Réttur - 01.02.1921, Qupperneq 9
Alþjóðafriður.
9
Norður-Ameríku. Baðmullariðnaður Pjóðverja er því ekki
nema að mjög litlu leyti kominn undir nýlendueign þeirra,
Svipað er að segja um England. Það hefir háð fleiri og
stórkostlegri nýlendustyrjaldir en Pýzkaland. Nýlendur þess
eru svo miklu betri en þýzku nýlendurnar. Þó flytja fleiri
Englendingar sig til Bandaríkja Norður-Ameríku en til allra
ensku nýlendanna, og verzlun þeirra við önnur ríki er miklu
meiri en við allar nýlendurnar. Pó að Englendingar eignist
nýlendu, hækka laun ensku verkamannanna ekki hið minsta,
en yngri synir aðalsmannanna fá stöður og auðkýfingarnir fá
tækifæri til arðvænlégrar fjárnotkunar.
Petta ber að yfirvega, þegar athugað er, hvort yfirráða-
stefna stórveldanna sé réttlætanleg.
Pað skal að vísu viðurkent, að nauðsyn sé á löndum til
að taka við útflytjendum, en hitt er líka vitanlegt, að hið
ríkjandi skipulag er það, sem gerir þá þörf tilfinnanlegasta.
Það er líka nauðsynlegt að komast í viðskiftasambönd við
lönd, sem eru auðug að hráefnum. En þar fyrir er ekki
víst, að ríkin þurfi að ráða yfir þessum löndum og hafa
einkarétt til þeirra. Og þetta er það einmitt, sem leiðir af
sér útgjöld og veldur óvinahug til þeirra ríkja, sem sækjast
eftir sömu hlunnindum. Og fyrir þetta láta svo margir lífið.
Alt virðist því benda á, að sú valdafíkn, sem stórveldin
hafa sýnt á vorum dögum, réttlætist hvorki af þörfinni á
hráefnum né heldur af fólksfjölgun og þeirri þörf á nýjum
löndum, sem af henni þykir leiða. Það eru því að eins fáir
menn, sem hafa hag af yfirráðastefnunni, en almenningi er
hún hin skaðlegasta og einkaréttareinkennin eru augljós á
henni. Alt hið sama er að segja um peningalán til annara
ríkja og um einkaleyfi (concession).
Hér skal bent á annað atriði.
Ef þeir tveir menn, sem atvinnu reka í öðrum löndum,
gerðu það fyrir sína peninga og alveg upp á sína eigin
ábyrgð, þá væri ekkert út á það að setja og þá ekki heldur
það, þó að þeir tækju gróðann sjálfir.
En þeir hafa nú einmitt ríkin altaf að bakhjarli. F’jóðirnar