Réttur


Réttur - 01.04.1977, Page 12

Réttur - 01.04.1977, Page 12
Á 75 ára afmæli Sambands ísL samviimufélaga Sambandið og kaupfélögin hafa reynst traust- ustu stoðir byggðanna víðs vegar um land. Þau munu eftir megni halda áfram að gegna því hlutverki. En ætla verður, að þeir sem ráða lífi og dauða í fjármála- og viðskiptaheimi þjóðarinnar, sýni í verki að þeir meti þetta landvarnastarf. Magnús H. Gíslason (Þjóðviljinn 18 .febr. 1977) Samvinnufélög framleiðenda og neytenda hafa gert Sambandið að voldugri efnahagsstofnun, sem starfar á grundvelli íélagslegrar hugsjón- ar, lýðræðis og jafnréttis allra íélagsmanna. Benedikt Gröndal (Afmæliskveðja Alþýðuflokks- ins til SÍS, Alþbl. 22. febr. 1977) Á 75 ára afmæli Sambandsins ber að meta að verðleikum framlag þess til íslenskrar atvinnu- uppbyggingar, en vara eindregið við frekari útþenslu þess. Morgunblaðið (Leiðari, 20. febr. 1977) Ekki leikur á tveim tungum, að verkalýðshreyf- ingin og samvinnuhreyfingin eru og hafa verið þær tvær öndvegissúlur, sem borið hafa uppi það velferðarþjóðfélag sem hér hefur þróast á þessari öld. Björn Jónsson, forseti ASÍ (Afmæliskveðja ASÍ til Sam- bandsins, Tíminn 20. febr. 1977) Kaupfélögin voru eign fólksins sjálfs, ávöxtur samtakamáttar þess, og þeirra hagur, þegar öll kurl komu til grafar. Það stóð vörð um samvinnuhreyfinguna, hvernig sem að henni var vegið af þeim, sem ofsjónum sáu yfir við- gangi hennar. Jón Helgason (Tíminn, 20. febr. 1977) Gildi samvinnufélagsskaparins er meira en það, sem hægt er að leggja á fjárhagslega vog. Hitt er ekki síður mikilsvert, að hann glæöir félagsandann og samhuginn. Því verk- efni þarf að sinna ekki síst á viðsjárverðum og óráðnum tímum eins og þeim sem nú eru. Þórarinn Þórarinsson (Tíminn, 20. febr. 1977) Samvinnustarfið í landinu á undanförnum ár- um hefur bætt lifskjör fólks meira en nokkur önnur félagsmálahreyfing hefur gert og það hefur einnig verið fjölmörgum hinn besti fé- lagsmálaskóli, sem völ hefur verið á. Dagur (Leiðari 23. febr. 1977) Samvinnuhreyfingin þarf að eignast forustu sem hefur vit til þess að standa fast við hlið verkalýðshreyfingarinnar í kjaraátökum, for- ustu sem er nægilega framsýn til þess að skynja þær hættur sem nú steðja að íslensku þjóðinni, forustu sem er nógu skynsöm til þess að samfylkja með launafólki gegn ásókn er- lendra auðhringa og handlangara þeirra, for- ustu, sem ekki lætur eld hugsjónanna tala ,,í fölskva hjá gröfum frumherjanna". Svavar Gestsson (Þjóðviljinn, 20. febr. 1977) Samvinnustefnan eins og hún fæddist íslend- ingum var fyrst og fremst fagnaðarerindi fá- tækustu stétta þjóðfélagsins, eins og raunar í öðrum löndum. Þeim uppruna, því frumboð- oröi, mega forustumenn samvinnuhreyfingar aldrei gleyma. Andrés Kristjánsson (Ný þjóðmál, 22. febr. 1977)

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.