð hefur verið nefnt
rauöaviöur hér. Þetta er ákaf-
lega harður og endingargóður
viður," segir Brynjólfur.
Aðspurður telur Brynjólfur
aö reki hafi ekki minnkað við
stjórnskipulagsbreytingar í
Sovétríkjunum, þrátt fyrir að
raddir séu uppi um að nú sé
fast í ísinn. Fór svo bara í
göngutúr norður á pól. Á með-
an fór skipið að reka með haf-
ísnum, sem ekki hafði verið
áður sannað að ræki. Hann
kemur svo í skipið aftur. Eftir
að liðið var hátt á fjórða ár
losnar Fram úr hafísnum. En
viti menn, þá var það komið
vestur undir Svalbarða. Þar
með sannaði Nansen að ísinn
á pólnum er á sífelldri hreyf-
ingu.
Þessa sömu leið fer rekavið-
urinn og losnar úr hafísnum
eftir að hann kemur þarna
vestur undir Svalbarða og kem-
ur þá þar að landi, svo á Jan
Mayen. og norðurströnd ís-
lands. En hluti af honum lend-
ir í Grænlandssundi og fer suð-
ur í Atlantshaf. Þab, sem kem-
ur t.d. á suðurströnd íslands,
gæti verið úr þeirri grein.
Þannig að svona er nú upprun-
inn," segir Brynjólfur.
Hann segir að uppi hafi verið
kenningar um að rekaviöurinn
væri ekki skemur en fjögur áx á
leiðinni frá Síberíu á Strandir,
en hann teldi nú reyndar alveg
víst að það væri lengri tími, allt
að tíu ár jafnvel.
„Ég held að það hljóti aö
vera. Sá viður, sem kemur hér,
viröist hafa verið lengi fastur í
ís. Það er oft sem það eru mik-
ið brotin tré. Það bendir til
þess að hann hafi verið í ísn-
um. Þegar hafís hefur borist
hér að landi, er mjög algengt
að það sé mikið af rekaviði í
honum. Það eru mestu rekaár-
in," segir Brynjólfur Sæmunds-
son.
-TÞ
Sögunarbekkur á Crund viö Steingrímsfjörö.
RÚLLUBAGGAPLAST
Reki viö Kaldrananes í Bjarnaríiröi.
íbúöarhús byggt úr rekavibi á Ströndum:
Ljósm. Ami Pétursson
Vannýtt verbmæti
Báöar breiddir fyrirliggjandi,
500 mm og 750 mm.
Margra ára reynsla.
Hagstætt veró.
Greiósluskilmálar.
Verulegur staðgreiósluafsláttur.
Verð frá 4.275,00 per rúllu án vsk.
VÉLAR&
ÞJÉNUSTAhf
JÁRNHÁLSI2,110 REYKJAVÍK, SlMI 587 6500, FAX 567 4274
betur passað upp á timburflot-
ana, sem fleytt er niður fljótin.
Brynjólfur hefur ákveðnar
hugmyndir um uppruna rek-
ans:
„Þessi reki kemur fyrst og
fremst frá Síberíu. Það eru stór-
fljótin eftir að kemur svolítið
austur í Síberíu — Ob, Jenisej
og Lena — sem bera hann til
sjávar langt innan úr landi.
Þau skjóta þessu út í hafiö.
Golfstraumurinn streymir
austur með Noregsströnd og
áfram austur með Síberíu-
strönd. Hann tekur þennan
vib og fer með hann áfram
austur með Síberíuströnd
þangað til hann lendir í öðrum
straumi, hafstraumnum sem
kemur austan úr Beringssundi
sem snýr honum til baka. Við
það tekur hann aftur stefnuna
til vesturs. Hafstraumarnir
mynda þá hring, sem fer rang-
sælis um Norðurpólinn.
Leið rekaviðarins er í raun og
veru sama leiöin og Nansen
sannaði 1894 eða '95 að
straumarnir lægju, þegar hann
fór á Fram austur fyrir Novosi-
birskye og keyrði skipið þar
Rúllubindivél kr. 749.000,- (120 X 120)
RÚLLUBINDIVÉL. KR. 849.000,- (I50X 120)
PÖKKUNARVÉL KR. 249.000,-
Bjarni Ingólfsson, Bollastöðum, Blöndudal:
"Ég keypti SIPMA rúlluvél sumarið 1994,
og hefur hún reynst með ágætum"
VERD AN VSK