Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006
Á
undanförnum vikum hafa
spunnist umræður um menn-
ingararf á síðum Lesbók-
arinnar, í Víðsjá Ríkisútvarps-
ins og á Kistuvefnum. Upphafið
má rekja til málþings Reykja-
víkurAkademíunnar um stöðu hug- og fé-
lagsvísinda í febrúar, en þar kvartaði Ólöf
Gerður Sigfúsdóttur mannfræðingur undan of-
uráherslu háskólasamfélagsins á „allt sem er
séríslenskt og fer þar menningararfurinn há-
reistur fremstur í flokki“ (Kistan, 20. febrúar).
Ólöf bætti við að í þjóðfélagsumræðunni al-
mennt væri fortíðardýrkun fyrirferðarmikil og
birtist ekki síst í djúpstæðri lotningu fyrir forn-
um arfi. Að lokum lagði hún til að menningar-
arfurinn yrði sendur í útlegð eða settur í tíma-
bundna sóttkví.
Ýmsir hafa orðið til að andmæla þessu og það
er óhætt að taka undir með Ármanni Jak-
obssyni sem benti á að rannsóknir á íslenskum
miðaldabókmenntum eru alþjóðlegar og að
áherslan á íslensk fræði er
ekki meiri en svo við Háskóla
Íslands að þar hefur stöðu-
gildum fækkað á und-
anförnum árum (Kistan, 21. febrúar). Mestu
púðri hefur þó verið eytt í að árétta mikilvægi
menningararfsins og þess að tryggja að óslitinn
þráður liggi frá einni kynslóð til annarrar. Til
skamms tíma hefur þótt svo sjálfgefið að um-
hyggja fyrir arfinum væri af hinu góðu að varla
er nema von þó Vésteinn Ólason, forstöðumað-
ur Árnastofnunar, velti því fyrir sér hvernig
það megi vera „að ungu, vel menntuðu fólki sé
svo illa við eigin menningararf“ (Kistan, 24.
febrúar). Í öðru andsvari lýsti Gunnar Karlsson
sagnfræðiprófessor þeirri skoðun að „við leggj-
um rækt við íslenskan menningararf, meira en
annarra þjóða fólk, … af því að okkur finnst
hann koma okkur meira við en annarra þjóða
arfur“ (Lesbók, 25. mars). Vésteinn Lúðvíksson
rithöfundur komst aftur að þeirri niðurstöðu að
við fræðimönnum blasi „sama gamla viðfangs-
efnið, semsé að takast á við menningararfinn
allan og birtingarmyndir hans í samtímanum“,
en að það útiloki „að sjálfsögðu ekki að íslenskir
fræðimenn skipti sér af menningararfi annarra
þjóða eða alls mannkyns“ (Kistan, 27. febrúar).
Af einhverjum ástæðum vill umræðan um
menningararfinn lenda í heldur djúpum hjól-
förum. Menn eru ýmist með eða á móti íslensk-
um menningararfi (flestir reyndar með hon-
um), finnst annaðhvort of mikið úr honum gert
eða honum ekki sinnt sem skyldi og þá greinir á
um hvert hlutfallslegt vægi íslensks menning-
ararfs og menningararfs annarra þjóða eigi að
vera í þjóðfélagsumræðunni og háskólasamfé-
laginu. Ég held að tími sé kominn til að reyna
að aka þvert á þessi hjólför og sjá hvort þannig
megi komast eitthvað áleiðis, jafnvel þó hringli í
viðteknum hugmyndum.
Menningararfurinn við hvert fótmál
Fyrst er þó líklega nauðsynlegt að slá varnagla:
því fer víðs fjarri að ég hafi eitthvað á móti þeim
hlutum, húsum, sögum eða öðru sem gjarnan er
kallað menningararfur. Þvert á móti – ef ég má
til með að taka það fram – skal ég fúslega játa
að ég bý í gömlu timburhúsi, ég hef einlægan
áhuga á gömlum þjóðháttum, þjóðsögurnar eru
mér hjartfólgnar og ég les fornsögur og eddu-
kvæði (þó síður dróttkvæði) af talsverðri
áfergju. Að vísu hef ég ekki smekk fyrir þorra-
mat, en látum það vera. Það er ekki tilkomið
vegna sérstaks fjandskapar við íslenskan
menningararf.
