Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. janúar 2006 | 13
Breska hljómsveitin Massive At-tack gefur út nýja hljóðvers-
plötu í næsta mánuði. Platan hefur
fengið heitið Weather Underground
og er hún fimmta plata hljómsveit-
arinnar. Upptökur fóru fram á heim-
ilum hljómsveitarmeðlima í Bristol í
Bretlandi og í New York í Banda-
ríkjunum.
Að sögn veftímaritsins Gigwise er
þetta ekki eina afurð hljómsveitar-
innar en í lok mars
kemur út tvöföld safn-
plata Massive Attack
og DVD-mynddiskur.
Á öðrum disknum, sem ber heitið
Collected, verður að finna lög á borð
við „Teardrop“, „Safe From Harm“
og „Unfinished Sympathy“ en á hin-
um verða fágætar upptökur og end-
urhljóðblönduð lög.
Síðasta hljóðversplata Massive
Attack, 100th Window, kom út fyrir
réttum tæpum tveimur árum.
Nýr tónn hljómaði í gær álengstu tónleikum sögunnar
en tónleikarnir munu alls taka 639
ár ef allt gengur samkvæmt áætlun.
Verkið, sem er eftir bandaríska tón-
skáldið John Cage, er flutt í kirkju í
Halberstadt í austurhluta Þýska-
lands. Það nefnist organ2/ASLSP og
hástafirnir standa fyrir As SLow aS
Possible eða „Eins hægt og unnt
er“.
Flutningur verksins hófst 5. sept-
ember 2001 en því á að ljúka árið
2639. Fyrsta eina og hálfa árið ríkti
þögn í kirkjunni, enda er engin
starfsemi þar lengur, en fyrsti tónn-
inn heyrðist 3. febrúar 2003 og ann-
ar tónninn 7. maí árið 2004. Í dag
heyrðist nýr tónn og verður nót-
unum haldið niðri með sérstökum
lóðum í nokkur ár. Orgelið sem not-
að er við tónleikana var sérstaklega
smíðað fyrir þetta verkefni og verð-
ur pípum bætt við í það eftir þörfum.
Cage samdi verkið upphaflega
fyrir píanó árið 1985 og þá tók það
20 mínútur í flutningi. Hann útsetti
það síðan fyrir orgel árið 1987. Þeg-
ar ákveðið var að flytja verkið í
kirkjunni í Halberstam fór fram
mikil umræða um það í Þýskalandi
hvernig túlka bæri fyrirmælin: Eins
hægt og unnt er. Sumir töldu að það
gæti þýtt frá degi til hins óendan-
lega. Á endanum tóku tónlistar-
sérfræðingar og orgelsmiðurinn þá
ákvörðun að flytja verkið á 639 árum
til að minnast þess að svonefnt
Blockwerk-orgel var smíðað í Hal-
berstam árið 1361. Það var fyrsta
orgelið, sem sérstaklega var ætlað
til kirkjulegra athafna.
Skipuleggjendur John Cage-
orgelverkefnisins segja að tónleik-
arnir í Halberstadt hafi einnig heim-
spekilegan tilgang: að finna kyrrð
og ró þrátt fyrir örar breytingar nú-
tímans.
Cage fæddist í Los Angeles árið
1912 og lést árið 1989. Hann hafði
mikil áhrif, bæði sem tónlistarmaður
og hugsuður. Af öðrum verkum Ca-
ges má nefna 4’33 en þegar það verk
er leikið er alger þögn í 4 mínútur og
33 sekúndur. Nokkrar af þekktustu
hljómsveitum heims hafa flutt það
verk.
Erlend
tónlist
John Cage á tali við kollega sinn
Conlon Nancarrow.
Massive Attack
Þ
ó að margar sveitir hafi ver-
ið kallaðar Bítlar pönksins
(Ramones t.d.) hefur enginn
komist eins nálægt mel-
ódískri snilld Liver-
poolsveitarinnar og Minnea-
polissveitin Hüsker Dü. Nafn sveitar-
innar skýtur iðulega upp kolli er sam-
tímarokkarar ræða um áhrifavaldana, er
æði nafntoguð en því miður held ég að
allt of fáir hafi heyrt
snilldina. Sem er
súrt, því á ferð er
mikil yfirburðasveit,
tímamótasveit í raun
réttu.
