Vísir - 10.10.1977, Side 1
Allt um íþrótta-
viðburði helg-
arinnar í dag
Hann stakk bara nól
í fótinn ó mér og...
##
Guðjón Erlendsson markvörður Fram í handknattleik lœknaður
með kínversku nólarstunguaðferðinni
„Hann stakk bara nál I fótinn
á mér, lét mig svo hafa plástur
til aft setja yfir, og sagöi að ég
vröi góður af meiðslunum.
Svona cinfalt var það”.
Þetta sagði Guðjón Erlends-
son markvörður Fram i hand-
knattleik er við ræddum við
hann i gærkvöldi, en um helgina
gerðist það að kinverskur lækn-
ir komst með prjónana sina i
fótinn á Guðjóni og læknaði
hann samstundis!
„Þetta er alveg furöulegt, og
þaö er varla að ég sé farinn að
tráa þessu enn. Ég get nú hreyft
fótinn og snúið honum á allar
hliöar, en það var mér ekki
mögulegt áður.
Eg er alveg gáttaður á þessu!
fcg er búinn að eiga við þessi
meiösli á ökla að striða i 13
mánuöi, og hef verið frá æfing-
um og keppni. Þetta lýsti sér
þannig að ég gat ekki hlaupiö,
og ekki snúið neitt upp á fótinn
fyrir miklum sársauka sem þvl
fylgdi, og ég er búinn að ganga á
milli lækna með þetta án
árangurs.
En þessi Kinverji vissi greini-
lega hvað hann var að gera.
Hann þuklaði aðeins á mér ökl-
ann, og sagði samstundis aö
þetta væri ekkert mál. Hann
spurði bara hvort ég ætiaði að
fara að keppa strax!
Siðan stakk hann nálinni i fót-
inn á mér rétt fyrir neöan hné og
nuddaði aðeins yfir á eftir. Rétti
mér plástur með cinhverju
smyrsli á, og sagði mér að liafa
liann á i nokkra daga.
fcg verð að trúa þessu þótt það
sé' furöulegt. Ég er búinn að
snúa Jætinum á allar hliðar
fram og til haka og hoppa og
gera allskonar æfingar og það
bólar ekkert á sársauka. Hann
vill bara ekki koma.
Ætliég fariekki bara á æfingu
strax á morgun” sagöi Guðjón
að lokum, um leið og hann lýsti
enn einu sinni yfir undrun sinni
á þessari óvæntu lækningu kin-
verska læknisins með prjónana
sina. gk-
'
Þorbjörn Guömundsson kominn á fullri ferð inn á linuna I leik Vals og Vikings I gærkvöldi, og þeir
Þorbergur Aðalsteinsson og Viggó Sigurösson koma engum vörnum við. Ljósm. Einar
Standard í
efsta sœtið
„Það gengur vel hjá Standard
Liege og Asgeiri Sigurvinssyni”,
sagði Stefán Halldórsson, knatt-
spyrnumaður i Belgiu, þegar við
ræddum við hann i gærkvöldi, en
Standard hafði þá nýlokið við að
sigra belgisku mcistarana FC
Brugge með fjórum mörkum
gegn tveimur. Þvi miður reynist
ekki unnt að ná i Asgeir þessa
dagana, hann er nýfluttur og
hefur ekki fengið sima.
,,Ég tel góðar likur á þvi að
Standard takist að sigra i 1. deild-
inni i ár”, sagði Stefán. „Liðið er
geysilega sterkt og Ásgeir er þar
aðalmaðurinn og blöðin hér kepp-
ast við að hrósa honum. Hann fær
ekkert nema lof i blöðunum, enda
held ég að það megi fullyrða að
þetta sé besta keppnistimabil
hans hér. Standard náði forust-
unni með marki frá Riedel, en
Davis jafnaði og Lambart kom
Brugge yfir 2:1. En þá skoraði
Riedel tvivegis fyrir Standard og
Nickel innsiglaði sigurinn. Þeir
eru sterkir hjá Standard, og
mörkin þeirra i þessum leik voru
gullfalleg” sagði Marteinn..
Fjögur liðeru nú efst og jöfn i 1.
deildinni i Belgiu. Það eru meist-
ararnir FC Brugge, Standard
Liege, Anderlecht og Winterslag,
öll með 15 stig.
„Það gengur ekkerthjá okkur i
Royal Union, og um helgina töp-
uðum við fyrir Waterschei á úti-
velli með 3:1. Staðan var þó 1:1 i
siðari hálfleiknum og Union átti
mun meira i leiknum. En við
fengum á okkur mark og þá var
allt buið hjá okkur.
Við erum nú neðstir i deildinni
en Waterscheier á toppnum, hef-
ur aðeins tapað einu stigi.” —gk
Jafntefli hjó Fram
og Haukum
Þrátt fyrir að Framarar hefðu
haft yfirhöndina nær allan leikinn
gegn Haukum i 1. deild tslands-
mdtsins i handknattleik I gær-
kvöldi, voru það þeir sem máttu
þakka fyrir jafnteflið er upp var
staðið, en úrslitin urðu 21:21.
Framararnir byrjuðu vel, og
þeir komust fljótlega i 4:1. Þeir
héldu forustunni Ut allan hálfleik-
inn og munurinn var oftast þetta
1-3 mörk. Staðan I hálfleik var
10:8 fyrir Fram.
Þegar leiknar höfðu verið 20 af
30 mi'nútum i siðari hálfleiknum
var staðan 17:14 fyrir Fram, og
svo virtist sem Framarar væru
með unninn leik i höndum sér.
