Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Qupperneq 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006
Rússlands og fóru þeir þar í líkamsþjálfun og
lærðu um geiminn og tæknina í tengslum við
geimferðir. Þeim var meðal annars kynnt
glæný upppfinning, tæki sem eyðir öllum
áhrifum þyngdarleysis um borð í geimferj-
um. Þegar þjálfun lauk var ekkert eftir en að
velja fjóra heppna einstaklinga úr lokahópn-
um, og fengu þeir að fara út í geiminn. Í
nokkra daga voru þeir þátttakendur í fyrsta
raunveruleikaþættinum í geimnum. Þeir sáu
jörðina í allri sinni dýrð og áttu í fyrstu ekki
til orð til að lýsa fegurðinni. Þegar þeir sneru
til baka fengu þeir svo loks að vita um hvað
Space Cadets snerist í raun og veru: „Allt í
plati!“ Geimferjan var í raun ekkert annað en
hermir og höfðu þátttakendur ekki einu sinni
farið til Rússlands, heldur hafði gamalli her-
stöð í Englandi verið breytt í höfuðstöðvar
rússnesku geimferðaáætlunarinnar. Risa-
stórt kvikmyndatjald var við hlið hermisins
með mynd af jörðinni. Að sögn Phil-Edgar
Jones, sem eins og áður kom fram var fram-
leiðandi Space Cadets, kviknaði hugmyndin
að þættinum á klassískan breskan hátt, þ.e. á
kránni. „Fyrir nokkrum árum var starfs-
félagi minn hjá Endemol að framleiða þátta-
röð sem reyndist mjög erfið í framleiðslu. Við
sátum á kránni eftir erfiðan vinnudag og
spáðum í hvað væri það erfiðasta sem mögu-
lega væri hægt að framkvæma. Einhver
sagði: „Að senda fólk út í geim og búa til
sjónvarpsþátt um það.“ Og þá sagði starfs-
félagi minn: „Að láta fólk halda að það hafi
verið sent út í geim en í raun væri það enn á
jörðinni.“ Það væri miklu erfiðara. Þegar við
kynntum hugmyndina fyrir yfirmönnunum á
Channel 4 héldu þeir að við værum klikkaðir
og sögðu: „Jæja, þið skuluð þá sanna að þið
getið gert þetta.“ Þannig að þeir keyptu þátt-
inn. Og þá fyrst fóru taugarnar að segja til
sín. Við vissum að við yrðum að reyna að
gera þetta. Og ótrúlegt en satt tókst okkur
ætlunarverkið og þetta varð að mjög áhuga-
verðum sjónvarpsþætti. Það var mikið skrif-
að um þáttinn á fræðilegum nótum og fjallað
var um hann í þáttum á BBC og á fleiri
stöðvum sem venjulega sýna efni af þessu
tagi engan áhuga. Nú eru sjónvarpsstöðvar í
Bandaríkjunum áhugasamar og ætla hugs-
anlega að framleiða svipaðan þátt.“
Risastór sjónhverfing
Hélst þú að ykkur myndi takast að blekkja
„geimfarana“?
„Við höfðum ekki hugmynd um hvort þetta
myndi virka. Við litum á þetta eins og risa-
stóra sjónhverfingu. Maður veit aldrei hvort
fólk eigi eftir að fatta hlutina. Við bjuggum
til rússneskar geimþjálfunarbúðir í enskri
sveit og var ég nokkuð viss um að við gætum
sannfært þátttakendurna um að þeir væru í
Rússlandi. Stærsti prófsteinninn var hvort
við gætum talið fólki trú um að það hefði far-
ið út í geim, að það yrði aldrei mikið um
ókyrrð og að þegar það kæmi út í geiminn
myndi það ekki svífa um í loftinu, vegna
nýrrar rússneskrar uppfinningar sem eyðir
öllum áhrifum þyngdarleysis um borð. Það
sem ég hef séð hvað eftir annað í mínu starfi
er að fólk trúir því sem sagt er við það. Það
setur ekki spurningamerki við hlutina. Og
þetta á við um lífið almennt líka. Ef svokall-
aðir sérfræðingar segja þér að eitthvað sé
satt þá trúir þú þeim yfirleitt. Það tekur
mjög hugrakka manneskju að vefengja það
sem sérfræðingur hefur sagt henni, sérsak-
lega ef viðkomandi veit ekki mikið um sér-
fræðisvið sérfræðingsins. Þess vegna reynd-
um við að sigta út þá sem sýndu fram á
einhverja þekkingu um geiminn í prófunum
sem við létum keppendurna taka. Þegar við
kynntum hugmyndina fyrst á Channel 4
göbbuðum við yfirmennina og sögðum að það
væri í alvörunni búið að finna þessa þyngd-
arleysisvél upp. Og mjög gáfað fólk á stöð-
inni trúði okkur og yfirmennirnir á banda-
rísku stöðvunum líka. Þannig að þú getur í
raun sagt fólki hvað sem er. Ef þú veist ekki
hverjar staðreyndirnar eru, er auðveldlega
hægt að plata þig.“
Hvernig hélst þú að „geimfararnir“ myndu
bregðast við þegar þeim var tjáð um hvað
þátturinn fjallaði í raun og veru?
