Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 27

Réttur - 01.02.1921, Side 27
Heillar aldar rangsleitni. 27 höfuðs á valdi Zúlúmanna 1838 og þessir borgarar höfðu krýnt (sett á konungsstól, H. H.) Panda, föður Cetewayos, árið 1840. Sir Bartle Frere viðurkendi í bréfi til Sir Robert Herbert, dagsettu 12. janúar 1879, að hann hefði ekki getað skilið, hvernig á því stóð, að Zúlúmenn hefðu látið Natal svo lengi í friði, fyr en hann heyrði, að Búar hefðu gersamlega yfir- bugað Zúlúa á dögum Dingaans. Skömmu fyrir innlimunina hafði lítill flokkur Búa elt Umbeline höfðingja á flótta inn í miðju Zúlúlands. En Colenso biskup bendir greinilega á, hversu svikull veiðihestur viðskiftin við Zúlúmenn voru. Pað hafði verið nokkurra ára ófriður milli Transvaal og Zúlú- manna út af landræmu við landamærin, sem Búar höfðu heimtað og haldið síðan 1869. Málinu var skotið undir dóm Shepstones fyrir innlimunina, meðan hann var enn þá í Natal, og hann úrskurðaði beint á móti Búum, Zúlúmönnum í hag. Petta mál gat því ekki gefið neina ástæðu tif, að ótt- ast árás af Zúlúmönnum í Transvaal. En óðar en Shepstone varð valdhafi í Transvaal, lýsti hann hlna umræddu land- ræmu að vera breska eign, og uppgötvaði, að það voru mjög sterkar ástæður fyrir þeirri fullyrðingu Búa, að Zúlúar ættu ekkert tilkall til landsins. Bulwer, landstjóri í Natal, skipaði landamerkjanefnd, sem úrskurðaði Zúlúmönnum í vil, en Shepstone barðist ákaft gegn úrskurði þeirra, og Bartle Frere og yfirfulltrúinn (High Commissioner) Wolseley fylgdu honum í blindni (Martineau: The Transvaal trouble, bls. 76). Niðurstaðan varð, að Eng- land sendi lokakröfur (Ultimatum) til Zúlúmanna og Zúlú- ófriðurinn, sem lækkaði mjög orðstír Englands meðal hinna innfæddu í Suður-Afríku, brautst út. Pað sést af þessu, að báðar aðalástæður Shepstones fyrir innlimuninni höfðu við alls ekkert að styðjast. Pað varð auðvitað erfitt fyrir ráðherrann (nýlendumála, H. H.) að vcrja tilskipanir sínar um, að innlimun Transvaals ætti því að eins að fara fram, að meiri hluti þjóðarinnar væri því

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.