Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.2006, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.2006, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. febrúar 2006 | 13 New York-sveitin The Fugees erum þessar mundir stödd í hljóðveri við upptökur á nýju efni. Hljóðverið kvað vera það sama og sveitin notaði þegar hún tók upp lag- ið „Take it Easy“ en það kom út ein- göngu til niðurhals og var fyrsta lag- ið sem sveitin sendi frá sér síðan „Rumble in the Jungle“ kom út árið 1996. Ekki er enn komið nafn á plöt- una en reiknað er með því að hún komi út með sumrinu. Wyclef Jean sagði í viðtali í desember á síðasta ári að tónleikaferð, sem sveitin var í þá, sýndi að aðdáendurnir væru enn til staðar. Hins vegar bætti hann við að ef The Fugees færi ekki í hljóð- ver innan nokkurra mánaða myndi það líklega ekki gerast. Upp- tökustjóri á nýju plötunni er Jerry „Wonder“ Duplessis.    Heyrst hefur að Madonna hyggiá nýja heimstónleikaferð í vor og að hún muni stíga niður fæti á nokkrum vel völdum leik- vöngum í Evr- ópu. Blaðafulltrúi söngkonunnar, Liz Rosenberg, segir að Ma- donna muni ekki taka ákvörðun um ferðina fyrr en í mars en segir þó að útlitið lofi góðu. Nýjasta plata Madonnu, Confes- sions on the Dance Floor, mun sam- kvæmt Rosenberg spila stórt hlut- verk í tónleikaferðinni en nokkur gömul og góð lög munu einnig fljóta með. Þá er líklegt að nokkrir krump-dansarar sem komu fyrir í heimildarmynd Davids LaChapelle muni deila sviðinu með söngkon- unni. Sagði Rosenberg að síðasta tónleikaferð Madonnu hefði ein- kennst af vinsælustu lögum söng- konunnar og að hún teldi það ólík- legt að Madonna myndi vilja endurtaka það. Sú ferð, sem kall- aðist Re-Invention, aflaði söngkon- unni 79 milljóna dala og var þriðji tekjuhæsti túrinn það árið (2004).    Matthew Friedberger, annarhelmingur dúettsins Fiery Furnaces, varar aðdáendur sveit- arinnar við því að næsta plata sveit- arinnar, Bitter Tea, sem er vænt- anleg í apríl, sé svo hávær að hætta sé á að fólk verði heyrnarlaust við að hlusta á hana. Platan, sem átti upp- haflega að koma út síðasta haust samfara Rehearsing My Choir, sem inniheldur endurminningar ömmu Friedberger-systkinanna, er sam- kvæmt heimildum venjulegri rokk- plata og notast þau meðal annars við alvöru trommusett og hefðbundna lagagerð. „Rehearsing My Choir átti að hljóma eins og herbergi eldra fólks. Bitter Tea er hins vegar mjög stelpuleg plata, full af lífi og nammi- lituðum hljóðum,“ segir Friedber- ger. Þrátt fyrir að nýja platan komi til með að hljóma hefðbundnari en sú síðasta teljast þau Eleanor og Matt- hew langt frá því vera hefðbundin. „Það eru öfugsnúnir hlutir í hverju lagi,“ segir Friedberger. „Öf- ugsnúinn söngur og öfugsnúnir hlut- ir hvað varðar áferð laganna. Kannski hún sé ekki eins hefð- bundin og hún hljómar í okkar eyr- um.“ Erlend tónlist Fiery Furnaces The Fugees Madonna Þó að liðin séu tæp þrjú ár síðan JohnnyCash féll frá, saddur lífdaga, er hann áallra vörum um þessar mundir fyrir kvik-myndina Walk the Line, sem fengið hef- ur fína dóma undanfarið. Myndin segir frá lífi hans frá því hann vinnur sér orð sem tónlistarmaður og að frægum tónleikum hans í San Quentin fangels- inu, en um það leyti var Cash á þröskuldi nýs lífs. Umfjöllun um myndina hef- ur gjarnan snúist um það hversu dramatískt líf hans hafi verið og margir virðast hafa gleymt því að Cash var fyrst og síðast merkilegur fyrir tónlistina