„Þetta var auðvitað frekar stór og ljótur
hrekkur svo við bjuggumst alveg eins við því
að þátttakendurnir gætu orðið reiðir. Satt
best að segja höfðum við ekki hugmynd um
hvernig þeir myndu bregðast við þessu. Þó
svo að þeim hafi brugðið töluvert fannst þeim
þetta fyndið. Ekki um leið og þeim var sagt
þetta, en fljótlega þó. Einn þátttakendanna
var þó ekki alveg sáttur.“
Segjum aldrei ósatt
Nú segir þú að þið hafið í raun ekki vitað
hvernig þátttakendurnir myndu bregðast við,
hver eru réttindi þeirra í raunveruleika-
þáttum? Nú hefur það færst í vöxt að mikið
er verið að blekkja þátttakendur, hvað gerið
þið til dæmis til að koma í veg fyrir að þeir
fari í mál við ykkur? Og hvað myndi gerast ef
þeir gripu til ofbeldis?
„Þú getur aldrei látið þátttakendur skrifa
undir samning sem er algjör trygging fyrir
því að þeir geti aldrei farið í mál. Við reynum
eftir bestu getu að segja fólki aldrei ósatt.
Það veit hins vegar að það er ekki endilega
að fá að heyra allan sannleikann. Til dæmis
þegar við vorum að velja þátttakendur fyrir
Space Cadets þá sögðum við umsækjendum
að það yrði aldrei sagt nákvæmlega um hvað
þátturinn snerist. Þannig að þeir skrifuðu
undir á þeim forsendum. Fólk sem er á saka-
skrá fær ekki að taka þátt og við reynum í
gegnum sálfræðipróf og fleira að koma í veg
fyrir að velja þátttakendur sem eru á ein-
hvern hátt veikir andlega. Það er þó aldrei
hægt að vita hvernig fólk á eftir að haga sér.
Ef einhver missir stjórn á sér til dæmis erum
við alltaf með öryggisverði til taks til að
reyna að róa fólk niður, og höfum við til
dæmis einu sinni þurft að gera það í Big
Brother, eftir að slagsmál brutust út.“
Hvers konar viðbrögð hafið þið fengið frá
almenningi?
„Ég held að sumu fólki hafi fundist þetta
mjög fyndið og skemmtilegt. Það er löng
hefð fyrir því að plata og hrekkja fólk í sjón-
varpi um allan heim. „Falin myndavél“ er til
dæmis mjög frægt dæmi. Ég er viss um að
þið hafið framleitt einhvern slíkan þátt á Ís-
landi. Það má í raun líta á Space Cadets sem
ýkta útgáfu af þannig þáttum. Þannig að fullt
af fólki hafði gaman af þessu frá því sjón-
arhorni en svo fannst auðvitað sumum að
þetta færi yfir strikið og væri einfaldlega of
ljótt. En við eyddum miklum tíma í að reyna
að velja rétta fólkið til að taka þátt. Við leit-
uðum að þátttakendum sem eru prakkarar
sjálfir. Við pössuðum okkur líka á því að
velja fólk sem hefur sótt um að taka þátt í
öllum raunveruleikaþáttum sem eru fram-
leiddir í landinu. Þessu fólki er í raun sama
hvað gert er við það, svo lengi sem það kemst
í sjónvarpið.“
Heimspekilegt innlegg
í samfélagsumræðuna
Það vakti athygli að eftir að þátttakendunum
varð ljóst að um blekkingu væri að ræða,
skyldu þeir allir segja að þrátt fyrir það
hefðu þeir upplifað þá tilfinningu að sjá jörð-
ina frá geimnum, og að enginn gæti tekið þá
tilfinningu frá þeim. Lýsingum þeirra svipar
mjög til þess sem alvöru geimfarar hafa
sagst upplifað. Voruð þið að einhverju leyti
að reyna að koma með heimspekilegar
vangaveltur um sannleikann og raunveru-
leikann inn í sjónvarpsþátt á besta útsend-
ingartíma, eða var tilgangurinn eingöngu
skemmtun?
