Réttur


Réttur - 01.10.1979, Page 16

Réttur - 01.10.1979, Page 16
ÚRVALSBÆKUR FRÁ IÐUNNI Hannes Pétursson: KVÆÐAFYLGSNI Um skáldskap eftir Jónas Hallgrímsson. í bókinni er fjallað um nokkur kvæði Jónasar og jafnframt varpað Ijósi á ævi- feril skáldsins. Kjörbók skáldskaparunnenda. MÁNASILFUR Safn endurminninga. Gils Guðmundsson valdi. í þessari bók eru úrvalsþættir eftir 26 höfunda og fyrirhugað að safnið verði í nokkrum bindum. Mánasilfur er fjölbreytilegt sýnis- horn íslenskrar frásagnarlistar, skuggsjá íslensks mannlífs fyrri tíðar. Stefán Hörður Grímsson: LJÓÐ Hringur Jóhannesson listmálari gerði myndskreytingar. Hannes Pétursson: KVÆÐASAFN 1951—1976 Jóhannes Geir listmálari myndskreytti — Þessar bækur eru heildarsöfn af Ijóðum tveggja af lisí- fengustu skáldum samtíðarinnar. Til útgáfunnar er vandað eftir föngum, og áformað að þessum bókaflokki verði haldið áfram. Haraldur Jóhannsson: PÉTUR G. GUÐMUNDSSON OG UPPHAF SAMTAKA ALÞÝÐU Viðtöl við Þorstein Pétursson um störf föður hans, en Pétur var einn stofnenda Dagsbrúnar og helsti forustumaður í ís- lenskri verkalýðshreyfingu á upphafsskeiði hennar. Að lokum minnum við á „ALDIRNAR“, hið vinsæla ritverk sem rekur á lifandi hátt í máli og myndum sögu þjóðarinnar síðustu 370 ár. Út eru komin níu bindi. Kjörgripir á hverju menningarheimili.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.