Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 1. APRÍL 2009 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur- inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. Allt útlit er fyrir að með miklum samdrætti í efnahagslífinu dragi hratt úr verðbólgu og að í kjölfarið muni vextir lækka skarpt. Þessar aðstæður skapa einstakt tækifæri til að breyta verðtryggðum skuld- um heimila í óverðtryggð lán á við- ráðanlegum vaxtakjörum. Á sama tíma væri æskilegt að gefa skuld- urum gengistryggðra lána tæki- færi til að breyta þeim í óverð- tryggð lán í íslenskum krónum, enda kann afnám gjaldeyrishafta að valda skuldurum enn frekari erfiðleikum. Fjöldinn allur af heimilum og fyrirtækjum kaus að fjármagna sig með erlendu lánsfé frá bönkun- um. Bankarnir sjálfir höfðu greið- an aðgang að erlendu lánsfé undan- farin ár og því eðlilegt að þeir byðu almenningi lán í erlendri mynt á hagstæðum kjörum. Fáir reiknuðu þó með hinni gríðarlegu gjaldeyr- isáhættu sem stóraukin skuldsetn- ing þjóðarinnar fól í sér. LANGTÍMAHÖFT SKAÐA Eftir að gjaldeyrishöftum var komið á urðu til tveir markað- ir með íslensku krónuna; innan- landsmarkaður sem er markaður bundinn höftunum og utanlands- markaður sem stendur utan haft- anna og viðskipti innlendra aðila að mestu ef ekki öllu leyti bönn- uð. Gengi krónunnar á innanlands- markaðnum hefur því bein áhrif á afborgun verðtryggðra skulda og skulda innlendra aðila í erlendri mynt. Afborganir erlendra skulda færa bönkunum engan eiginlegan gjaldeyri, heldur íslenskar krónur í hlutfalli við gengi myntarinnar á innlenda markaðnum. Gjaldeyrir á innlenda markaðnum er af skorn- um skammti, enda ráða frjáls við- skipti ekki gengi krónunnar. Þar er krónan þó umtalsvert sterkari (vegna hafta), eða um 160 krónur fyrir evruna, samanborið við um 230 krónur fyrir evruna á utan- landsmarkaði (m.v. 27/3/2009). Gjaldeyrishöft til lengri tíma skaða hagsmuni þjóðarinnar, enda viðskipti ekki frjáls og erlend fjár- festing á Íslandi einkar óaðlaðandi í slíku umhverfi. Því fyrr sem tekið er á málunum, því betra. Verði höftin afnumin, má gera ráð fyrir veikingu krónu. Skuldarar verðtryggðra króna og erlendrar myntar kunna því að líða fyrir það, með tilheyrandi greiðsluerfiðleik- um og jafnvel gjaldþrotum. Því leggjum við til að skuld- urum verðtryggðra og erlenda lána verði boðið að breyta skuld- um sínum í óverðtryggðar skuld- ir í íslenskum krónum, til dæmis með endurskoðunarákvæði vaxta á fimm ára fresti að viðbættu verð- bólguálagi. Eðlilegt væri að það tæki mið af verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands (SÍ) og verð- bólguálagi á skuldabréfamarkaði, en undanfarnar vikur hefur það verið nálægt 2,5% verðbólgumark- miði SÍ. Þegar framangreindri skuld- breytingu er lokið, segjum innan 1-2 mánaða, er hægt að afnema gjaldeyrishöftin. Gleymum því ekki, að höftin þarf að afnema með góðu eða illu hvort sem er – fyrr eða síðar. Afnám haftanna hjálp- ar heildarkerfinu til lengri tíma litið. ÁHRIF Á LÁNVEITENDUR Helstu lánveitendur verðtryggðra lána eru Íbúðalánasjóður, bankar, sparisjóðir og lífeyrissjóðir. Við fall bankakerfisins voru útlán heimila flutt yfir í nýju bankana. Auk inn- lána, sem að stærstum hluta eru óverðtryggð, og eiginfjárframlags frá ríkissjóði verður fjármögnun nýju bankanna skuldabréf sem þeir gefa út til gömlu bankanna sem greiðslu vegna eigna sem fluttar voru til þeirra. Enn hefur ekki verið gengið frá skilmál- um skuldabréfanna. Afnám verð- tryggingar á útlán í nýju bönkun- um skapar því ekki vandamál þar sem skilmálar skuldabréfanna munu taka mið af eignasamsetn- ingu bankanna. Þar sem afborg- anir erlendra húsnæðislána eru í einfaldaðri mynd íslenskar krónur í hlutfalli við gengi myntarinnar á innlenda markaðnum, ætti breyt- ing þeirra að laga gjaldeyrisjöfn- uð bankanna og draga þannig úr áhættu í bankakerfinu. Verðtryggð útlán lífeyrissjóða eru um 10% af heildareignum þeirra (skv. tölum frá SÍ í janúar sl.) en hlutfall