„Á þessum tíma voru þeir að upplifa það að
þeir væru í geimnum og það var þeirra raun-
veruleiki. Það er áhugavert að nálgast þetta
frá þessu sjónarhorni en fyrir þáttinn vorum
við ekki að hugsa um svona hluti. Tilgang-
urinn var fyrst og fremst skemmtun, ekki
eitthvað voðalega heimspekilegur þó svo að
það sé skemmtilegt að sú umræða hafi komið
upp í lok þáttarins og í fjölmiðlum í fram-
haldi. Það er nauðsynlegt fyrir fólk að velta
fyrir sér heimspekilegum spurningum og það
er gaman að eiga þátt í samfélagsumræðu
sem snýst ekki bara um „hver er hrifinn af
hverjum?“ o.s.frv.“
Nú vakti Space Cadets mikla athygli og
var rætt um að þátturinn hefði fært blekk-
ingarleikinn út í öfgar. Heldur þú að þátt-
urinn muni hafa áhrif á þætti sem fram-
leiddir verða á næstunni?
„Það er erfitt að segja. Hann á eflaust eftir
að hafa áhrif en hver þau verða veit ég ekki.
Allir þættir sem njóta velgengni og vekja at-
hygli hafa áhrif á þætti sem eru framleiddir á
eftir þeim. Big Brother er besta dæmið um
það. Framleiðendur eru sífellt að leita að
næstu góðu og frumlegu hugmyndinni. Það
getur vel verið að fólk sjái eitthvað þarna
sem það vill nota og taka enn lengra.“
Fólk og þeirra sögur
Varðandi raunveruleikasjónvarp almennt, nú
hefur markaðurinn stækkað ótrúlega hratt á
stuttum tíma. Hverju spáir þú um fram-
haldið?
„Því hefur margoft verið spáð að raun-
veruleikasjónvarp sé einungis tískubylgja og
að vinsældir þess muni því fljótt minnka, en
ég tel þvert á móti að það eigi eftir að vera
ráðandi á sjónvarpsmarkaðnum í langan
tíma. Þetta kom ferskt og nýtt inn og áhrifa
þess er nú þegar farið að gæta til dæmis í
heimildamyndagerð. Allt sjónvarpsefni er í
raun frekar hefðbundið í þeim skilningi að
það fjallar um fólk og þeirra sögur, allt frá
sápuóperum til frétta, gamanþátta og jafnvel
spurningaþátta upp að vissu marki. Raun-
veruleikasjónvarp er bara enn ein leiðin, ný
leið til að fjalla um fólk og þeirra sögur. Ég
held að sú staðreynd geri það öflugt og því
mun það vera til staðar í langan tíma.“
En nú var til dæmis hætt framleiðslu Big
Brother þáttar í Þýskalandi sökum lítils
áhorfs. Þátturinn var á besta útsending-
artíma og miklir peningar lagðir í verkefnið.
Gefur það að þínu mati enga vísbendingu um
að vinsældir raunveruleikasjónvarps séu
farnar að dvína?
„Ég held að þetta dæmi snúist um það
hvernig sá þáttur var framleiddur. Það var
búinn til mjög svipaður þáttur árið áður og
sá þáttur sló í gegn. Svo breyttu framleið-
endur honum töluvert árið eftir og þátturinn
virkaði einfaldlega ekki. Ég fór og heimsótti
framleiðslufyrirtækið sem stóð að þessum
þætti og ég verð að segja að þetta var léleg
framleiðsla. Þátturinn var einfaldlega ekki
nógu spennandi.“
Skemmtun eða sálfræðitilraun?
