Réttur - 01.02.1921, Page 7
Alþjóðafriður.
7
úthella blóði sínu út af hagsmunum tveggja manna, án þess
þó að þær séu hið minsta upplýstar um, hvert ófriðarefnið
sé, né þeim sé gefið nokkurt tækifæri til sjálfsákvörðunar.
Pessu líkt er það, sem fram er að fara í heimsstyrjöldinni.
Hér er því um verulega hættu að ræða, sem einkum stafar
af einkaréttindunum.
Þau hafa verið svo ákaflega áberandi í athafnalífi einstakra
þjóða og engu síður þó í alþjóðaviðskiftum og margt ófrið-
arbálið hefir af þeim kviknað.
Hvað er það þá, sem ber vitni um þessi einkaréttindi?
í fyrsta lagi það, að sú feikna valdaaukning, sem leitt hefir
af landvinningastefnu stórveldanna, hefir ekki orsakast af
neinni meðfæddri löngun þjóðanna sjálfra til valdanna. Pað
er að vísu auðviiað, að þjóð, sem mjög ört fjölgar, þarfnast
aukinna vaxtarskilyrða. Og þessi þörf kemur ekki fram í
neinni æfintýralöngun. Það er henni lífsskilyrði, að hægt sc
að seðja hina mörgu munna. Pví ber að rannsaka, hvort
þau fyrirtæki, sem hafin eru í þessum tilgangi, beri sig, hvort
tekjurnar, sem þjóðin hefir af fyrirtækinu, séu svo miklar, að
eitthvað verði umfram það, sem hún hefir kostað til þess af
fé, herbúnaði og mannslífum.
Tökum t. d. Þýzkaland, sem hefir ausið ógrynnum fjár f
nýlendur sínar. Nýlendurnar í Afríku, Nýja Guinea, Samoa-
eyjar og Kiautschou hafa gleypt mörg hundruð miljónir. Og
ekki hafa þær síður kostað mörg mannslífin. Á árunum 1904
til 1907 var 17 sinnum sendur her að eins til Kamerun; á
öðrum stöðum hefir einnig orðið að bæla niður óeirðir með
hervaldi. Þetta hefir kostað bæði mikið fé og mörg mannslíf.
Og þó segir Paul Rohrbach: »öll nýlendupólitík vor í
Afríku er rekin í þeim tilgangi, að sú þjóð, sem á nýlend-
urnar, geti auðgast á þeim.« —
En tekjurnar hafa verið fremur litlar. Öll verzlun Þjóð-
verja við nýlendurnar — útflutningur og innflutningur — í
20 ár nemur minni upphæð en sá varningur, sem þeir selja
til Sviss á einu einasta ári. Og mikill hluti af þeim vörum,