Hüsker Dü starfaði aðeins í tæp átta
ár, frá 1979 til 1987. Þetta er svipaður
tími og mektarár Bítlanna og líkt og með
þá sveit var þróun öll og þroski með
miklum ólíkindum. Fyrstu plöturnar ein-
kenndust af glundroðapönki og mikilli
óhljóðasúpu en aðeins nokkrum árum síð-
ar var komin fram melódísk rokksveit
sem lagði línurnar fyrir hið grípandi pön-
krokk sem eftir fylgdi, allt frá Nirvana til
Blink 182, Green Day og Foo Fighters. Heil
stefna, tilfinningarokkið svokallaða („emo“), á
allt sitt undir sveitinni eða svo gott sem.
Í kjölfar upprunalegu pönk-holskeflunnar í
Bandaríkjunum, þar sem áherslan lá fyrst og
fremst í hráu og óhefluðu þriggja gripa rokki,
tóku menn og konur að leita nýrra túlk-
unarleiða. Síðpönkið svokallaða einkennist
kannski fyrst og fremst af því hversu fjöl-
breytilegt það er þar sem hinar og þessar
stefnur voru felldar að grunnhugmyndum ræfl-
arokksins. Í Bandaríkjunum umföðmuðu Min-
utemen sýrudjass, Replacements blús og
kántrí og Mission of Burma óhljóðalist. Hüsker
Dü tóku hins vegar að skeyta grípandi mel-
ódíum við pönkkeyrsluna með listilegum ár-
angri og það er því ekki að ósekju að maður
grípi til Bítlasamlíkingar. Lög eins og „First of
the last calls“ (af Metal Circus, 1983), „I apolo-
gize“ (af New Day Rising) og „Makes no sense
at all“ (af Flip your wig, 1985) eru svo hrika-
lega grípandi og melódísk (án þess að
vera froða!) að maður steinliggur í hvert
sinn sem hlustað er.
Venjulega er Zen Arcade frá 1984 köll-
uð til sem meistaraverk sveitarinnar en
margar aðrar plötur koma reyndar til
greina. Flip Your Wig er gegnheil popp-
snilld, Metal Circus er frábært verk sem
markar örugg skref inn á þessar melód-
ísku brautir og Candy Apple Grey, fyrsta
plata Hüsker fyrir Warner-risann, er
stórkostleg. Eftir nokkra íhugun ákvað
ég þó að tefla fram svanasöngnum, hinni
tvöföldu Warehouse: Songs and Stories.
Á henni eru tuttugu lög, hvert öðru betra
eftir þá blóðbræður Bob Mould og Grant
Hart. Og svo við höldum áfram með
Bítlasamlíkingar var sveitin búin á því
þegar platan kom út. Hart og Mould
voru komnir í hár saman, Hart orðin her-
óínfíkill en hinn skapstirði Mould orðinn
þurr. Warehouse er „fágaðasta“ verk
Hüsker, eitthvað sem fær hina hörðu
Hüsker-hirð til að vanmeta hana, en gæði
lagasmíða, texta og það hversu verkið er
heilsteypt landar því sem glæstustu vörðu
sveitarinnar.
Mould og Hart héldu báðir áfram á eigin
vegum eftir að sveit þeirra leystist upp. Hart
stofnaði Nova Mob og hefur gefið út sólóplöt-
ur; Mould átti eftir að stofna Sugar og átti
einnig eftir að gefa út sólóplötur (sú fyrsta,
Workbook, er frábær). En ekkert af þessu
kemst með tærnar þar sem Hüsker hafði hæl-
ana. Í guðanna bænum, farið nú og kynnið
ykkur þessa snilld!
Bítlar pönksins
Poppklassík
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Kvikmyndagerð á Indlandi á sér langasögu, fyrsta indverska myndin semeitthvað kvað að var frumsýnd 1913 ogí upphafi þriðja áratugar aldarinnar
var kominn vísir að kvikmyndaiðnaði sem er sá
öflugasti í heimi, enda áhugi fyrir kvikmyndum
gríðarlegur á Indlandi. Heimildir herma að um
27.000 kvikmyndir hafi verið frumsýndar á Ind-
landi á öldinni en þótt kvik-
myndagerð sé stunduð um allt
land er mest framleiðsla í
Mumbay, sem eitt sinn hét
Bombay, en kvikmyndir þaðan
eru gjarnan kallaðar Bollywood-myndir.
