Réttur


Réttur - 01.02.1921, Page 33

Réttur - 01.02.1921, Page 33
Heillar aldar rangsleiíni. 33 Hátignar er sent afrit af samningum þeim, sem lýðveldið óskar að gera, áður en þeir ganga í gildi, og hún hefir enga athugasemd við þá að gera. En því að eins hefir stjórn Hennar Hátignar rétt til að breyta slíkum samningum eða rifta þeim, að hægt sé að sýna fram á, að þeir geti orðið til óhags Bretum eða brezk- um nýlendum í Afríku. Að öðru leyti skal lýðveldið sjálft annast alia sína samninga við önnur ríki óháð afskiftum Bretaveldis.® í stað réttar brezku stjórnarinnar til að hafa eftirlit með öllum utanríkismálefnum vorum og að láta öll stjórnmála- sambönd vor ganga í gegnum hendurnar á hennar eigin um- boðsmönnum, komu þannig þessi miklu veigaminni réttindi til að samþykkja eða neita samningum og sáttmálum eftirað þeir voru gerðir, og þó því aðeins að þeir snertu hagsmuni Bretalands eða landeigna Hennar Hátignar í Suður Afríku. Pað var þessi 4. grein, sem gaf yfirlýsingu Derby lávarð- ar í Lávarðadeild þingsins um að kjarninn úr ákvæðinu um Yfirljensherradæmið stæði ennþá í samningnum, þótt orðinu hefði verið slept, nokkur Iitblæ af sannleika, og þá ekki nema litblæ aðeins. Það hefði verið réttara að segja að vegna þess að yfirlénsherradæminu var slept, þá var Suður-Aíríku-Iýð- veldið ekki lengur Vasalríki, heldur var nú orðið frjálst, óháð, fullvalda alþjóðlegt ríki og var fullveldi þess aðeins takmarkað af ákvæðum þeim, sem stóðu í 4. grein samningsins. Full- veldi þarf ekki nauðsynlega að vera ótakmarkað. Belgia er fullvalda alþjóðlegt ríki, jafnvel þótt hún sé skuldbundin til að vera ávalt hlutlaus. Suður-Afríku-lýðveldið heyrir vafa- laust undir þennan flokk ríkja, sem liafa fullveldi takmarkað á einn eða annan ákveðinn hátt. En að það hefir fullveldi, er engu að síður ómótmælanlegt, það mun verða bpnt á það síðar, hvernig þessari afstöðu, sem er eflaust hin rétta, hefir stöðugt verið| haldið fram af stjórn Suður-Afríku-lýðveldisins en fyrst verðum vér að hverfa til hinnar sögulegu þróunar málsins. 2

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.