Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 63

Réttur - 01.02.1921, Side 63
Baðstofuhjal. 63 Almenna sögu, landafræði og náttúrufræði er sjálfsagt að kenna, þótt hið íslenzka sitji alstaðar í fyrirrúmi og sé þunga- miðjan í allri kenslunni. Stærðfræði þarf og að kenna, þá, er einkum kemur sveita- mönnum að gagni. Flestir skólar hér á landi hafa nær eingöngu starfað að því, að þroska andlegu hæfileika nemendanna og troða í þá bókviti. Pess vegna eru skólarnir sakaðir um — og vafa- laust að nokkru sekir um, að gera nemendurna miður færa til líkamlegrar vinnu. í sumum erlendum skólum er nú varið eins miklum tíma til líkamsmentunar, eins og til bóklega námsins. Unglingaskólinn verður að kenna leikfimi og íþróltir miklu meira en tíðkast hefir um skóla hér á landi. Þeir eiga að hreysta ungu kynslóðina og gera hana, ekki jafn færa, heldur miklu færari til líkamlegrar vinnu, en annars hefði orðið. Sjálfsagt er að kenna almenna skólaleikíimi, þótt hún sé ekki sérstaklega íslenzk. Helzt ætti að kenna heimilisleik- fimi líka, með böðum og öllu, sem fylgir, en einkum þarf að kenna skíðaferðir og skauta, knattleik, glímur og sund. Til líkamsmentunarinnar er gert ráð fyrir 2 stunda kenslu á dag allan skólatímann og auk þess íþróttanámsskeiðum haust og vor fyrir þá sem vilja. Ungmennafélögin liafa sett líkamsmentun einna efst á stefnu- skrá sína. Pað er því skýlaust hlutverk þeirra, að koma henni inn í skólana, þegar þau eiga þess kost. Eitt af hinum þýðingarmestu verkefnum unglingaskólans er, að innræta nemendum ást á vinnunni og virðingu fyrir henni, áhuga og nokkra fæmi. Skólinn á að stunda búskap, og nokkuð af búverkunum eiga nemendur að vinna. Skólaheim- ilið á að snfða ssin mest eftir fyrirmyndarheimili í sveit, eins og þau eru bezt og hafa verið. Gengi heimilisiðnaðarins á skólinn að efla, en þegar nemendur eru komnir vel á veg með að læra liver sinn þátt heimilisiðnaðarins, ættu þeir að sitja — eða standa — við vinnu sína á kvöldvökum, meðan einn les hátt fyrir alla íslendingasögur. Gert er ráð fyrir sérstakri hússtjórnardeild við skólann og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.