Vísir - 24.10.1977, Side 1

Vísir - 24.10.1977, Side 1
Allt um íþrótta- viðburði heíg- arinnar í dag Börkur og Arni til Akureyrar Allar likur eru á þvi að 1. deildarliði KA i knattspyrnu muni berast góður liðsauki fyrir kom- andi keppnistimabil, en þá leikur liöiö i fyrsta skipti i 1. deild. Börkur Ingvason úr KR mun leika með KA næsta sumar, og miklar likur eru á þvi að Arni Stefánsson fari norður og setjist þar aö. Þetta mun verða mjög mikill styrkur fyrir KA liðið, Arni er eins og flestir vita annar lands- liðsmarkvarða okkar og mjög góður sem slikur, og Börkur Ingvason er mjög sterkur varnar maður i mikilli framför og mun styrkja KA-vörnina mjög mikið. N'ú hefur verið frá þvi gengið að Jóhannes Atlason muni þjálfa KA-liðiðnæsta sumar en hann var einnig með liðið nú i sumar þegar það vann sér rétt til að leika I 1. deild. Þá hafa þær sögur gengið fjöllunum hærra að Gisli Torfa- son frá Keflavík væri einnig að fara norður, en er við ræddum við hann kvaðst hann ekki vita til þess að svo væri a.m.k. hefði ekk- ert verið rætt við sig. gk-. Piazza og Einar fengu verðlaun g ■ . "J: • fm M^fjl JjrjL ET jfl " iM |ImF"’ jli'>lf J ]ji rn í Sb| 1 1 1 tm m m m 1 A ■ LJÁ | i Reykjavikurmeistarar KR i körfuknattleik 1977. i aftari röö frá vinstri eru Steinar Jónsson formaður KR, Kristinn Stefánsson, Einar Bolla- son, Andrew Piazza, Kolbeinn Pálsson, Bjarni Jóhannesson, Jón Sigurðsson, Gunnar Jóakimsson, Eirikur Jóhanncsson, Carsten Christenssen, Arni Guömundsson, Agúst Lindal, Birgir Guðbjörnssor. og Helgi Agústsson, liðsstjóri. i fremri röð eru Reykjavikurmeistarar KR I 4. fl. óg litli pilturinn fremst á myndinni'heitir Hclgi Gunnar llelgason og er „lukkutröU" meistaraflokksliðsins. Visismynd Einar. KR tók stúdentana í kennslu í körfubolta — KR sigraði með 103 stigum gegn 70 og tryggði sér þar með Reykjavíkurmeistaratitilinn í körfuknattleik annað órið i röð Andrew Piazza, þjálfari og leikmaður KR varð stighæsti leikmaður Reykjavikurmótsins i körfuknattleik sem lauk um helg- ina. Piazza skoraði alls 142 stig I 5 leikjum eða 28,4 stig i leik að meðaltali. — Næstur í stigaskor- un varö Rick Hockenos Val en hann skoraði 117 stig, eða 23,4 stig i leik að meðaltali. Einar Bollason hlaut ein- staklingsverðlaun fyrir bestu vltahittni I mótinu. Einar tók 23 vítaskot og hitti dr 18 þeirra en það gerir 78,3% hittni. Bandarikjamaðurinn Michael Wood sem leikur með Armanni kom þar næstur. Hann tók 32 vita- skot og hitti úr 23 eða samtals 78,1% hittni og munaði þvi litlu á tveimur efstu mönnum. gk-. Aukakeppni þarf hjó konunum 1R sigraöi KR I leik liðanna I meistaraflokki kvenna I Reykja- vfkurmótinu I körfuknattleik um helgina með 54 stigum gegn 44, og urðu þau úrslit til þess að leika þarf allt mótið upp hjá kvenfólk- inu að nýju. Þrjú lið tóku þátt I mótinu, og fóru leikirnir þannig að K sigraði 1R — siðan sigraði KR-liö 1S og svo vann ÍR lið KR sem fyrr sagöi. öll liðin hafa þvi tvö stig, og þvi verður að keppa á nýjan leik. KR hafði fádæma yfirburði I úr- slitaleik sinum gegn 1S I Reykja- vikurmótinu I körfuknattleik sem fram fór I Hagaskólanum á laugardaginn. KR sigraði með 103 stigum gegn 70 og tryggöi sér þar með Reykjavfkurmeistaratitilinn annað árið i röð. Eins og KR lék i fyrri hálfleik var ekki nokkur von fyrir IS- menn að halda i viö þá. KR- ingarnir léku stórkostlegan körfuknattleik og var sama hvort um var að ræða vörn eða sókn, þaö var sannkallaður meistara- bragur á liðinu, og það er ljóst að KR verður ekki stöðvað svo auð- veldlega i körfuboltanum f vetur. Innan