Nú er Endemol, framleiðslufyrirtækið sem
þú starfar hjá, stærst á sviði raunveruleika-
sjónvarps í Bretlandi. Hvað er næst á dag-
skrá hjá ykkur? Hvert stefnið þið?
„Við erum sífellt að vinna að því að þróa
nýja hluti. Við erum að skoða hvort við get-
um farið að blanda saman mismunandi teg-
undum sjónvarpsefnis, til dæmis drama-
tískum þáttum og raunveruleikasjónvarpi.
Okkur langar að framleiða leikna þætti sem
styðjast lítið við handrit og tilbúinn sögu-
þráð, og jafnvel ekki neitt. Það er áhugavert
að fara meira út í spuna í sjónvarpinu og
leyfa áhorfendum að taka þátt í að velja hvað
gerist næst. Ég gæti trúað því að næsti vaxt-
arbroddurinn verði á þessu sviði. Með Space
Cadets vorum við að reyna að gera eitthvað
glænýtt. Framleiðsluteymið sem stóð að
þeim þætti hefur ekki fengið tækifæri til að
setjast niður og ákveða hvaða klikkaða hug-
mynd verður framkvæmd næst. Það verður
vonandi gert fljótlega.“
Nú hefur oft verið talað um að þættir eins
og Big Brother séu líkari sálfræðitilraun en
skemmtiefni. Ertu sammála því?
„Ég hef alltaf litið á þetta sem fyrst og
fremst skemmtiefni. Og það má í raun segja
að þetta nafn „raunveruleikasjónvarp“ sé
villandi. Ég hef framleitt Big Brother núna í
mörg ár og ég hef aldrei litið á þann þátt sem
raunveruleika. Þetta er gerviveröld sem við
höfum búið til. Þessi veröld getur reynt á
þátttakendur og það er ekki alltaf skemmti-
legt að horfa á rifrildi og baktal, en tilgang-
urinn er fyrst og fremst að skemmta áhorf-
endum. Það sem hefur gerst í tengslum við
þáttinn hefur svo komið mér nokkuð á óvart.
Ég veit að einhverjir sálfræðingar horfa á
þáttinn af því að þeim finnst spennandi að
rannsaka hvernig fólk hegðar sér í hópum í
lokuðu umhverfi o.s.frv. Það hafa meira að
segja sprottið upp ýmsar nýjar sálfræðikenn-
ingar út frá Big Brother, t.d. í tengslum við
líkamstjáningu. Ég myndi aldrei kalla þátt-
inn einhverskonar félags- eða sálfræðit-
ilraun, þó svo að margir hafi gert það, en því
er ekki að neita að þátturinn segir manni ým-
islegt um fólk og þeirra hegðunarmynstur.“
Lágmenning með kynlíf á heilanum?
Nú minntist ég á það áðan að sú umræða hef-
ur verið áberandi að raunveruleikasjónvarp
sé sífellt að verða öfgakenndara og verr sé
komið fram við þátttakendur. Telur þú að
þessi þróun muni halda áfram?
„Það er erfitt að spá í framtíðina. Síðustu
þáttaraðir af Big Brother og Celebrity Big
Brother voru mjög öfgakenndar. Mikið var
um heiftug rifrildi og blekkingar. Það sem
hefur gerst er að áhorfendur virðast vera
búnir að fá nóg af því. Í bili að minnsta kosti.
Fólk var mikið að hringja inn og biðja okkur
um að velja þátttakendur næst sem eru vina-
legir og skemmtilegir. Núna virðast áhorf-
endur vilja sjá rómantík og gleði. Því er ekki
Aftaka í beinni?
’Ég vona að við eigumaldrei eftir að sjá ein-
staklinga tekna af lífi í
beinni útsendingu á
laugardagskvöldi í sjón-
varpinu. En ég held að
það muni örugglega ger-
ast í Bandaríkjunum,
og ég veit að fólk á eftir
að horfa.‘
Phil Edgar-Jones „Ég hef framleitt Big Brother
núna í mörg ár og ég hef aldrei litið á þann þátt
sem raunveruleika. Þetta er gerviveröld sem við
höfum búið til.“