Alsiða er í indverskum kvikmyndum að hafa í
þeim söng- og dansatriði og gildir einu þó myndin
sé mikið drama eða hörmuleg átakasaga, helst á
hún að byrja á söngatriði og síðan koma þau reglu-
lega í gegnum myndina. Getur nærri að gríð-
arlegan fjölda þarf af lögum til að skreyta með
grúann af myndum sem framleiddur er í Bollywo-
od ár hvert, alla jafna um 200 myndir. Obbi lag-
anna er saminn af tiltölulega litlum hópi manna og
sömu söngvararnir, yfirleitt söngkonur, syngja líka
flest lögin. Frægust söngkvenna er Lata Manges-
hkar sem tók upp þúsundir laga á sjötta, sjöunda
og áttunda áratugnum og er reyndar enn að komin
fast undir áttrætt. Yngri systir hennar, Asha
Bhosle, er einnig með helstu söngkonum Indverja
þó hún hafi ekki náð sömu afköstum og Lata.
Þótt Asha hafi ekki sungið eins mörg lög inn á
band og Lata telja menn þó að hún hafi tekið upp
um 12.000 lög á fjórtán tungumálum, en hún er al-
mennt talin fjölhæfari söngkona en Lata þótt
Lata hafi verið með fegurri rödd. Síðari eig-
inmaður Asha Bhosle var tónskáldið og upp-
tökustjórinn Rahul Dev Burman, einn helsti laga-
smiður indverskrar kvikmyndasögu, en hann lést
fyrir rúmum áratug.
Fjölbreytt hljóðfæraskipan
Því er þetta allt rifjað upp hér að fyrir skemmstu
kom út plata þar sem þau leiða saman hesta sína
Kronos kvartettinn og Asha Bhosle og heitir
You’ve Stolen My Heart, en á disknum flytja Kro-
nos og Asha lög eftir Rahul Dev Burman úr ýms-
um myndum.
Kronos kvartettinn hefur áður glímt við Bur-
man, Aaj Ki Raat var á þeirri ágætu plötu Carav-
an. Að þessu sinni var þó ákveðið að hafa allt eftir
Burman, en reyna að hafa blönduna sem fjöl-
breyttasta, ekki bara spila gamla slagara. Plötuna
vann kvartettinn þannig að fyrst voru lögin valin
og síðan leitað í upprunalegar útgáfur þeirra til að
finna réttu útsetninguna. Bollywood-tónlist er
íburðarmikil og hádramatísk og gefur augaleið að
ekki er hægt að skila henni af nokkru viti með fiðl-
um, lágfiðlu og hnéfiðlu þannig að Kronos-liðar
leituðu til Wu Man til að spila á kínverska lútu og
rafmagnssítar og Zakir Hussain að spila á slag-
verk. Því til viðbótar léku Kronos-liðar síðan á
orgel, hljóðgervla, rafbassa, harmonikku, slag-
verk og þeremín, svo fátt eitt sé talið, en allur sá
hljóðfærafjöldi var til viðbótar strengjahljóðfær-
unum sem þau eru þekktust fyrir að spila á.
Lög úr ýmsum áttum
Burman var fjölhæfur lagasmiður og lögin eru
ólík og úr ýmsum áttum, sum velþekkt og vinsæl á
sinni tíð en önnur hafa lítið sem ekkert heyrst ut-
an myndanna þar sem þau fengu að hljóma fyrst.
Flest eru þau sungin en einnig fjögur þar sem
hver hljóðfæraleikari kvartettsins fær að hleypa á
sprett.
Kronos kvartettinn fetar enn framandi slóðir
og leiðtogi hans, David Harrington, er óhrædd-
ur við að breyta útaf nú sem endranær. Plötur
kvartettsins eru margar ævintýralegar og sum-
ar ganga ekki alveg upp, en síðustu nokkrar
plötur hafa verið einkar vel heppnaðar. Nefni í
því sambandi Caravan sem kom út 2000, Nuevo
frá 2002 og var kynnt á frábærum tónleikum
kvartettsins hér á landi á sínum tíma, og Harry
Partch: U.S. Highball sem kom út 2003, gríð-
arlega ólíkar plötur en hver annarri betri. Best
tekst kvartettinum upp þegar menningarheimar
renna saman, samaber Nuevo og svo nú You’ve
Stolen My Heart.
Samruni menningarheima
Margir þekkja Kronos kvartettinn bandaríska,
enda hefur hann lengi verið áberandi fyrir frá-
bæra spilamennsku og hugmyndaauðgi. Á und-
anförnum árum hefur kvartettinn verið iðinn
við að velta upp nýjum hliðum á tónlist úr ólík-
um áttum, spilað jöfnum höndum Sigur Rós,
mexíkóska þjóðlagatónlist, bandaríska fram-
úrstefnu og kínverska klassík. Seint á síðasta
ári kom út diskur þar sem kvartettinn beinir
sjónum að indverskri tónlist, indverski kvik-
myndatónlist nánar til tekið, Bollywood-tónlist
Eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is
Kronos kvartettinn og Asha Bhosle.