Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 36
36
Uéttar.
Ef gullnámurnar í Witwatersrand eru bornar saman við
gullnámur í öðrum löndum, þá er það víst, að það er hægt
að fullyrða, að ekki sé til neitt námuhérað í heimi, sem bet-
ur sé stjórnað en Witwatersrand.
þetta er því nær samhljóða álit manna, sem haft hafa
margra ára reynslu í gullnámunum í Californíu, Ástralíu og
Klondyke.
Að svo miklu leyti sem Suður-Afríku snertir, þá er nóg
að nefna sem dæmi demantanámurnar í Vestur-Griqualandi,
þegar þær voru beinlínis undir sfjórn brezku stjórnarinnar.
Pá sást þar varla annað en stöðugar uppreistir, uppþot og
óútmalanleg óvissa um og hætta fyrir líf og eignir.
í viðaukanum er útdráttur úr vitnisburði manna, sem sáu
með eigin augum óstjórn þá, sem sérkendi ástandið í dem-
antanámunum meðan þær voru undir brezkri stjórn; ástandi,
sem er jafn ólíkt ástandinu í Witwatersrand-gullnámunum
eins og nótt er degi. Seinna meir mun verða minst á stjórn-
arfyrirkomulagið í gullnámuhéruðunum í Suður-Afríku-lýðveld-
inu. Eins og stendur verðum vér að renna angunum yfir
viss öfl, sem höfðu sprottið upp og vaxið við demtantanám-
urnar í Höfðanýlendunni og sem hafa innleitt ný og afar
mikilsverð atriði í ástandið í Suður-Afríku.
Stjórnmálastefna Breta í Suður-Afríku hafði hingað til verið
öðru h'oru og að meiru eða minna leyti undir áhrifum her-
valdsarida og þessa innlimunar ákafa, sem er svo sérkenni-
legur fyrir viöskiftagáfur þjóðarinnar. Pað var samt sem áð-
ur stjóinmálastefna, sem að öðru leyti hafði verið haldin á
beinum línum og hægt væri að réttlæta með því að segja,
að hún hefði verið nauðsynleg til hagsmuna alrikisins. En
auðvaldið var sá nýi leikandi, sem nú var í þann veginn að
koma fram á leiksviðið í mikilsverðu hlutverki í sögu Suður-
Afríku. Hinn náttúrlegi mismunur milli manna kemur best
fram í hinum breytilegu áhrifum, sem einn maður getur haft
á annan. Ptssi áhrif geta verið trúarlegs, siðferðilegs, stjórn-
arfarslegs eða beinlínis efnalegs eðlis. Efnaleg áhrif koma
venjulega fram sem peningaviðskifti eða »hinn fjárhagslegi