Fréttablaðið - 18.03.2009, Page 6
MARKAÐURINN 18. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR6
S K O Ð U N
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón
Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur-
inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með
Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
Nú er komið að því að Íslending-
ar ákveði hvort þeir ætla að taka
höndum saman um að rífa sig upp
úr svartnætti vetrarins og horfa
fram á veginn með markvissri
uppbyggingu samfélagsins eða
halda áfram að vorkenna sér.
Ég geri ekki lítið úr þeim mikla
vanda sem við er að fást vegna at-
vinnuleysis, erfiðrar skuldastöðu
heimila og atvinnulífs, gjaldeyris-
hafta og þeirra alvarlegu tafa sem
orðið hafa á endurreisn bankakerf-
isins.
Mikilli orku hefur verið eytt í að
leita svara við því hvað fór útskeið-
is og finna þá sem bera ábyrgð.
Löggjafinn hefur þegar komið á
fót rannsóknarnefnd og embætti
sérstaks saksóknara sem hafa
það verkefni að leiða sannleikann
í ljós og láta þá svara til saka sem
kunna að hafa gerst brotlegir. Ég
tel mikilvægt að sú vinna fari fram
á þeim vettvangi. Við verðum að
treysta réttum yfirvöldum fyrir
því og láta af þeirri iðju að taka
fólk unnvörpum af lífi án dóms og
laga. Slík vinnubrögð munu ekki
leiða til farsældar. Alþingi götunn-
ar bætir okkur ekki.
Í ræðu minna á nýafstöðnu iðn-
þingi hvatti ég fjölmiðla og aðra
áhrifaaðila í þjóðfélaginu til að
fara nú að horfa út úr myrkrinu
og leggjast á árar með þeim sem
vilja taka til við það af krafti að
byggja samfélagið upp að nýju.
Í efnahagslegu tilliti verður sú
uppbygging að fara fram með auk-
inni verðmætasköpun í atvinnulíf-
inu. Við þurfum öflugan hagvöxt.
Við þurfum að skapa störf til að
sporna við atvinnuleysi. Við þurf-
um að efla útflutning og gjaldeyr-
issparandi framleiðslu í landinu.
Við þurfum að nýta orkuauðlind-
ir og allar aðrar auðlindir lands-
ins af fullum þunga en einnig af
skynsemi. Við höfum ekki efni á að
láta nein tækifæri fram hjá okkur
fara. Við höfum ekkert að gera
við stjórnvöld eða embættismenn
sem hamla gegn uppbyggingu og
standa í vegi fyrir verðmætaskap-
andi atvinnufyrirtækjum.
Á iðnþingi var fjallað um þau
miklu tækifæri sem Íslendingar
eiga þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir
skugga vandamála og ógnvekjandi
atburða á liðnum mánuðum ríkti
bjartsýni á iðnþinginu. Við gerum
okkur ljóst að það býr mikill kraft-
ur í Íslendingum. Við eigum mikl-
ar auðlindir. Við eigum menntað
fólk og við eigum fólk sem er vant
að takast á við sveiflur og erfið-
leika – og sigrast á þeim.
Vandinn sem við er að fást er
að hluta til huglægur þó hann sé
einnig býsna áþreifanlegur. Við
verðum að trúa því að Íslending-
ar geti náð sér á strik með öflugri
atvinnuuppbyggingu og aukinni
verðmætasköpun. En það verður
einnig að gera þá kröfu að stórlega
dragi úr niðurrifi og neikvæðni.
Það skilar okkur engu nema von-
brigðum.
Íslenskur iðnaður gegnir mikil-
vægu hlutverki í verðmætasköp-
un Íslendinga. Iðnaðurinn verð-
ur að leggja mikið til hagvaxtar
næstu ára ef endurreisnin á að tak-
ast fljótt og vel. Þar verðum við að
treysta á hina miklu breidd iðnað-
arins, allt frá sprotafyrirtækjum
til stóriðju og allt þar á milli.
Nú þarf að ljúka nokkrum for-
gangsmálum til þess að hjólin fari
að snúast í rétta átt:
1. Fyrsta krafan er áfram um
lækkun vaxta, afnám gjaldeyris-
hafta eins fljótt og aðstæður leyfa
og endurreisn stóru bankanna
þannig að þeir geti af fullu afli
sinnt grunnviðfangsefnum sínum,
þjónustu við fólk og fyrirtæki.
2. Það þarf að greiða úr óvissu
varðandi sparisjóði og smærri
fjármálafyrirtæki, m.a. með því
að nýta lagaheimildir til að leggja
þeim til 20% eiginfjárframlag þar
sem líklegt er að það dugi þeim til
að komast á beinu brautina. Þessi
fyrirtæki eiga að geta gegnt mik-
ilvægu hlutverki í starfsemi á fjár-
málamarkaði og skapað mótvægi
við núverandi ríkisbanka og aukið
samkeppni þegar eðlilegt ástand
skapast.
