Fréttablaðið - 18.03.2009, Qupperneq 5

Fréttablaðið - 18.03.2009, Qupperneq 5
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2009 Ú T T E K T stefnu sem unnið sé eftir í sam- starfi ríkisins og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. NAUÐSYN Á ÁBYRGRI EFNA- HAGSSTJÓRN Edda Rós Karls- dóttir, hagfræð- ingur í Nýja- Landsbankan- um, segir að vegna gja ld - eyris- og banka- kreppunnar þurfi vaxtaákvörðunin nú annars vegar að taka mið af mjög versn- andi efnahagshorfum, og hins vegar af hættunni á fjármagns- flótta úr landi – en slíkur flótti gæti magnað efnahagskreppuna enn meira. „Hingað til hafa þess- ir tveir þættir togast á í vaxta- ákvörðunum Seðlabankans – en það hefur nú breyst,“ segir hún. Umfang efnahagskreppunnar segir Edda Rós hins vegar slíkt að vaxtalækkun sé nauðsynleg. „At- vinnulífið ræður ekki við núver- andi vaxtastig og störf munu glat- ast að óþörfu auk þess sem háir innlendir vextir tefja fyrir því að skuldir heimila og fyrirtækja verði færðar úr erlendri mynt yfir í íslenskar krónur. Gjaldeyr- isáhættan í kerfinu er gríðarleg og nauðsynlegt er að ráðast í um- fangsmiklar skuldbreytingar til að draga úr henni.“ Hröð lækkun verðbólgunnar og tiltölulega stöðugt gengi krón- unnar segir Edda Rós valda því að hægt sé að lækka stýrivexti án þess að raunvextir lækki niður fyrir raunvexti í viðskiptalöndun- um. „Hættan á fjármagnsflótta er því ekki söm og áður, jafnvel þótt vextir verði lækkaðir töluvert. Samkomulag Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að viðhalda gjaldeyrishöftum dreg- ur auk þess úr líkum á fjármagns- flótta í bráð, en ég vara eindreg- ið við að í stjórn efnahagsmála styðji Seðlabankinn sig við höftin til lengdar. Haftabúskapur er að mínu mati fullreyndur, bæði hér á landi og í gömlu ráðstjórnarríkj- unum, en hann skaðar efnahags- lífið stórkostlega til lengri tíma.“ Edda Rós segir því meðal mikil- vægustu verkefna Seðlabankans að útfæra tillögur um afnám hafta í áföngum. Ábyrg stjórn ríkisfjár- mála sé óaðskiljanlegur hluti af þeirri vegferð. „Ég legg til að vextir verði lækk- aðir um 150 punkta á fimmtudag- inn. Ef gengi krónunnar helst til- tölulega stöðugt og vísitala neyslu- verðs hækkar lítið í mars, þá kemur til greina að lækka vexti um 150 til 200 punkta til viðbót- EDDA RÓS KARLS DÓTTIR ar strax um næstu mánaðamót og taka mjög stór skref eftir það. Hraði og stærð vaxtalækkana mun þó meðal annars ráðast af aðgerð- um í ríkisfjármálum og efnahags- málum almennt. Ábyrg efnahags- stjórn er nauðsynleg til að koma í veg fyrir óbærilega skuldasöfnun ríkissjóðs og flótta einstaklinga og fyrirtækja úr landi. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu mun auka trúverðugleika ábyrgr- ar efnahagsáætlunar, greiða fyrir vaxtalækkunum og viðreisn efna- hagslífsins,“ segir Edda Rós Karls- dóttir. RÍKIÐ Í SJÁLFSKAPARVÍTI Ásgeir Jónsson, forstöðumað- ur greiningardeildar Nýja- Kaupþings, segist vilja hverfa með stýrivexti aftur í það stig sem þeir voru í fyrir banka- hrun og áætlun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Vextir færu þá í 15 prósentu- s t ig , my ndu lækka um 300 punkta. „Ég sé engin rök fyrir því að halda vöxt- um háum. Miðað við allan þann samdrátt sem væntanlegur er í kerfinu þarf að lækka stýrivexti strax og í samræmi við það sem er í öðrum löndum. Gjaldeyr- ismarkaðurinn er í höftum og engin rök að finna þar fyrir háu vaxtastigi.“ Að auki bendir Ásgeir á að ekki sé hægt að ráðast í alvöru aðgerð- ir til að bregðast hér við skuld- um heimila og fyrirtækja fyrr en við lægra stýrivaxtastig. „Lægri vextir eru algjör forsenda þess að hægt sé að taka á þeim málum og lækka greiðslubyrðina. Fyrir mér er í raun óskiljanlegt af hverju er ekki þegar búið að lækka vextina.“ Í annan stað segir Ásgeir fjár- málastjórnun ríkisins koma til með að verða mun auðveldari við lægra stýrivaxtastig. „Stór- an hluta af vaxtakostnaði rík- issjóðs má að stórum hluta til rekja til sjálfskaparvítis vegna þess ríkið ákvað að hækka vexti upp í núverandi hæðir. Þar með talið vaxtagreiðslur af erlendum innstæðum sem hér eru í kerf- inu.“ Mjög hröð vaxtalækkun segir Ásgeir að muni létta á þeim þrýstingi sem ríkið finnur fyrir. „Fyrst ekki var tekin ákvörðun um að opna fyrir gjaldeyrishöft- in er ekkert annað í spilunum en lækka vexti mjög hratt.“ Ásgeir kveðst jafnframt taka undir sjónarmið í þá veru að þegar horft sé til raunvaxtastigs sé eðlilegast að miða við vænt- ingar um verðbólgu, en ekki verðbólgu liðinna tíma. Trú- verðugleika Seðlabankans segir hann minna mál við þessar að- stæður þegar Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn sé í raun við stýrið við stjórn efnahagsmála. „Auk þess á ég bágt með að skilja hvaða trú- verðugleiki fengist með því að lækka ekki vexti hratt.“ Peningastefnunefnd Seðlabank- ans tekur ákvarðanir um beit- ingu stjórntækja bankans í pen- ingamálum, samanber 4. grein laga 5/2009 um breytingu á fyrri lögum um Seðlabankann. Lögin voru samþykkt undir lok síðasta mánaðar. Stjórntæki bankans eru vaxtaákvarðanir hans, til- tekin viðskipti við lánastofnan- ir, ákvörðun bindiskyldu og við- skipti á gjaldeyrismarkaði sem hafa það að markmiði að hafa áhrif á gengi krónunnar. Í peningastefnunefnd eiga sæti Svein Harald Øygard seðla- bankastjóri, formaður nefnd- arinnar, Arnór Sighvatsson að- stoðarseðlabankastjóri og Þór- arinn G. Pétursson, starfandi aðalhagfræðingur Seðlabank- ans. Þá skipaði forsætisráðherra í byrjun mars tvo sérfræðinga í nefndina, þau Anne Sibert, doktor í hagfræði og prófessor við Birkbeck College, Univer- sity of London og Gylfa Zoëga, doktor í hagfræði og prófessor við Háskóla Íslands. Peningastefnu nefnd Seðla bankans ÁSGEIR JÓNSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.