verðtryggðra eigna af heildareignum sjóðanna jókst talsvert við fall bankakerfisins þar sem eignir í hlutabréfum og óverð- tryggðum skuldabréfum bankanna töpuðust. Breyting á verðtryggðum lánum sjóðsfélaga myndi lækka þetta hlutfall en ætti að okkar mati ekki að hafa teljandi áhrif á mögu- lega ávöxtun sjóðanna. Íbúðalánasjóður (ÍLS) er stærsti lánveitandi verðtryggðra lána. Á móti nær öllum verðtryggðum út- lánum sjóðsins hefur hann gefið út og selt verðtryggð skuldabréf (íbúðabréf) sem skráð eru í Kaup- höll Íslands og ganga þar kaup- um og sölum. Helstu eigendur íbúðabréfa eru lífeyrissjóðir og íslenskir sparifjáreigendur en auk þess er hluti þeirra í er- lendri eigu. Útséð er að skilmálum útgefinna skulda- bréfa sjóðsins verður ekki breytt eftir á og því ljóst að sjóðurinn getur ekki afnumið verðtryggingu útlána án aðstoðar. Tillaga okkar felur í sér að ríkis- sjóður geri vaxtaskiptasamning við ÍLS þar sem ÍLS þiggur verð- tryggingu en greiðir ríkissjóði á móti 2,5% fasta vexti (verðbólgu- álag, fengið frá greiðendum hús- næðislána). Myndin sem greininni fylgir útskýrir þetta greiðsluflæði og hvernig ÍLS og eigendur íbúða- bréfa ættu ekki að verða fyrir nein- um áhrifum vegna skuldbreyting- arinnar. Í framtíðinni þyrfti ÍLS að fjármagna sig með útgáfu óverð- tryggðra skuldabréfa. RÍKISSJÓÐUR HEFÐI BEINAN HAG AF LÁGRI VERÐBÓLGU Verðtrygginguna og gjaldeyris- höftin mætti afnema með ofan- greindum hætti og losa lántak- endur við þá áhættu sem felst í verðtryggðum og gengistryggð- um lánum, án þess að skerða rétt- indi eigenda verðtryggðra skulda- bréfa eða skekkja verðtryggingar- eða gjaldeyrisjöfnuð bankanna. Ofangreind tillaga felur í sér að ríkissjóður væri orðinn skuldari verðtryggðra króna. Teljum við það gæfuskref því þá væri beinn hvati fyrir ríkisvaldið að halda verðbólgu innan eðlilegra marka. Hingað til hefur ríkissjóður hagn- ast beint á mikilli verðbólgu; öll ríkisskuldabréfaútgáfa er nú óverðtryggð og aukin verðbólga með tilheyrandi þenslu gefur af sér hærri skatttekjur. Þá er lík- legt að miðlun peningastefnu SÍ verði virkari þar sem nafnvextir útlána væru breytilegir og fylgdu stýrivöxtum í meira mæli. Mikilvægt er að bregðast hratt við nú þegar verðbólga mælist lág milli mánaða, íslenska krónan er bundin höftum og ekki er búið að ganga frá efnahagsreikning- um nýju bankanna. Afnám verðtryggingar og hafta Fjölmargir stjórnendur fyrirtækja hafa fjárfest í vefsíðum fyrir hundruð þús- unda króna, jafnvel margar milljónir, án merkjanlegs árangurs. En hvernig getur staðið á því, að sumar vefsíður skila nær engum árangri? Ýmsar ástæður liggja þar að baki. Algengasta ástæðan er, að síðuna skorti efnisinnihald og eðlilega notk- un leitarorða í texta. Margir gera þau grundvallar- mistök, að hugsa aðeins um útlit síðunnar. Sumir leggja aðaláherslu á fallega grafík og alls konar marg- miðlunarefni. Þeir skilja síðan ekkert í því, af hverju „flotta heimasíðan“ þeirra skilar engum árangri. Gott útlit vefsíðu er nauðsynlegt, en einnig er mikilvægt að hafa ríkt efnisinnihald, góðan texta og eðli- lega notkun leitarorða. Nauðsynlegt er því að hafa hæfilegan texta á for- síðunni og tengla á helstu undirsíður, sem þurfa helst að innihalda kynn- ingu á ákveðnu efnisatriði, þar sem ákveðið leitarorð þarf að koma fram efst á síðu og vera jafnframt fléttað víða inn í textann. Ríkt efnisinnihald og leitarvéla- vænn texti er grundvallaratriði þess, að ákveðin vefsíða finnist ofarlega á niðurstöðusíðum leitarvéla, eins og Google. Er vefsíðan leitarvélavæn? Rasað var um ráð fram í bankakerfinu um leið og stjórnvöld stóðu sig illa í efnahagsstjórn, héldu dauðahaldi í gjaldmiðil sem sjálfur er upp- spretta sveiflna og vandræða, um leið og ráðist var í þensluhvetjandi aðgerðir af ýmsum toga og Íbúðalánasjóður notaður til að bæta í fast- eignabólu og niðurkeyrslu vaxta sem Seðlabankinn reyndi af vanmætti að sporna gegn. Í þessu umhverfi vildi svo óheppilega til að brast á með