Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 26

Réttur - 01.02.1921, Side 26
26 Réíiur. En þetta var að eins eitt af brotunum á samningnum. Pegar hinar 400,000 byssur, sem Cunynghame og Moodie bera vitni um, voru seldar Kaffírum, þá sendi Transvaal sterk mótmæli tit landstjóra Höfðanýlendunnar 1872. Hinar einu bætur, sem þeir fengu, var ósvífið bréf frá Sir Hury Barkly. Sem kóróna á höfuð svívirðinganna kom innlimun Shep- stones á Transvaal þann 12. apríl 1877. Carnarvon lávarður sendi Sir Bartle Frere sem landstjóra til Höfðans (Cape Town) til að framfylgja sameiningar-pólitík sinni (Carnarvons, H. H.). Shepstona var einnig sendur til Transvaal til að innlima ríkið, ef samþykki þjóðþingsins (Volksraad) eða meiri hluta þjóð- arinnar fengist til þess. Þjóðþingið mótmælti innlimuninni. Forsetinn mótmælti. Af um 8000 borgurum mótmæltu 6800, en alt var árangurslaust. Colenso biskup lýsti því yfir, að: »hin slæga og sviksam- lega aðferð, sem notuð var við innlimun Transvaal, virðist ekki sæmandi fyrir nafn Englands« (30. apríl 1877, brjef til síra La Touche). Fríveldið ljet í ljósi sára sorg yfir innlimuninni. Jafnvel Gladstone, er hann ljet í ljósi óánægju sína yfir innlimuninni, játaði, að England hefði hagað sér svoleiðis í Transvaal, að það hefði notað frjálsa þegna konungsríkis til að undiroka frjálsa þegna lýðveldis og neyða þá til að taka á móti borgararéttindum, sem þeir vildu ekki hafa. En alt kom að engu gagni. Sir Garneí Wolseley lýsti yfir, að: »svo lengi, sem sólin skín, þá verður Transvaal bresk landareign«. Hann sagði einnig, að Vaal-fljótið mundi fyr renna aftur á bak til upp- taka sinna, yfir Drakensberg, en England léti Transvaal laust. Aðalástæða Shepstones fyrir innlimuninni var sá fyrirslátt- ur, að Transvaal gæti ekki yfirbugað Secoecoeni og að Zúlú- ar ógnuðu að gera út af við Transvaal. Hvað Secoecoeni viðvíkur, þá hafði hann skömmu áður beðið um frið og Transvaal lýðveldið hafði sektað hann um 2000 nautgripi. Hvað Zúlúmenn snerti, þá varð lýðveldið aldrei vart við hina umræddu hættu. 400 borgarar höfðu gengið milli bols og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.