Sennilega hafa þeir einnig álykt-
að sjálfir að svo væri, þvi að þeir
fóru að slaka á i vörninni.
Þetta var Elias Jónasson fljót-
ur aö notfæra sér, og á stuttum
tima skoraði hann fjögur mörk
ifyrir Hauka, og var þá staðan
orðin jöfn, 19:19.
Ámi Hermannsson kom Hauk-
unum yfir 20:19 þegar rúmar
tvær og hálf minúta voru til leiks-
loka, en stuttu siðar var honum
vikið af leikvelli f 2 minútur. Ámi
Sverrisson jafnaöi 20:20 fyrir
Fram þegar ein minúta var eftir,
en Haukarnir voru ekki af baki
dottnir. Guðmundur Haraldsson
náði forustunni 21:20 fyrir Hauka
þegar 44 sek. voru til leiksloka, og
svo jafnaði Pétur Jóhannesson
fyrir Fram úr vitakasti þegar 15
sek. voru eftir og þar við sat,
Jafnteflið var sanngjarnt i
þessari viðureign, en vissulega
var það slök frammistaða Fram-
ara undir lokin sem kostaði þá
annað stigið i þessum leik.
Mörk Fram: Arnar 5 (4), Sigur-
bergur Sigsteinsson og Birgir Jó-
hannsson 3 hvor, Gústaf Björns-
son, Atli Hilmarsson og Arni
Sverrisson 2 hver, Pétur Jó-
hannesson, Guðjón Marteinsson
og Jóhannes Helgason eitt hver.
Mörk Hauka : Elias Jónasson 6,
Andrés Kristjánsson 5 (2), Ami
Hermannsson og Ingimar
Haraldsson 3 hvor, Sigurgeir
Marteinsson 2, Guðmundur
Haraldsson og Stefán Jönsson eitt
hvor.
Dómarar voru Kjartan Stein-
back og Kristján Om Ingibergs-
son. Þeir voru svipaðir ieikmönn-
unum i þessum leik, góðir á köfl-
um, en gerðu slæmar skyssur
þess á milli.
gk—•
Víkingar lögðu meistarana!
Það var sannkölluð úrslita-
stemning i Laugardalshöllinni i
gærkvöldi þegar Valur og Vik-
ingur léku þar i 1. deild tslands-
mdtsins I handknattleik. Þarna
áttust við tvö efstu liðin úr mótinu
ifyrra, þau lið sem flestir álita að
komi til meö að berjast um
íslandsmeistaratitilinn I ár
einnig. — Vikingur sigraði i gær-
kvöldi með 19:18 eftir hörkubar-
áttu, og var sigur þeirra verð-
skuldaður.
Vikingarnir byrjuðu með
miklum látum og skoruöu fjögur
fyrstu mörkin, og það var ekki
fyrr en eftir 9 minútur að Vals-
menn komust loks á blaö með
marki Steindórs Gunnarssonar.
Þessi munur hélst áfram út
hálfleikinn, Vikingur hafði ávallt
frumkvæðið I sinum höndum og
staðan i hálfleik var 10:7 þeim i
vil.
Um tima I siðari hálfleiknum
leit Ut fyrir að Vikingarnir myndu
vinna stórsigur gegn Islands-
meisturum Vals. Þeir voru
komnir með 6 marka forustu,
16:10, en þá tók leikurinn skyndi-
lega nýja stefnu.
I markið hjá Val kom ungur
piltur, Brynjar Kvaran, og hann
lokaði markinu næstu minút-
urnar. Valsmenn tviefldust viö
þetta, og þeir skoruðu næstu 5
mörkin i leiknum. Staðan orðin
16:15 fyrir Viking og skyndilega
komin geysilega mikil spenna i
leikinn.
Ólafur Einarsson skoraöi þá 17.
mark Vikings sem hafði ekki
skorað i einar 9 mfnútur, en Jón
P. Jónsson sem virtist loksins
vera búinn að „stilla miðið”
skoraöi strax með fallegu lang-
skoti, staðan 17:16 fyrir Viking og
rúma tvær minútur eftir.
En lengra komust Valsmenn
ekki. Arni Indriðason lyfti sér
fyrir utan Valsvörnina og skoraði
sitt fyrsta mark i leiknum með
langskoti og Páll Björgvinsson
skoraði siðan 19. mark Vikings
með fallegu gegnumbroti. Og þó
Valur skoraði tvö siðustu mörkin
kom það fyrir ekki, úrslitin voru
ráðin og Vikingarnir fögnuöu
mikið i' leikslok.
Vi'kingsliðið er svo sannarlega
ekki árennilegt fyrir andstæðinga
sina. Liðið hefur innan sinna raða
hvorki meira eöa minna en 7
menn sem eru i landsliðshópnum
i dag, og spá min er sú aö þeir
verði ekki apðsigraðir i vetur.
Þó sýndi liðiö ekkert sérstakan
leik aö þessu sinni, enda e.t.v.
ekki von. Þarna var taugaspenn-
an og það sem fylgir leik toppliða
i fyrirrúmi, barátta og harka á
báða bóga.
Það er sama sagan hjá Val, það
er nóg um mannskap og ekki
færrien 5 úr landsliðshópnum. En
munurinn á þeim og Vikingunum ,
er mikill, og liggur aðallega I þvi
hversu þyngri og svifaseinni þeir
eru. En það vita allir hvað þessir
piltar geta, og skyldi enginn af-
skrifa þá þótt þeir töpuðu þessum
leik.
Dómarar voru Karl Jóhannsson
og Hannes Þ. Sigurðsson og
dæmdu vel. «ir_