Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 14

Réttur - 01.02.1921, Side 14
14 Réitur. irnar á Suður-Þýzkalandi séu bændaeign, þá eru samt ábrifin þaðan svo hverfandi móti þeim áhrifum, sem hið þýzka þjóðfélag hefir orðið fyrir af Prússlandi, þar sem jarðeigna- aðallinn hefir svo mikil ráð. — í Austurríki og Ungverja- landi er líkt ástatt. Einkum eru margar stórar jarðeignir í Austurríki, oft stærri en 100,000 acres og stundum jafnvel 500,000 acres.1) Og um Rússland er hið sama að segja. I vesturhluta landsins og mjög víða í suðurhluta þess á höfðingjalýðurinn meira en helming jarðeignanna. Alt öðru máli er að gegna um Frakkland þar er landinu skift milli miklu fleiri manna, enda eru jarðirnar viða mjög litlar. En velmegun er þar al- mennari en víða annarstaðar, enda er sparsemin í meira lagi sumstaðar. Má meðal annars marka hana á þeim takmörkun- um, sem eru að verða þar á fólksfjölguninni og á viðleytn- inni til þess að leggja fé fyrir. En hugsunarháttur þessara frönsku bænda hefir á sér meiri lýðstjórnar- og friðsemdablæ en viða er annarstaðar. Varhugaverðast er ástandið á Eng- landi. Par er landið eign tiltölulega fárra manna. Alt land þar er 77 miljónir acres. Helmingur (40 milj. acres) er eign 2500 manna. Á írlandi eiga 1700 menn 2/a alls landsins og á Skotlandi eiga 1700 menn 9/io af því. Af þeim 43 milj- ónum manna, sem búa á Stórabretlandi eru aðeins 200,000 jarðeigendur, enda eru þar jarðir, sem eru meira en 1 milj- ón acres. Af þessu leiðir svo að mikill hluti landsins er lítt ræktaður og er jafnvel notaður einstökum mönnum til skemt- unar. En af þessu leiðir ennfremur að geysileg auðæfi safnast í örfárra manna hendur, því sá, sem á jörðina, á líka verð- mæti það, sem af henni fæst. Ef á landeign einhvers jarð- eiganda stendur þorp, sem stöðugt vex, þar til að það er orðið að stórborg, þá mun fé það, sem borgarbúar verða að greiða í leigu fyrir bústaði, verzlunarhús og verksmiðjur renna í vasa jarðeigandans. Séu kolanámur í landi hans, ’) acres = ca. 1'/» vallardagslátta.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.