Réttur


Réttur - 01.02.1921, Síða 62

Réttur - 01.02.1921, Síða 62
62 Réttur'. Markmið skólans á að vera fyrst og fremst að efla þroska æskulýðs þjóðarinnar, og vernda þjóðerni hennar og tungu. Petta er markmið ungmennafélaganna. Skólinn er af sömu rótum runninn og stefnir að sama marki. Ungmennafélögin í héraðinu bera skólamálið uppi og eiga að fá hlutdeild í stjórn skólans. Það vona eg að reynist vel. Ungmennafélög- in hrífa með sér þá, sem ungir eru í anda, en losna jafnóð- um við hina, sem ekki geta fylgt æskunni lengur. Pau eiga því altaf að geta verið ung, og skólinn á að vera síungur, eins og íslenzk uppsprettulind. Skólinn á að vekja virðingu fyrir því og eftirsókn eftir því, sem íslenzkt er og gott, sem vaxið hefir og þroskast fyrir sérkennileik íslenzkrar náttúru og stáðhátta. Þess vegna á að leggja mesta áherzlu á, að kenna íslenzku og íslendingasögu, Iandafræði íslands og íslenzka náttúrufræði, íslenzk vinnu- brögð, hin beztu sem þekkjast, íslenzkar listir og íslenzkar íþróttir. Pó á ekki að gera tilraun til að skrúfa neitt af þessu aftur í forneskju, heldur á að beina huga nemendanna fram á við til að nema ný lönd á öllum sviðum. Skólinn á ekki að kenna norrænu aðallega, heldur nútíðar íslenzku, eins og hún er fegurst, og beina athygli nemenda að því, að láta hana þroskast og ná æ meiri fegurð og fullkomnun. Skólinn á að kenna sögu, en einkum á hann að kenna þjóðinni að skapa sér í framtíðinni fagra sögu. Skólinn á að kenna landafræði og náttúrufræði, en einkum á hann að kenna, hvernig ísland og íslenzk náttúra á að breytast, fegrast og fullkomnast fyrir elju, hugvit og snilli þeirra, er það byggja. Hann á ekki einungis að kenna gömul og ný listahandbrögð, heldur vekja áhugann til að skapa áður óþektar myndir. Hann á ekki að kenna fangbrögð í fornum stíl, heldur fim- lega, íslenzka glímu. En skólinn á einnig að opna fólkinu leið að erlendum menningarlindum. Pess vegna verður hann að kenna hverj- um nemanda eitt ertent tungumál, og kenna það nokkuð vel. Ekki verður tími til að kenna fleiri en eitt — og helzt ekki öllum hið sama. Ætti að láta velja milli tveggja tungumála — t. d. ensku og sænsku — eða fleiri, ef kenslukraftar Ieyfa.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.