Réttur


Réttur - 01.02.1921, Síða 51

Réttur - 01.02.1921, Síða 51
Um verdfrœði. 51 un, hvort heldur það er brauð eða brennivín, kaffi eða krínólínur. Pessir nýnefndu hæfileikar fullnægjuefnanna eru þó ekki nægilegir til þess að skapa nytsemina. Skilyrði hennar er einnig, að ekki sé svo mikið fyrir hendi af vörunni eða efn- inu, að sérhver geti fengið fyrirhafnarlaust nægju sína. Sé svo, kallar enginu efnið verðmætt. Má þar til nefna sólskin, andrúmsloft og vatn að nokkru leyti. En jafnskjótt og skort- ur verður einhvers fullnægjuefnanna, taka menn að kosta kapps um að öðlast það, fara sparlega með það og telja það nytsamt og verðmætt. Nú hefir verið skýrt frá uppruna og skilyrðum nytseminn- ar. f*essu næst verður talað um lögmál hennar og tegundir. Reynslan sannar, að þörfin dvínar og hverfur loks í full- nægjunni og getur loks orðið »negativ«, sbr. söguna um Mídas konung. Sérhvert fullnægjuefni getur haft mjög mismunandi þarf- leikastig, alt eftir því, hvort fyrir 'hendi er gnægð þess eða skortur. Til frekari skýringar má taka dæmi um þyrstan bindingsmann. Honum er borin blanda í fðtu og bolli. Fyrsta blöndubollann svelgir hann af mikilli nautn, og nyt- semisstig hans er t. d. 64, annars 50, þá 40, 30, 20, 15, 10, 5 og þess síðasta 0. Séu tölur þessar skrifaðar í dálk hver niður undan annari, kallast dálkurinn nytsemisdálkur. Mismunur talna þessara nefnist stiglækkun nytseminnar. Dæmi þetta sýnir, að þorstinn, blönduþörfin, þverr því meir, sem bindingsm. drekkur, og er fullnægt með áttunda bollanum, því að níundi bollinn veitir enga nytsemi. Nytsemin stendur |aá í öfugu hlutfalli við neyzlumagn fullnægjuefnisins. Pví nieir sem drukkið er, þess minni nytsemi fyrir hverja ein- ingu. Retta nefna menn lögmál hinnar jafnþverrandi nytsemi. í dæminu hér á undan voru teknar 8 neyzlueiningar. Átt- unda einingin kallast takmarkaeining og nytsemi hennar loka- nytsemi (þ. e. nytseini síðustu ein., sem neytt er). Leggjum við nytsemisstig eininganna saman, fáum við heildarnyisemina (64+50-f 40+30+20+15 + 10+5-1 0=234). Heildarnyt- 4*

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.