Réttur - 01.02.1921, Side 37
Heillar aldar rangsleiíni.
37
hlekkur«, eins og enskur rithöfundur hefir kallað það. Ó-
venjulegt samband af þess konar áhrifum leiðir til auðvalds,
alveg eins og óvenjulegt samband af stjórnarfarslegum áhrif-
um leiðir til harðstjórnar, og óvenjulegt samband af trúar-
legum áhrifum leiðir til klerklegs ofríkis. Auðvaldið er sú
nútíma hætta, sem ógnar að verða jafn hættuleg mannkymnu
eins og hin stjórnarfarslega harðstjórn gamla austoena heims-
ins og trúarofstæki og ofríki miðaldanna voru, hver á sín-
um tíma.
I hluta heimsins, sem er jafn auðugur af öllum möguleg-
um málmefnum eins og Transvaal er, þá er það eðlilegt, að
auðvaldið hafi afarmikið að segja. Til allrar óhamingju þá
hefir það frá því fyrsta reynt í Suður-Afríku að fara langt
út fyrir sitt Iögmæta starfsvið; það hefir reynl að ná stjórn-
arfarslegum völdum og að láta allar aðrar stjórnir og áhrif
vinna að sínu eigin markmiði. Hve vel því hefir tekist, er
greinilega hægt að sjá af því, að í dag stendur öll Suður-
Afríka á hyldýpisbarmi, og getur orðið hrundið niður í djúpið
áður en blekið er þurt á blöðum þessum.
Andi auðvaldsins fann imynd sína í hr. Cecil Rhodes, sem
tókst að bræða hin áköfu og andstæðu hagsmunamál demanta-
námanna saman í eitt voldugt félag, sem hann er formað-
ur fyrir.
Jafnvel þótt hann sennilega hafi enga framúrskarandi stjórn-
málahæfileika, þá var hann ómótstæðilega dreginn inn í stjórn-
málin af mikilvægi hagsmunamála sinna. Með aðstoð sinna
fjárhagslegu áhrifa, samfara tvöföldum skamti af teygjanleik
fyrir sainvisku hans, þá tókst honum að komast svo langt,
að verða forsætisráðherra Höfðanýlendunnar, og var öflug-
lega og eindregið studdur af flokki Afríkumanna. Afríku-
menn trúðu á hann vegna þess, að þeir sáu með djúpri al-
vöru þörfina fyrir samvinnu og sambræðslu hinna tvéggja
hvítu þjóðerna í Suður-Afríku, og hann, sem drottinhollur
Englendingur, er hafði traust afríkönsku nýlendumannanna,
virtist þeim vera rétti maðurinn til að framkvæma hugsjónir
þeirra.