3. Það þarf að taka af skarið
varðandi úrlausnir í bankakerf-
inu vegna framvirkra samninga
sem atvinnulífið og lífeyrissjóðir
gerðu í góðri trú áður en bankarn-
ir hrundu. Þessi mál hafa verið til
umfjöllunar í allan vetur án niður-
stöðu. Það er farið að skaða starf-
semi aðila mjög alvarlega. Ekki
verður lengur undan því vikist að
höggva á hnútinn.
4. Það þarf hið fyrsta að taka af-
stöðu til niðurfellinga og leiðrétt-
inga á uppsöfnuðum skuldum fólks
og fyrirtækja vegna ofurvaxta síð-
ari ára, gengistapakostnaðar sem
er að sliga allt of marga. Ýmsar
hugmyndir hafa verið uppi, m.a.
frá framsóknarmönnum um 20%
niðurfærslu. Þær hafa ekki feng-
ið næga athygli fyrr en allra síð-
ustu daga. Hugmyndum þeirra,
sem fleiri hafa nú tekið undir, er
ekki hægt að henda óræddum
út af borðinu nema
stjórnvöld og önnur ráðandi öfl
komi með betri lausnir.
5. Þá vil ég vara við hugmyndum
um stofnun sérstaks eignaum-
sýslufélags ríkisins sem hefði það
hlutverk að taka til sín „þjóðhags-
lega mikilvæg“ fyrirtæki með það
að markmiði að endurskipuleggja
þau fjárhagslega og ráðstafa þeim
síðan eftir einhver ár í ríkiseigu
og ríkisrekstri. Þetta er afleit hug-
mynd og brýnt er að leiða Alþingi
það fyrir sjónir að stofnun þessa
félags væri afleikur. Íslendingar
hafa næga reynslu af fyrirbærum
eins og Framkvæmdastofnun rík-
isins sem sett var á stofn í byrjun
áttunda áratugarins, Hlutabréfa-
sjóðnum sem stofnaður var í lok
níunda áratugarins og öðru slíku.
Sporin hræða og starfsemi slíkra
stofnana var kölluð „sjóðasukk“ af
sumum og það tók langan tíma að
greiða úr þeim vandamálum sem
urðu til með starfsemi þeirra. Það
verður að leysa vanda stærri fyr-
irtækja með öðrum hætti en stofn-
un eignarhaldsfélags ríkisins að
sænskri fyrirmynd. Við skulum
nú varast að sækja allar lausnir
og sannleikann til útlanda! Nýtum
okkur eigin reynslu – m.a. af því
sem gert var rangt fyrir áratugum
með vanhugsuðum stofnunum.
Nú er mikilvægt að ríkisstjórn
og Alþingi afgreiði brýnustu mál
áður en kosningabaráttan tekur
við af löggjafarstörfum. Það er
ekki hægt að bíða fram í mai eða
júní eftir að ný ríkisstjórn geti
farið að beita sér af krafti.
Ef Íslendingar taka nú réttar
ákvarðanir og fara að horfa fram
á veginn til að vinna úr því sem er
jákvætt og mögulegt þá mun rofa
fyrr til á Íslandi en ætlað hefur
verið.
Jákvæð teikn eru aðeins farin
að sjást úti í hinum stóra heimi.
Ástand mála á heimsmarkaði varða
okkur miklu. Ben Bernanke, seðla-
bankastjóri Bandaríkjanna, sagði í
samtali við CBS-sjónvarpsstöðina
í byrjun þessarar viku að
hann væri þegar farinn
að sjá „græna sprota“
efnahagsbatans.
Það eru góðar
fréttir.
Grænir sprotar efnahagsbatans
Helgi
Magnússon
formaður
Samtaka iðnaðarins.
O R Ð Í B E L G
VIÐTAL 60 MÍNÚTNA Í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS kvaðst Ben Bernanke
seðlabankastjóri BNA sjá „græna sprota“ efnahagsbatans. MARKAÐURINN/AP
1. Tenglar frá öðrum síðum,
sem vísa inn á þína, auka
umferð. Með því að fá aðra
til að tengja inn á þína síðu
eykur þú sýnileika hennar á
leitarvélum.
2. Notaðu lénið þitt á bréfs-
efni, nafnspjöld og annað
auglýsingaefni sem þú
gefur út.
3. Gefðu út rafrænt frétta-
bréf. Þannig má á ódýran
hátt kynna nýjar vörur eða
þjónustu og fjölga heim-
sóknum á vefinn.
4. Útbúðu „undirskrift“ í
tölvupóstinn þinn. Hún ætti
að innihalda nafn, síma-
númer, merki fyrirtækisins
og vefsíðuslóð.
5. Póstlisti er góð leið til að
auglýsa t.d. útsölur eða til-
boð. Tölvupóstur á póstlista
verður að hafa í för með sér
ávinning fyrir viðtakendur.
6. Auktu heimsóknafjöld-
ann og vertu með getraunir
á vefsíðunni og vegleg
verðlaun fyrir rétt svör.
7. Ertu bloggari? Hvernig
væri að halda úti fyrirtækja-
bloggi?
8. Fáðu sérfræðing til að
auka sýnileika síðunnar
þinnar með leitarvélabest-
un.
