Fréttablaðið - 01.04.2009, Síða 5

Fréttablaðið - 01.04.2009, Síða 5
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 F R É T T A S K Ý R I N G var kjölfestufjárfestir bankans. MARKAÐURINN/HARI í skaut sbankans Landsbankinn Upphæð í milljónum 2008 49.800 2007 9.900 2006 26.300 2005 11.600 Glitnir 2008 33.700 2007 38.900 2006 37.200 2005 23.000 Kaupþing 2008 36.800 2007 34.400 2006 17.760 2005 7.545 * HEIMILD: ÁRSUPPGJÖR BANKANNA. Ú T I S T A N D A N D I L Á N T I L B A N K A R Á Ð A 2 0 0 3 - 2 0 0 5 * „Það gildir það sama um bankaráðsmenn- ina og aðra. Kröfur þeirra verða innheimt- ar,“ segir Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis. Á meðal hefðbundinna aðferða eru samningar um að skuldunautar greiði lán sín til baka að sem mestum hluta eða bankinn taki þau til sín. Fjölmargar leiðir eru í skoðun, að sögn Árna. Í einhverjum tilvikum munu félög tengd bankaráðsmönnum ekki hafa burði til að greiða lán sín til baka nema að afar litlu leyti. Í öðrum tilvikum bjóða forsvars- menn félaganna hluta upp í greiðslu. „Við verðum að meta í hverju tilviki hvað við erum tilbúin til að ganga langt til að fá upp í kröfur,“ segir Árni. Lánin verða innheimt skráð voru erlendis liggja í gömlu bönkunum en kröfur á félög sem skráð voru hérlendis liggja í nýju bönkunum. Samson eignarhaldsfélag, kjöl- festufjárfestir Landsbankans, var skráð hér en fjöldi félaga sem tengd eru Björgólfsfeðgum voru skráð víða erlendis. Þá eru Ex- ista BV og Ega Invest BV, sem fóru með 34,58 prósenta hlut í Kaupþingi, bæði skráð í Hollandi. Tvö félög í nafni FL Group, sem fóru með samanlagðan 23 pró- senta hlut í Glitni voru sömuleiðis skráð þar. BANKALEYND Hvorki fengust upplýsingar hjá skilanefndum gömlu bankanna né þeim nýju um nánari skiptingu lánveitinga til bankaráðsmanna gömlu bankanna né félaga þeim tengdum. Sömuleiðis fengust ekki upplýsingar um það hvaða félög tengd bankaráðsmönnum fengu lánveitingar né hvaða upphæð var um að ræða. Vísað var til laga um bankaleynd í öllum tilvikum. Af þeim ástæðum er ekki hægt að fullyrða hvort stjórnarmenn Kaupþings og Glitnis sem sátu í krafti stærstu hluthafa hafi tal- ist til lántakenda. Þá vill Fjármálaeftirlitið ekki segja til um hvort lánveitingarn- ar hafi verið eða séu til skoðunar. Í einhverjum tilvikum geti reynt á reglur um stórar áhættur ef lán fari yfir 10 prósent (hámark 25 prósent) af eiginfjárgrunni banka. Við það yrði bankinn að gefa upplýsingar til Fjármála- eftirlitsins um þau lán. Að öðru leyti komi upplýsingar um lán og kjör á lánum til venslaðra aðila fram við reglulega skýrslusöfn- un eftirlitsins. ÁRNI TÓMASSON A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.