Réttur - 01.02.1921, Page 22
22
Réttur.
það, að þeir höfðu ítrekað yfirlýsingu sína um afskiftaleysi í
Aliwal samningnum.
En svo við komum aftur til demantanámanna, eins og
Fronde segir (Oceana, bls. 41): »Blekið á samningnum frá
Aliwal var varla þurt þegar auðugar demantanámur fundust í
héraði, sem vér höfðum sjálfir skoðað og farið með sem
hluta Oraniuríkisins.« í stað þess að segja hreinskilnislega
að Breska stjórnin treysti á yfirburði vald9 síns og þess vegna
heimtaði hið umrædda landsvæði, sem í voru auðugustu
demantanámur heimsins, þá var hún sá hræsnari að láta
sem hin eiginlega ástæða til að svifta Fríveldið demantanám-
unum væri sú, að þær tilheyrðu innfæddum manni, og þrátt
fyrir það, að ensku dómstólarnir dæmdu þessa staðhæfingu
dauða og ómerka að vera.
»Mönnum fanst einnig,« segir Fronde (Oceana, bls. 40),
»að besta demantanáma heimsins ætti ekki að missast úr
b.reska alríkinu« (Britisth Empíre).
Landspildan var því næst tekin frá Búum.» Ög frá jæim degi
hefir enginn Búi í Suður-Afríku getað treyst enskum Ioforðum.«
Seinna meir, þegar Brand fór til Englands, þá viðurkendi
breska stjórnin sekt sína og borgaði 90000 sterlpd. fyrir
auðugustu demantanámur heimsins; upphæð, sem tæplega
nemur eins dags afrakstri (output) af námunum.
En þrátt fyrir sáttmálann við fríveldið, þrátt fyrir endur-
nýjuð loforð í Aliwal sáttmálanum (Oceana, bls. 42), þá varð
Fríveldið að þola þriðja brotið á sáttmálanum af hálfu Eng-
lendinga. 10,000 riflar voru fluttir inn til Kimberley gegnum
Höfðanýlenduna og seldir þar Svertingjum þeim, sem bjuggu
í kring og ógnuðu lífi beggja Hollensku lýðveldanna
(Cunynghame, bls, XI). General Sir Arthur Cunynghame,
yfirhershöfðingi Breta í Suður-Afríku, viðurkennir að 400,000
byssur hafi verið seldar Kaffirum meðan hann hafði herstjórn
þar á hendi. Mótmæli frá Transvaal og Fríveldinu voru að
engu höfð (Oceana, bls. 42). Og þegar Fríveldið með fullum
rétti stöðvaði vagna, hlaðna byssum, á leið gegnum landareign