Réttur - 01.02.1921, Qupperneq 21
Heillar aldar rangsleitni.
21
takmörkum Breska veldisins. Vér gerðum formlega samninga
við bæði Hollensku ríkin þar sem vér skuldbundum oss til
að skifta oss ekki framar af viðureign þeirra og hinna inn-
fæddu og að lofa þeim annaðhvort að rísa þar upp, sem
þröskuldur milli vor og innri hluta Afríku, eða að farast,
eins og vér töldum sennilegast, í hinni ójöfnu baráttu við
herskáa villimenn, sem voru þeim svo óendanlega miklu
fjölmennari.
Stjórn Fríveldisins kostaði breska skatt-gjaldendur altof mik-
ið. Menn álíta einnig, að ef Búum væri gefinn nógu laus
taumurinn, þá mundu þeir hengja sig í honum sjálfir,
Nýr landstjóri, Sir George Cathcart, var sendur út með
2 sérstaka umboðsmenn til að koma þessari nýju pólitík
fram. Nýr sáttmáli milli Englands og Fríveldisins var undir-
skrifaður. Er Lýðveldinu þar trygt algert fullveldi og Breska
stjórnin lofar jafnframt að skifta sér að engu leyti af hinum
innfæddu þjóðflokkum fyrir norðan Oraniu-fljótið.
Eins og Cathcart segir í bréfi einu: — Yfirvaldsbólan var
brostin og hinn hjákátlegi yfirvaldsskrípaleikur á enda leikinn.
Pað má ekki gleyma því (Fronde, Oceana, Hofstede.), að
meðan Fríveldið var ensk landareign, þá var það álitið að
ná útyfir landræmu þá, sem nú er kölluð Kimberley og inni-
heldur demantanámurnar. Ensk eignarbréf á landi þessu, sem
var álitið að heyra til Oraniuríkinu og liggja í lögsagnarum-
dæmi eins dómstjórans þar, höfðu verið gefin út meðan
Bretar héldu þar yfirráðum. Þegar Fríveldið varð frjálst aftur,
þá fylgdi þetta land auðvitað líka með.
Fimtán ár voru varla liðin frá sáttmála Englands við Frí-
veldið þegar Englendingar brutu hann. Því hafði verið há-
tíðlega lýst yfir að England skyldi ekki að neinu leyti skifta
sér af þeim innfæddu fyrir norðan Oraniu-lfjótið. Basutar
höfðu myrt íbúa Fríveldisins, rænt þá, numið konur þeirri
í burtu og framið óteljandi sæg af öðrum ofbeldisverkum.
Eftir bitran ófrið, er staðið hafði í þrjú ár, hafði Búum tek-
ist að veita Basutum verðskuldaða hegningu, en þá gripu
Bretar fram í 1869 fyrir hönd þeirra imifæddu. Prátt fyrir