alþjóðlegri fjármálakrísu sem enn sér ekki fyrir endann á. Finnski bankasérfræðingurinn, Kaarlo Jännäri, sem á mánudag kynnti skýrslu sína um aðbúnað og regluverk í fjármálakerfi landsins talaði alveg skýrt um að fall bankanna skrifaðist á stjórnendur þeirra sem farið hefðu sér allt of hratt í þessu umhverfi. Þeir hefðu enda átt að átta sig á þeim kerfislægu veikleikum sem hér var við að etja. Íslenskir banka- menn sáu hins vegar ekki fyrir, frekar en bankamenn annars staðar í heiminum, dýpt alþjóðlegu lausafjárkrísunnar. Þá var forvitnilegt að heyra það álit Jännäris að hefði ekki komið til alkuls á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í kjölfar falls Lehman Brothers bankans í september þá væri ekki hægt að útiloka að íslensku bankarn- ir hefðu getað lifað af (svona að því gefnu að þeir hefðu getað orðið sér úti um fjár- mögnun). Og það þrátt fyrir brotalamir sem í skýrslu hans er getið um í aðbún- aði eftirlitsstofnana og mjög afmörkuð- um verkfærum þeirra til að hafa áhrif á framgöngu bankanna. Í öllu falli verður ekki séð að skýrsla finnska bankasérfræðingsins feli í sér neinn áfellisdóm yfir Fjármálaeftirlitinu (FME) og vandséð annað en þar hafi verið staðið að málum eins vel og kostur var, miðað við fjárreiður og þá lagaumgjörð sem stofnuninni var búin. Jännäri nefndi reyndar að í einhverjum ríkjum Mið-Evr- ópu kynnu fjármálaeftirlit að hafa geng- ið fram með öðrum og harkalegri hætti í samskiptum við bankana og látið þá um að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, teldu þeir á sér brotið. Ólíklegt er að slíkt stíl- brot í stjórnun og framgöngu yfirvalds hefði verið látið óátalið hér á þeim árum þegar uppgangur fjármálakerfisins var hvað mestur og aðhalds ef til vill mestrar þörf. Þá þyrfti slík stofnun að njóta styrks stuðnings í stjórnkerfinu ef forsvarsmenn hennar ætluðu sér að hætta á að vera gerðir afturreka með íþyngjandi ákvarðanir sem jafnvel stæð- ust ekki laganna bókstaf. Þá getur tæpast verið vilji fyrir því að hér víkjum við í grundvallarat- riðum frá gildum réttarríkisins og þeirri vernd sem bæði fólk og fyrir- tæki njóta í lagabókstafnum gegn gerræðislegri ákvarðanatöku opin- berra aðila. Andrúmsloft valdboða sem eimir eftir af í gömlum austan- tjaldslöndum getur tæpast verið það sem við viljum taka upp hér í stað stjórnsýslureglna- og hefða sem fyrirmynd eiga í norrænum velferðar- ríkjum. Það er auðvelt að segja að hér hefðum við árin 2005 og 2006 átt að láta lönd og leið reglur um valdheimildir FME, andmælarétt fyrir- tækja og meðalhófsreglur. Meira að segja eftir á að hyggja er ljóst að erfiðara hefði verið að hrinda slíkum aðgerðum í framkvæmd. Líkt og fleiri útlendingar sem tekið hafa að sér að fjalla um Ísland telur Jännäri jafnframt að hér fari betur á því að vera með lítil fyrir- tæki sem einbeita sér að heimamarkaði. Hvort það fari landanum betur skal ósagt látið, en jafnsatt er hjá honum eftir sem áður að framtíð fyrir- tækja hér er betur borgið í þeirri umgjörð og aukningu viðskipta sem ætla má að aðild að ESB-færi okkur og þeim stöðugleika sem fengist með evrunni í stað krónu. Fjármálaeftirlit hér á landi var á pari við það besta sem annars staðar gerist, þótt rúm væri til úrbóta. Eftir á að hyggja Óli Kristján Ármannsson Jännäri nefndi reynd- ar að í einhverjum ríkjum Mið-Evrópu kynnu fjármálaeftirlit að hafa gengið fram með öðrum og harka- legri hætti í sam- skiptum við bankana og látið þá um að sækja rétt sinn fyrir dómstólum [...] Ólíklegt er að slíkt stílbrot í stjórnun og framgöngu yfirvalds hefði verið látið óátalið hér. V I K U L E G V E F R Á Ð Í B O Ð I A L L R A Á T T A Jón Traus t i Sno r rason f ramkvæmdas t j ó r i A l l r a Á t ta eh f . www.8 . i s O R Ð Í B E L G Gunnar Erlingsson iðnaðarverk- fræðingur. Lárus Bollason viðskipta- fræðingur. SKÝRINGAR- MYND Hér til hliðar má sjá útleggingu greinarhöfunda á því hvernig afnema má verðtryggingu. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.