sem hann samdi og flutti, ekki fyrir að hafa notað eit- urlyf og drukkið brennivín. Sumir kvikmynda- gagnrýnendur hafa gengið svo langt að gera lítið úr tónlistinni sem hann samdi, jafnvel dregið í efa sönghæfileika hans, en þeim er hollt að skafa úr eyrunum og hlusta á Johnny Cash, til að mynda á þá plötu sem hér er gerð að umtalsefni, enda þar komið besta verk Johnny Cash. Um það leyti sem Johnny Cash hélt í San Quent- in fangelsið í Kaliforníu í febrúar 1969 að taka upp tónleika var hann á hátindi vinsælda sinna fram að því, en líka á hraðri leið til helvítis fyrir sukk og svínarí. Hann var þá búinn að vera háður amfeta- míni í áratug, notaði það til að halda sér gangandi í stífu tónleikahaldi, og drakk sig svo niður á kvöld- in. Hann var þó í fínu formi þegar tónlistin var ann- ars vegar, sendi frá sér afbragðsplötuna Johnny Cash At Folsom Prison árið áður og því í miklu stuði. Þar höfðu kannski eitthvað að segja breytingar á einkahögum hans og eins að gítarleikari sá sem spilað hafði með honum allt frá því á Sun-árunum, Luther Perkins, fórst í eldsvoða hálfu árið áður en haldið var í San Quentin. Fyrir vikið leyfði Cash sér að vera frjálsari í útsetningum og var líka með fjölmennari hljómsveit en oft áður. Í sveitinni voru meðal annars June Carter Cash og systur hennar, Helen og Anita, sem sungu bakraddir, Carl Perk- ins, sem spilaði á gítar, og Statler-bræður sem sungu einnig bakraddir. Lagavalið var líka gott á San Quentin tónleik- unum, fjölbreyttara en í Folsom, og platan því ákveðinn vendipunktur á ferlinum hjá Cash, því kántrýið lét undan síga; gamall taktur laut í gras fyrir nýju stuði. Á tónleikadagskránni var meðal annars eitt fangalag, I Don’t Know Where I’m Bound, og ann- að þar sem farið er ófögrum orðum um San Quent- in, en það vakti svo mikla hrifningu hjá föngunum að Cash neyddist til að taka það strax aftur. Tvö önnur fangelsislög voru á dagskránni, Folsom pris- on Blues og Starkville City Jail, og svo Wanted Man eftir Bob Dylan, en þeir félagar unnu saman að Nashville Skyline-plötu Dylans skömmu fyrir tónleikana, Darlin’ Companion eftir John Sebast- ian, sem Lovin’ Spoonful gerðu frægt, sálmalagið He Turned The Water Into Wine og gamlar og góðar Cash-lumur: Big River, I Walk The Line, Ring Of Fire, þar sem Carter-systur fara á kost- um, og Daddy Sang Bass, nýlegt á þessum tón- leikum en síðar lumma. Á tónleikunum flutti Cash líka sitt frægasta lag í fyrsta sinn, Boy Named Sue eftir Shel Silverstein Fyrir At Folsom Prison fékk Cash Grammy- verðlaun 1969, en það vefst þó ekki fyrir neinum að At San Quentin var og er mun betri plata, lögin betri og flutningurinn magnaðri. Á upphaflegri plötu voru níu lög en á endurútgáfu hennar frá 2000 eru níu aukalög sem gerir plötuna að því besta sem Cash sendi frá sér og er þá langt til jafn- að. Til gamans má geta þess að meðal fanganna á tónleikunum var Merle Haggard sem átti síðar eft- ir að verða einn af merkustu kántrýsöngvurum Bandaríkjanna, en það er önnur saga. Johnny Cash í fangelsisstuði Poppklassík Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is A llflest þau ársuppgjör tónlistar- blaða og netmiðla sem maður skannar í gegnum við hver áramót eru fremur einsleit. Þau taka yfir hefðbundið rokk og ról, og jafnan eru þær plötur sem eru nett út á jaðri ofarlega. Stærstu fagblöðin, eins og Q, Mojo, Uncut og fleiri eru með nokkuð svipaða lista og stórir almennir miðlar, eins og New York