Mínar efasemdir snúa alls ekki að þeim hlut-
um sem menn hafa kosið að kalla menningar-
arf, heldur að hugtakinu menningararfur,
þeirri birtu sem það bregður á samfélagið og
verndarhyggjunni sem það kyndir undir. Ekki
eru nema rúm þrjátíu ár síðan fór að kveða að
þessu hugtaki á alþjóðavísu og varla tuttugu
síðan notkun þess og útbreiðsla tóku verulegan
kipp. Samkvæmt gagnagrunni Morgunblaðsins
kom orðið alls 12 sinnum fyrir í blaðinu árið
1990, en 123 sinnum árið 2000; gagnagrunn-
urinn nær ekki aftur til 1980, en mér er til efs
að orðið hafi verið notað í blaðinu þá. Okkur
hættir til að gleyma þessu, enda er menningar-
arfurinn núorðið við hvert fótmál.
Hugmyndin um menningararf hefur sem
sagt rutt sér til rúms á tiltölulega skömmum
tíma og er núorðið aldrei langt undan þegar
lýsa á sambandi fortíðar við samtímann. Menn-
ingararfur er þó meira en nýyrði, hann er
hreyfiafl sem drífur áfram athafnir og hann er
sjónarhorn á okkar daglega umhverfi. Reyndar
er sérlega nútímalegt að eiga menningararf.
Menningararfur, í þessum skilningi, breytir af-
stöðu fólks til þess sem það tekur sér fyrir
hendur, en með því að afmarka samband sam-
tíðar og fortíðar við einstaka snertifleti er um
leið allt þar fyrir utan merkt sem algert frávik
frá fortíðinni – sem nútími. Þegar söguvitund er
með þessum hætti markaður bás er okkur um
leið gefið til kynna að alls staðar utan við básinn
komi gærdagurinn deginum í dag ekkert við.
Þetta er vægast sagt villandi og setur sýn okk-
ar á sögu og samtíð óheppilegar skorður.
Fortíðin múruð inni
Samfara ýmsum öðrum „-væðingum“ okkar
daga hefur á skömmum tíma átt sér stað um-
fangsmikil „menningararfsvæðing“ sem hefur
umbreytt ólíkustu hlutum, atferli og ummerkj-
um fortíðar í menningararf. Hún dregur upp
dökka mynd af sístækkandi glatkistu og hrópar
á varðveislu (sem alltaf er á elleftu stundu).
Þessi bylting segir okkur sitthvað um samband
samtímans við söguna – hvernig reynt er að
tengja fortíð við nútíð – en hún segir talsvert
meira um okkur sjálf og okkar tíma heldur en
um fyrri kynslóðir og það sem þær hafa látið
eftir sig. Við nánari athugun blasir við að upp-
gangur menningararfsins hefur yfirfært starfs-
hætti minjasafnsins á daglegt líf. Sjónarhorn
minjavarðarins nær orðið langt út fyrir veggi
stofnunarinnar sem réð hann til starfa. Það sem
meira er: Stöðugt er verið að kenna öllum al-
menningi að horfa á heiminn í kringum sig frá
þessu sjónarhorni. Því að menningararfur er
ekki síst ákveðið sjónarhorn á tilveruna.
Meðvitundin um menningararf breytir líka
afstöðu fólks til þess sem það gerir, hvernig það
skilur umhverfi sitt og sjálft sig. Útsaumur er
til að mynda ekki lengur samur og áður ef mað-
ur álítur að með því að sauma út sé maður að
viðhalda verðmætum menningararfi. Hinn
meðvitaði „menningarerfingi“ leggur annan
skilning í verk sín en sá sem saumar bara út án
þess að hugsa um útsauminn í heildarsamhengi
fortíðar, framtíðar og menningarskila milli kyn-
slóða. Með því að skoða hluti, atferli og tjáningu
undir merkjum menningararfs er þeim stillt
upp sem sínum eigin táknmyndum, sem ímynd-
um sjálfs sín. Þannig fá þau framlengingu á til-
veru sinni sem arfur, þ.e. sem fulltrúar fortíð-
arinnar í samtímanum.
Aðgreining menningararfsins frá umhverfi
sínu, sem afmarkaðs snertiflatar við fortíðina,
gefur til kynna að allt utan menningararfsins
standi ekki í sambandi við fortíðina – að allt í
kringum menningararfinn sé nútíminn. Ég held
að það sé mikilvægt að setja stórt spurning-
armerki við þetta: getur virkilega verið að gær-
dagurinn og morgundagurinn séu svona að-
skiljanlegir? Þessum róttæka aðskilnaði á milli
fortíðar og nútíðar er varla hægt að lýsa öðru-
vísi en sem menningarrofi. Öfugt við það sem
ætla mætti, múrar menningararfurinn einmitt
fortíðina inni og dauðhreinsar samtímann af
henni. Þess vegna er það eingöngu nútímafólk
sem á menningararf; arfurinn greinir það frá
forfeðrunum og stúkar samband þess við fortíð-
ina af frá öðrum þáttum daglegs lífs.
Alltaf síðustu forvöð
Kannski er það meðal annars vegna þessa
menningarrofs sem hugmyndir um menningar-
þess að hlúa að menningarlegri fjölbreytni með
því að varðveita menningararf hvers samfélags
fyrir sig, hvers héraðs og hóps.
Í þessu er samt fólgin ákveðin þversögn, því
að enda þótt menningararfinum sé þannig stillt
upp sem brjóstvörn gegn hnattvæðingu, kallar
hnattvæðingin líka beinlínis eftir skilgreiningu
á staðbundnum menningararfi. Því háttar
nefnilega þannig til að menningararfsvæðing
síðustu áratuga helst þétt í hendur við ferða-
þjónustuna, eina af helstu atvinnugreinunum
sem þroskast hafa í skjóli hnattvæðingar. Til
þess að keppa um ferðamenn þarf að end-
urskapa staði sem áfangastaði. Til þess að
keppa hver við annan verða áfangastaðir síðan
að vera innbyrðis ólíkir. Þess vegna krefst hinn
alþjóðlegi túrismi þess að áfangastaðir skil-
greini hvernig þeir eru ólíkir öðrum áfanga-
stöðum; þannig hrindir hann af stað viðamikilli
skilgreiningu á sérkennum.
Við þekkjum þetta mætavel hér, þar sem
málþing eru haldin um svæðisbundin sérkenni
og stefnuplögg á sviði menningar leggja
áherslu á að skilgreina sérkenni sveitarfélaga,
héraða og heilu landshlutanna. Þannig er
menningararfsvæðingin meðal annars aðferð
til að búa til sérstaka áfangastaði fyrir ferða-
menn. Þess vegna, meðal annars, margfaldast
menningararfurinn ár frá ári og stöðugt fleira
er kallað ómetanlegur menningararfur og þess
krafist að vörður sé staðinn um hann.
Ævinlega pólitískt viðfangsefni
Hversu víðtæk sem menningararfsvæðingin
annars er orðin, verður nú samt ekki hjá því
komist að velja úr það sem að ráðstafa á fé og
þekkingu í að varðveita. Þess vegna er menn-
ingararfurinn ævinlega pólitískt viðfangsefni,
enda grundvallast hann á úrvali sem aldrei er
hafið yfir vafa, heldur er og verður alltaf bit-
bein. Úrvali sem endurspeglar ákveðið gild-
ismat og mótar ákvarðanir um hvernig fjár-
munum er ráðstafað og framkvæmdum
forgangsraðað. Þess háttar ákvarðanir geta
ekki annað en verið gildishlaðnar.
Þegar menningararfur er mótaður er um
leið dregin upp ákveðin mynd af fortíð og sam-
tíð, og af sambandinu þar á milli. Sumt er sett í
forgrunninn, annað í bakgrunninn, sumt er
flikkað upp á – fjármunum og þekkingu er ráð-
stafað til varðveislu þess – en öðru er leyft að
drabbast niður. Verndun og eyðilegging hald-
ast því ávallt í hendur og eru eins og sín hliðin
hvor á sama peningnum. Í menningararfinum
felst sumsé tilraun til að móta söguvitund. Sú
vitund helst þétt í hendur við sjónarhorn fólks
á samfélag sitt á líðandi stund og við sjálfs-
mynd þess sem þjóðfélagsþegna – þ.e. sem
„erfingja“ þeirra mannvirkja og fortíðarminja
sem sagt er að það hafi þegið í arf.
Saman við þessa söguvitund tvinnast skil-
greining á hópnum eða samfélaginu sem gerir
tilkall til menningararfsins, enda kallar hug-
myndin um menningu sem arf á spurningar
um hverjir séu erfingjar og hverjir ekki. Hafa
verður í huga að menningararfur er myndlík-
ing: Líkingin lýsir sambandinu á milli manna
og hluta með því að bera það saman við eigna-
tengsl. Eignarrétturinn er einkaréttur – hann
er réttur til að einoka og til að útiloka. Kjarni
eignarréttar er að eiga þess kost að útiloka
aðra frá því sem maður á. Myndlíkingin um
menningararf gefur því í skyn að til séu erf-
ingjar, en jafnframt sé til annað fólk sem ekki
hlýtur þennan arf. Þannig girðir menningar-
arfur Okkur sem deilum íslenskum menning-
ararfi af frá Hinum, sem þar með eru gerðir
arflausir í íslensku samfélagi. Það er illt að
lenda utan garðs, en gleymum ekki heldur að
við erfingjarnir stöndum eftir innan girðingar
og það er tæplega óskastaða.
Snertifletir
Verst er þó hvernig menningararfurinn skilur
nútíð frá fortíð og afmarkar þá síðarnefndu við
sérmerkta snertifleti. Við eigum að hafna
þessu sjónarhorni á samtímann, eða efast um
það í öllu falli, því morgundagurinn á meira
skylt við gærdaginn en hugmyndin um menn-
ingararf gerir okkur kleift að skynja. Orðin
sem við notum eru fengin að láni og fætur
þræða annarra spor. Menningararfur er nýr af
nálinni og skilgetið afkvæmi okkar tíma, en
okkar tími er hvergi nærri nýr.
Um menningararf sem hugtak og hreyfiafl hefur margt ver-
ið ritað undanfarin ár. Áhugasömum lesendum er bent á
bækurnar Destination Culture: Tourism, Museums, and
Heritage eftir þjóðfræðinginn Barbara Kirshenblatt-Gimblett
og The Heritage Crusade and the Spoils of History eftir land-
fræðinginn David Lowenthal, en báðar komu út árið 1998.
Við þær er stuðst um ýmislegt sem hér er sett fram.
Öllu ítarlegri útgáfa af þessari grein er væntanleg síðar í þess-
um mánuði í bókinni Frá endurskoðun til upplausnar
(ReykjavíkurAkademían og Miðstöð einsögurannsókna gefa
út). Um allar tilvísanir vísast til þeirrar útgáfu.
Menningararfur er nýr af nálinni
„Menningararfur er nýr af nálinni og skilget-
ið afkvæmi okkar tíma, en okkar tími er
hvergi nærri nýr,“ segir í þessari grein sem
er innlegg í umræðu um menningararfinn
sem sumum þykir fyrirferðarmikill í ís-
lenskri umræðu.
Eftir Valdimar Tr.
Hafstein
vth@hi.is
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Vær sá god, Flatöbogen Menningararfurinn afhentur Íslendingum 1971.
arf hafa sterka siðferðilega undiröldu. Ég hef
að vísu ekki rannsakað það sérstaklega, en orð-
stöðulykill myndi sjálfsagt leiða í ljós að þau
orð sem oftast standa með menningararfi í
setningu – fyrir utan „verndun“ og „varð-
veislu“ – séu sagnirnar að „glatast“ og að „tap-
ast“ (kannski er orðið „útrýmingarhætta“ ekki
langt þar á eftir). Þar sem menningararfur á í
hlut eru alltaf síðustu forvöð. Menningin virðist
þannig vera í stöðugri útrýmingarhættu og
engri tölu komandi á geirfugla menningarlífs-
ins.
Þegar við lifum á elleftu stundu, þá ríður á að
grípa undir eins til aðgerða: „Við verðum að
varðveita þennan menningararf svo hann
hverfi ekki fyrir fullt og allt!“ Með öðrum orð-
um felst í því ákveðin siðferðileg kröfugerð að
kalla eitthvað menningararf. Með því að kalla
það menningararf, höldum við því fram að það
sé gott og rétt að varðveita það og að verja til
þess tíma og kröftum og þekkingu og pen-
ingum. Að sama skapi væri vont og rangt að
gera ekki allt sem í okkar valdi stendur til að
varðveita það.
Sagan í neytendaumbúðum
Undir merkjum menningararfsins breytast
hversdagslegir hlutir í nokkurs konar safn-
gripi. Við þessa umbreytingu er hver hlutur um
sig jafnframt fastbundinn. Allt er í heiminum
hverfult, allt annað tekur breytingum, en
menningararfurinn má hins vegar ekki breyt-
ast. Hann á að vera fastinn innan um breyt-
urnar; alveg eins á morgun og hann var í gær.
Allar breytingar á menningararfinum horfa
þess vegna til verri vegar. Um leið staðfesta
allar breytingar á menningararfinum að hann
sé sannarlega í útrýmingarhættu og þarfnist
virkilega verndar.
Ég held að það sé eitthvað í innsta kjarna
hugmyndarinnar um menningararf sem kallar
á þetta stöðuga ógnarástand. Menningararfur
birtist okkur alltaf í tilteknum hlutum, til dæm-
is í ákveðnum mannvirkjum, tilteknum gripum,
vissu atferli eða tjáningu. Það eru þessir hlutir
sem við köllum menningararf. Með öðrum orð-
um, felur menningararfur í sér hlutgervingu
menningarinnar eða hlutgervingu fortíð-
arinnar. Með því að hlutgera menningu er
henni sniðinn sá stakkur að það liggur beint við
að álykta að hún sé á hverfanda hveli. Þess
vegna steðja stöðugar ógnir að menningararf-
inum, þess vegna er hann ævinlega í þann veg-
inn að glatast, því að hlutir eru forgengilegir –
á meðan sagan er það ekki.
Þessi hlutgerving á fortíðinni held ég að segi
sína sögu um samfélag okkar daga. Ég held
hún haldist þétt í hendur við hlutgervingu
framtíðarinnar í nýjustu neysluvörunum
hverju sinni. Menningararfur, með öðrum orð-
um, er sá stakkur sem fortíðinni er sniðinn í
neyslusamfélaginu. Menningararfur er sagan í
neytendaumbúðum.
Áfangastaðamenning
Menningararfsvæðingin tengist jafnframt öðr-
um samfélagsbreytingum okkar daga. Að vissu
marki má segja að hún sé andsvar við annarri
„-væðingu“, hnattvæðingunni. Andspænis vax-
andi einsleitni sem að sögn fletur út allan
menningarmun er menningararfurinn tæki til
að skapa tilfinningu fyrir staðnum og fyrir
staðbundnum gildum, þessu sérstaka. Þannig
er á alþjóðavettvangi oft rætt um mikilvægi Höfundur er lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands.