Réttur


Réttur - 01.02.1921, Síða 57

Réttur - 01.02.1921, Síða 57
Baðstofuhjal. Flutt á íþróttamóti á Grenjaðarstöðuin 26. júní 1921. Eitt hið fyrsta og eitt hið fegursta, sem eg sá í utanför- inni, voru plöntubaðstofurnar í Gautaborg. Húsin sjálf eru úr járni og gleri. Húsgrindin er ein stór gluggagrind úr járni, og húsið er ekkert annað en gluggagrindin og rúðurn- ar. Sum þeirra eru að breidd og hæð líkust íslenzkum fjár- húsum, og hafa hér um bil meðal fjárhúslengd. Það eru blómabaðstofur. Húsgarðinn er allur eitt blómabeð, nálega axlarhátt, og hæst í miðju. Svo eru blómabeð meðfram báð- um veggjum. Aðeins hægt að ganga á milli þeirra eftir endi- löngu húsinu, og fyrir garðahöfuðið. Reyndar vaxa blómin öll upp úr jurtapottum. Hver röðin er við hlið annari og hækka er fjær dregur ganginum, skifta þeír sjálfsagt þúsundum. En að ofan sést ekkert nema blóma- breiða, því blómin hylja pottana. Þarna eru samankomin hin fegurstu blóm frá blómskrýddustu löndum jarðarinnar. Blómunum er ómögulegt að lýsa. Menn verða að sjá þau. þó koma heildaráhrifin ef til vill mest af því, hve öllu er snildarlega fyrir komið. Mér lá við að segja, að alt, sem eg hefði áður séð af litskrúði væri daufur skuggi hjá þeirri dýrð, en þá hefði eg þurft að biðja norðurljósin afsökunar. Öll eru húsin upphituð. Hitinn er leiddur í pípum, sem liggja eftir endilöngu húsinu ýmist undir gólfinu eða ofar. Alstaðar er fólk að vinnu, að hreinsa, vökva, hagræða og líta eítir þvi, að hitinn sé hæfilega mikill í hverju húsi. Sum- staðar þarf hitinn að vera 10—12°, sumstaðar 12—15°,sum-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.