Times og BBC syngja sama sönginn, en stýra þó meira inn á miðjuna en áðurnefnd fagrit. Neðanjarð- arbiblíur, á borð við Wire, Pitchfork, Cokemachineglow, Stylus og Tiny Mix Tapes fylgjast þá nokkuð þétt að; raða upp alls kyns nýbylgjurokki í bland við stöku jaðarrapp og raftónlist (Wire er reyndar sér á báti með þetta og sinnir ysta jaðri nær eingöngu). Ákveðnir stílar liggja því alltaf utan við þessa lista, t.d. þjóðlagatónlist, meginstraumskántrí, blús, reggí og þungarokk svo fátt eitt sé nefnt (at- hugið að hér er verið að tala um dægurtónlist. Klassíkin og djassinn eru undanskilin hér). Ef ráðsettari, eldri listamönnum auðnast svo að gera góðar plötu; t.d. Neil Diamond, Warren Zevon eða Ry Cooder, heyrist lítið af þeim afrekum (helst að Uncut hafi sinnt þessum hópi). Til að komast að því hvað bar hæst í þessum ákveðnu flokkum á hverju ári þarf því smá átak, því að ólíkt hinu er þessu ekki haldið að manni. Það er í mesta lagi að léttvigtarlegir fulltrúar þessara „jaðarstefna“ skríði inn á almennu listana, gott dæmi úr þungarokkinu er t.d. System of a Down, en sveitin sú er í miklu dálæti hjá fólki sem hlust- ar ekki á þungarokk (og það stendur einnig í þeirri trú að það sé virkilega eitthvað varið í Syst- em of a Down). Alvöru þungarokksplötur, alvöru harðkjarni er því vandfundinn á þeim árslistum sem víðast fara. Ég ákvað að gera eitthvað í þessu nú í janúar og fór á smávegis vefrölt. Hvaða plata var að gera það gott í öfgarokksgeiranum á síðasta ári? Ég var ekki búin að leita lengi þegar nafn Opeth tók að skjóta upp kolli oft og iðulega. Ég festi kaup á plötunni, Ghost Reveries, hið bráðasta og varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún stendur fyllilega und- ir öllu því lofi sem á hana var ausið á síðasta ári. Platan er ekkert minna en meistaraverk. Progg Það er samt rétt að vara fólk við áður en lengra er haldið. Ghost Reveries, eins og reyndar mörg fyrri verka Opeth, er proggplata út í gegn, alls ekki ósvipuð því sem t.d. Yes voru að gera á plöt- um á borð við Close to the Edge eða Tales from Topographic Oceans. Þessi tónlistarstefna (progg; eða framsækna rokkið („progressive rock“) sem tíðkaðist í byrjun áttunda áratug- arins) hefur verið eitt úthrópaðasta afkvæmi rokksins og fyrir nokkrum árum var hægt að kaupa nánast allar Genesis-plöturnar fyrir innan við þúsund krónur í Kolaportinu. Fólk vildi ekki sjá þetta né heyra. Valdar samtímasveitir hafa þó umfaðmað þessa „metnaðarfullu“ (sumir myndu segja ofhlöðnu og sjálfsmiðuðu) tónlist, nægir að nefna Mars Volta og Marillion í því sambandi. Sumir tónlistaraðdáendur í dag ganga meira að segja svo langt að viðurkenna að þeir „fíli“ progg- ið en slíkar staðhæfingar eru oftast nær hvísl- aðar. Tónlistin er þá þannig upp byggð að hún er dæmd til að halda sig úti í kanti, útvarpsvæn verður hún aldrei en hefur þó alltaf lifað góðu lífi í skugganum. Ghost Reveries er skínandi dæmi um frábær- lega vel heppnað ný-progg. „Fokking snilld“ eins og ég sagði í tölvubréfi til bróður míns. Að kalla Ghost Reveries magnþrungið og tilkomumikið verk er líkt og að segja að Sigur Rós spili bara nokkuð fallega tónlist. Ghost Reveries er STÓR plata, nei RISASTÓR, þar sem helmingur lag- anna fer yfir tíu mínútna markið og fimm mín- útna lögin eru hreinlega eins og stutt brot. Hljóð- færaleikur allur er pottþéttur, allt eru þetta virtúósar sem sleppa þó blessunarlega aldrei fram af sér beislinu í þeim