Réttur


Réttur - 01.02.1921, Side 46

Réttur - 01.02.1921, Side 46
46 Réttur. eins og t. d. lögin, sein ákváðu um, að hægt væri að reka hættulega einstaklinga út úr ríkinu, og lögin um, að hægt væri að banna öreigum og fólki með sóttnæma sjúkdóma að koma inn í lýðveldið (hraðbréf 12. ág. 1896. 21. ág. 1896, 17. febr. 1897, C 8423 og C 8721). Þessi lög voru sögð að koma í bága við 14. gr. Lundúnasamningsins. Því var einnig haldið fram, að 4. grein hefði verið brotin með tilliti til framsölu á glæpamanni og vissra samninga, sem gerðir hefðu verið milli Suður-Afríku-lýðveldisins og útiendra ríkja (hraðbréf frá 6. mars 1897, C 8423). Stjórn Suður-Afríku- lýðveldisins sendi þann 7. maí 1897 mjög mikilvægt svar við ásökunum þessum, þar sem hún, eftir að skýra fyllilega frá því, hvers vegna hún getur ekki verið sammála stjórn Henn- ar Hátignar, skýtur málinu til gerðardóms sem hinnar heppi- legustu leiðar til að gera út um þrætumálið. Áfrýjun þessi var orðuð á eftirfarandi hátt (Hraðbréf: 7. maí 1897, No. 3, C. 8721.). »Um leíð og hún virðir skoðanir þær, sem haldið er fram af stjórn Hennar brezku Hátignar, þá leyfir hún sér í fullu trausti til þess, að hennar eigin skoðanir séu hárréttar, að stinga upp á því við stjórn Hennar Hátignar, að málið sé lagt í gerðardóm, og hefir hinn háttvirti forseti fólksráðsins (First Volksraad) fallist á það í þeirri von, að því verði tekið með hinum sama sáttgirnisanda, sem uppástungan er gerð í. Hún álítur að hún hafi fullar ástæður til að gera þessa tillögu, og það því fremur, sem gerðardómur er nefndur í samn- ingnum, til að gera út um hin einu mál, sem samkvæmt skoð- un hennar á þeim tímum, gat hugsast að yrði ágreiningur um. Pað er að segja, með tilliti til fyrstu greinar; af því það hefir þegar verið lagt til af stjórn Hennar Hátignar og sam- þykt af þessari stjórn með tilliti til skoðana mismunar á 14. grein, samningsins, sem kom frain út af hinu svo kallaða Cooliemáli, og sem var gert út um með gerðardómi; af því að hinn háborni ráðherra, hr. Chamberlain hefir sjálfur í bréfi 4. sept. 1895 til hans ágætis, yfirumboðsmannsins í Höfðaborginni (Cap Town) mælt með þessari aðferð í sama

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.