Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 24

Réttur - 01.02.1921, Side 24
24 Rctlur. hafði afráðið, — svo rnaður taki sér orð Frondes ennþá einu sinni í munn — að láta Afríkumenn og Kaffira utan landa- merkjanna eiga sig og láta það ráðast hvað um þá yrði, í þeirri von, að Kaffirarnir mundu gereyða Afríkumönnum. Eftir því, sem enski þingmaðurinn Molesworth segir, þá komst Nýlendumálaráðuneytið í sjöunda himin af gleði, þegar Landstjórinn 1851 fékk bréf frá Andriesi Pretorins, yfirhershöfðingja Búa í Transvaal, þar sem hann býðst til, fyrir hönd þjóðar sinnar, að semja við Bresku stjórnina um frið og vináttu. Féð til höfuðs honum var samstundis kallað aftur, og þeg- ar Sir Harry Smith var kallaður heim í ónáð, þá var Cathcart Landstjóri sendur út til að viðurkenna fullveldi Búanna. Ráðu- neyti Aberdeens (lávarðar, H. H.) lýsti því yfir fyrir munn fulltrúa síns í neðri málstofunni (House of Commons) að því þætti fyrir að hafa nokkru sinni farið yfir Oraniu-fljótið, þar sem Búar væru fjandsamlegir Breskum yfirráðum, og að Grey lávarður hefði leyft það, að tilmælum Sir Harry Smiths, sem hefði mælt með því þvert á móti sannfæringu sinni og betri dómgreind. Neðri málstofan samþykti yfirlýsingu þessa með nær því öllum samhljóða atkvæðum. Tilboð Pretoriusar var þvínæst þegið og tveir sérstakir umboðsmenn, Hogge og Owen, voru sendir út með Cat- hcart Landstjóra tii að mæta fulltrúum Búa við Sandána. Niðurstaðan af þeim fundi varð Sandár-samningnrinn sem var undirskrifaður af báðum samningsaðilum. í samningi þessum, eins og síðar í samningnum við Fri- veldið, var Transvaalbúum veitt fullkomin trygging gegn öll- um afskiftum eða hindrunum af Breta hálfu, bæði hvað Búa sjálfa snerti og eins þá innfæddu. Urðu báðir samningsaðil- ar sammála um það, að fyrirbjóða öllum slranglega að selja þeim innfæddu nokkurskonar vopn og skotfæri. í skýrslu sinni segja bresku umboðsmennirnir, að viðurkenningin á fuliveldi Transvaalbúa hafi stóra kosti og hagnað í för með sér, þar sem hún tryggi vináttu þeirra og hindri alt samband

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.