efnum. Lögin eru hag- anlega samansett, aldrei er kafla ofaukið. Og þeg- ar hetjugítarsólóið kemur, þá kemur það á hár- réttum tíma, einmitt þegar maður var farinn að óska eftir slíku. Annað lag plötunnar, „Baying of the Hounds“, er besta dæmið um hversu langt Opeth seilast með tónlist sinni. Í raun er maður orðlaus þegar þetta yfirdrifna, ellefu mínútna lag, er búið. Í raun er farið yfir strikið, svo stórbrotið er lagið, en hljómsveitin er einfaldlega það góð að hún kemst upp með það (þetta er svipað og með „Kas- hmir“ Led Zeppelin, „stærsta“ lag sem samið hefur verið). Í „Baying of the Hounds“ má heyra dauðarokk, keyrslurokk (að hætti Motorhead) og Náttúru m.a. (í blábyrjun lagsins er nett hallær- islegur og hippalegur org- elleikur sem svínvirkar). En þegar lengra er komið inn í lagið má heyra Gen- esis, ISIS, Tindersticks og Radiohead. Leiðtogi sveitarinnar, Mikael Åkerfeldt, syngur með hreinni röddu auk þess að rymja og gerir það mjög vel. Þessi tækni, að blanda dómsdagsöskrum saman við hreinan, mel- ódískan söng innan eins og sama lagsins er vand- meðfarin, oftast finnst mér hún ganga illa upp, en Opeth klárar þetta af mikilli snilld. Opeth er frá Svíþjóð, því mikla gósenlandi þungarokks. Þaðan kom t.d. sænska afbrigðið af dauðarokkinu (ehemm ... nema hvað), sem var helsta undirstefna þess ásamt Florida-hljómnum og skartaði sveitum á borð við Entombed og Dismember. Úr Svíaríki er líka Gautaborg- arhljómurinn svokallaði sem breiðst hefur út um þungarokksveröld víða og verið nokk áhrifamikll (At the Gates, In Flames o.fl.). Opeth á rætur í hreinu dauðarokki en þegar fyrsta plata sveitarinnar kom út, árið 1995, var sú stefna í andarslitrunum. Talsverða hljóð- færakunnáttu þurfti til að geta skilað dauða- rokkssmíðum almennilega í höfn og þegar á leið fóru dauðarokkarar að verða æ metnaðar- gjarnari. Lög tóku að lengjast, köflum tók að fjölga og blómaskeið hins upprunalega dauða- rokks lauk um ’93–’94. Segja má að Opeth hafi gengið inn í þessa þróun, en strax á fyrstu plötu voru öll proggspil lögð á borð, fyrsta lagið þar heilar fjórtán mínútur! Vatnaskil urðu svo þegar fimmta platan Blackwater Park kom út (2001) og var Opeth þá farin að fullkomna þennan einstaka hljóm sinn. Djassuppbyggingar, kassagítarar, progg, dauðarokk, píanó, sveim – meira að segja austurlenskar melódíur. Opeth hefur alla tíð leit- ast við að brjótast út úr viðteknum formum og hefur fyrir löngu gert út af við þá lífsseigu mítu að dauðarokkarar séu heilalausir ræflarokkarar. Eins og sagði fyrr í greininni „sló“ Ghost Rev- eries í gegn í þungarokksheimum á síðasta ári og ekki hvað síst hjá burðarritunum þar. Gagnýn- endur Metal Hammer völdu hana plötu ársins á meðan sveitin vann allt sem hægt var að vinna hjá lesendum Terrorizer. Platan gerði þá einnig góða hluti hjá Rocksound, Kerrang! og Classic Rock. Fjöldinn allur af minni blöðum og vefritum, helg- uðum þungarokki, völdu þá Ghost Reveries plötu ársins. Tíu mínútna lágmark Ferill sænsku þungarokkssveitarinnar Opeth hefur fylgt jafnri og góðri stígandi. Plöturnar eru nú orðnar átta talsins en sú fyrsta, Orchid, leit dagsins ljós árið 1995. Sú nýjasta, Ghost Reveries, kom út síðasta haust og varð ofarlega á mörgum árslistum þeirra sem hugnast báru- járnið best. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Opeth Mikael Åkerfeldt, söngvari, gítarleikari og listrænn stjórnandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.