skamms stóð á töflunni 24:8, og var raunar aldrei nein spurning um þaö hvort liðið myndi sigra, einungis var spurt aö þvi hvað KR myndi sigra meö miklum mun. Það er erfitt að gera upp á milli leikmanna KR, en þó held ég að enginn geti móðgast þótt snill- ingurinn Jón Sigurösson sé nefnd- ur þar fyrst. Sá frábæri leikmaö- ur fellurm jög vel inn i KR-liöið og er reyndar þegar farinn að stjórna spili liðsins að verulegu leyti. Snilli hans er mikil, og þaö hefur ekki veriö neinn smávegis fengur fyrir KR að fá þessa stjörnu.gegn IS áttihann margar stórsnjallar sendingar sem gáfu siðan körfu, og sjálfur skoraði hann 26 stig á fjölbreyttan hátt. Andrew Piazza, þjálfari KR og framherji, var einnig i miklu stuði i leiknum, og skoraði hvorki meira eða minna en 50 stig. Var hittni hans i fyrri hálfleik alveg stórkostleg, og raunar ekki nema tvö fyrstu skotin sem fóru ekki i körfu IS. Hann skoraði á fjöl- breytilegan hátt, með langskot- um, með gegr.umbrotum og tveim gullfallegum körfumeftir enn fal- legri sendingar Jóns Sig. Þá gaf Jón boltann upp og lét hann koma við körfuhringinn, þar sem Piazza var mættur og tippaði boltanum i körfuna. Fleiri mætti nefna, Kolbein Pálsson, Einar Bollason, Bjarna Jóhannesson og Gunnar Jóakims- son, breiddin er mikil hjá KR og liöið verður ekki hvað sist sterkt sökum þess. IS-liðið lék þennan leik ekki vel, en ástæöan fyrir þvi er eingöngu sú aö leikmenn IS voru hreinlega yfirspilaðir af miklu betra liöi. Þeir sem skáru sig þar úr voru Jón Héðinsson og Kolbeinn Kristinsson. Stighæstir þeirra voru Jón Héðinsson með 23 stig, og Bjarni Gunnar Sveinsson sem lék sinn 200. leik með meistara- flokki 1S með 19 stig. Dómarar voru Þráinn Skúlason og Sigurður Valur Halldórsson og voru slakir. Valur— Ármann: 77:63 Valsmenn tryggöu sér á föstu- daginn 2. sætið i mótinu er þeir sigruðu Armann meö 77 stigum gegn 63, eftir að hafa haft yfir i hálfleik 39:30. Var sigur Vals aldrei i hættu i leiknum. Stig- hæstu menn Vals voru Torfi Magniisson með 19 stig og Rick Hockenos meö 18 stig, sá siöar- nefndi með mjög góða hittni. Hjá Armanni var Atli Arason stighæstur með 19 stig, Jón Björgvinsson með 17. En lokastaöan i meistaraflokki karla i Reykjavikurmótinu i körfuknattleik varð þessi: KR 5 5 0 463:339 10 Valur 5 4 1 376:337 8 IS 5 3 2 433:391 6 Fram 5 2 3 398:412 4 Armann 5 1 4 442:407 2 IR 5 0 5 303:458 0 gk — Bœði Valur og FH komust í 2. umferð — Valsmenn unnu bóða leikina í Fœreyjum en FH kemst ófram þrátt fyrir tap í Finnlandi Bæöi FH og Valur tryggðu sér um helgina rétt til að leika I 2. umferð Evrópukeppninnar I handbolta. Valsmenn léku tvo leiki I Fær- eyjum gegn færeysku meist- urum Kyndils. Eftir erfiða ferö til Færeyja, gengu Valsmenn til fyrri leiksins á föstudagskvöldiö og unnu öruggan sigur 23:15 eftir að Kyndill hafði haft yfir I hálfleik 8:7! 1 siðari hálfleik voru yfirburð- ir Vals enn meiri. Þeir unnu þá 30:16, og þvi sigruðu þeir sam- tals meö 55 mörkum gegn 29 og eru þvi komnir i 2. umferö Evrópukeppni meistaraliða. Valsmenn róma mjög allar móttökur I Færeyjum sem þeir segja að hafi veriö til fyrir- myndar. Mikill áhugi var fyrir leikj- unum IFæreyjum, troðfullt hús á fyrri leiknum, en mun færri á slöari leiknum af skiljanlegum ástæðum. FH tapaði 21:25 I siöari leik sinum I keppni bikarmeistara gegn finnska liðinu Kiffen. Vegna verkfallsins er ekkihægt að hringja til útlanda, og höfum við þvi litlar fregnir af leiknum. En FH er komiö I 2. umferð meö samanlagða markatölu 50:38.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.