Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 7
Alfrxði
Mmningimjóðs
Hafin er útgáfa á flokki uppflettirita meS al-
fræðibókarsniði, þar sem hverri fræðigrein um
sig verða gerð skil sjálfstætt í handhægri bók.
Vænta má árlega tveggja til þriggja binda nú
um nokkurt árabil. Fyrstu bindi safnsins eru
þessi:
Bókmenntir eftir Hannes Pétursson skáld. Ritið
geymir uppflettiorð, er snerta allar greinar
bókmenntafræði (bókmenntagreinar, stefnur,
bragarhætti, stílbrögð o. fl.), og hvílir megin-
áherzlan á íslenzku efni.
Stjörnufræði — Rímfræði eftir dr. Þorstein Sæ-
mundsson. Ritið skiptist í tvo hluta. í hinum
fyrri er að finna skýringar á nærfellt 600 atrið-
um úr stjörnufræði, geimvísindum og skyldum
greinum, í hinum síðari er greint frá merkingu
og uppruna helztu orða úr almanökum og
tímatali að fornu og nýju.
Meðal efnisflokka, sem væntanlegir eru í safni
þessu bráðlega, eru þessir: Rithöfundatal -
Jarðfræði - Veðurfræði - Læknisfræði - Tónlist -
Lögfræði - Eðlisfræði - Stærðfræði - Ásatrú og
þjóðtrú.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS