Réttur


Réttur - 01.02.1921, Síða 49

Réttur - 01.02.1921, Síða 49
Um verðfræði. Verðfræðin er einn kafli þegnfélagsfræðinnar, sem skýrir uppruna, myndun verðsins og eðli þess. Um verðfræðina hefir ekkert að kalla verið ritað á íslenzka tungu; væri því sízt vanþörf að gera ofurlitla tilraun þess, að skýra myndun verðsins, vöxt þess og viðgang. . Til þess að skýra þetta frá rótum, verður að byrja á því atriði, sem alt mat og verð- myndun byggist á, en það eru þarfir okkar mannanna. t*arfir. Flestir munu kannast við að vinnan veldur leiða, er til lengdar lætur; þrátt fyrir það vinna menn. Þess vegna hlýtur einhver hvöt, sem er sterkari en starfsleiðinn, að knýja menn áfram til að leggja á sig erfiði vinnunnar. Þessari hvöt valda ófullnægðar þarfir. Þarfirnar eru því frumorsök athafnahvatarinnar. Þarfirnar þróa hneigð, löngun, þrá og fýsn og magna ástríður. Þarfirnar hvessa viljann, auka ork- una og beina huganum að markinu. Megnum við ekki að kæfa þarfirnar með skynsemi eða sjálfsafneitun, verðum við að kaupa okkur fullnægju þeirra, færa þeim fórnir, t. d. með erfiði vinnunnar. Fyrst kennum við þarfarinnar; hún er upp- hafið, fullnægjan endirinn. En milli þeirra er nytsemin — meðalfari þarfar og fullnægju. Fullnægjan kemur á jafnvægi, en þörfin rís aftur úr rotinu og veldur jafnvægisleysi. Af þessu má sjá, að viðfangsefni verðfræðinnar eru jafnvæg- isatriði. Parfirnar þróast fyrir orkueyðslu Iíkamans. Verður þeirra í fyrstu vart sem ógeðfeldra kenda, er koma fram í ýmsum myndum, svo sem sárt hungur eða grimmur hefndarhugur. Eru þær fjölmargar og mismunandi og má flokka þær á 4

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.