Á T T A G Ó Ð R Á Ð Í B O Ð I A L L R A Á T T A Jón Traus t i Sno r rason f ramkvæmdas t j ó r i A l l r a Á t ta eh f . www.8 . i s
Hollráð við vefsíðugerðina
Rétt er að halda til haga inntaki erindis Dr. Pedro Videla, prófessors í
hagfræði-við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, á árlegu Viðskipta-
þingi Viðskiptaráðs, undir lok síðustu viku.
Videla, sem er sérfróður um efnahagskreppur þjóðríkja, gaf þar
þjóðríkjum einkunn eftir því hversu viðkvæm þau væru fyrir efna-
hagskreppunni. Ísland og Spánn trónuðu í efstu sætunum sem veik-
ust fyrir, þar á eftir koma, með heldur skárri einkunnir, Bretland
og Bandaríkin. Einkunnina reiknaði prófessorinn út eftir þróun hag-
stærða frá árinu 2002 til miðs árs 2007, svo sem hvað varðar þróun
eignaverðs og skulda heimilanna.
Hér þekkjum við afleiðingarnar í hruni fjármálakerfis þjóðarinnar
og Spánverjar geta bara vonað að þeir rati ekki sömu leið. Ólíku er þó
saman að jafna, enda Spánn með bakland
í evrunni og Seðlabanka Evrópu.
Videla benti hins vegar á að afleiðing-
ar kreppunnar hér þyrftu ekki að verða
alvarlegri en í kjölfar annarra fjármála-
kreppna víða um heim, hvað sem liði
öllum spám um annað. Hann segir inn-
viði íslenska hagkerfisins raunar sterk-
ari en margra annarra ríkja og því fulla
ástæða til bjartsýni.
Vondar ákvarðanir geta hins vegar
gert erfiða stöðu þjóðarinnar enn verri
og vert að gefa gaum ráðleggingum
þeirra sem kynnt hafa sér fjármála-
þrengingar þjóðríkja. Videla varar til
dæmis við auknum ríkisútgjöldum sem
aðgerð til að vinna bug á kreppunni, þar
sem langtímaafleiðingar slíkrar stefnu
geti orðið mjög alvarlegar. Eiga þau
varnaðarorð samhljóm í orðum skugga-
bankastjórnar Markaðarins sem birt er
í dag, en þar kemur fram að ómarkviss útgjaldaaukning ríkisins gæti
orðið til þess að lengja tímabil hávaxta og binda hendur Seðlabanka
Íslands í vaxtatilslökun.
Annað sem Videla nefndi var að ekki væri skynsamlegt að hækka
skatta til að mæta fyrirsjáanlegum skorðum í fjármálum hins opinbera.
að hans mati er við núverandi aðstæður allt eins líklegt að skattahækk-
anir gætu beinlínis leitt til tekjusamdráttar fyrir hið opinbera.
Í umróti dagsins má nefnilega ekki gleymast að horfa til lengri fram-
tíðar. Hér finnast að vísu enn fyrirtæki með starfsemi á alþjóðavísu,
en hætt er við að þeim fari fækkandi í því umhverfi sem þeim er búið,
hvort heldur þau fara fyrir eigið tilstilli eða verða tekin yfir á útsölu
vegna krónunnar. Fyrirtæki með slíka starfsemi var fyrst hægt að
byggja hér upp eftir að hagkerfið var opnað og tekin upp fjórfrelsis-
ákvæði Evrópska efnahagssvæðisins. Óráð væri að hverfa aftur til
þeirra tíma að hér þrifust ekki nema smærri fyrirtæki sem einbeittu
sér að heimamarkaði.
Burtséð frá gjaldeyrishöftum ræður skattaumhverfið miklu um
tekjumöguleika ríkisins. Fall fjármálakerfisins í heimskreppunni
breytir því ekki að hér þarf að laða fyrirtæki og fólk að með hag-
felldu umhverfi. Því ætti ekki að blása af í hugsunarleysi hugmynd-
ir sem viðraðar hafa verið um jafna og lága skattprósentu á milli 10
og 15 prósentum. Í slíku skattkerfi væri þegar að finna kjarabót og
færð hafa verið rök fyrir því að það myndi skila ríkinu meiri tekjum
til lengri tíma litið.
Enduruppbygging opins alþjóðlegs hagkerfis kallar svo vitanlega
á fleiri breytingar. Þar eru peningamálin mikilvægust. Pedro Videla
sagði valið standa á milli upptöku evru með aðild að Myntbandalagi
Evrópu eða efnahagslegrar einangrunar.
Samanburður við kreppur annarra landa er Íslandi í
hag. Góður árangur er þó háður réttum ákvörðunum.
Hófleg bjartsýni
Óli kristján Ármannsson
Fall fjármálakerfisins
í heimskreppunni
breytir því ekki að
hér þarf að laða fyrir-
tæki og fólk að með
hagfelldu umhverfi.
Því ætti ekki að
blása af í hugsunar-
leysi hugmyndir sem
viðraðar hafa verið
um jafna og lága
skattprósentu.