Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Qupperneq 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006 | 11 Skoski fræðimaðurinn og afkasta-mikli skáldsagnahöfundurinn Alexander McCall Smith sendi ný- lega frá sér nýja bók um kven- spæjarann góð- kunna Precious Ramotswe. Bókin nefnist Blue Sho- es and Happi- ness. En þar fæst kvenspæjarinn, ásamt aðstoð- arkonu sinni Mma Makutsi, m.a. við óhugnanlegt fjárkúg- unarmál, þrönga bláa skó, auk þess sem þær rekast á kóbraslöngu og njóta bolla eftir bolla af rauðrunnatei undir heiðbláum himni Botswana.    Christopher Moore er fátt heilagt,enda hefur hann gert grín að vel flestu í bókum á borð við Fluke, Lamb og Santa Claus. Nýjasta bók hans A Dirty Job bendir þó til þess, að sögn gagnrýnanda New York Times, að fíflaskapur Moore eigi sér sín takmörk. En þar gerir höfundurinn grín að vít- ishundum og djöflum. Blaðið segir sögur Moore, jafnvel þegar höfund- urinn er ekki upp á sitt besta, þó allt- af lestursins virði. Þar megi nefnilega alltaf finna innblásin augnablik sem ekki sé hægt annað en að njóta.    Íjanúar 1947 var Fray AugustinLeyre frá dóminíska rannsókn- arréttinum og sérfræðingum í túlk- unum leyniskila- boða sendur til að hafa yfirumsjón með lokafrágangi Leonardo Da Vincis á freskunni heimskunnu Síð- asta kvöldverð- inum. Leyre var sendur af Alej- andro VI páfa sem hafði haft fregnir af því að Da Vinci léti læri- sveinana vera geislabaugslausa, að sjálfan gralinn helga vantaði alfarið á myndina og að Da Vinci hefði komið sjálfum sér fyrir í myndinni, með bakið í Jesúm. Fyrir slíka hluti hefði Da Vinci auðveldlega getað endað frammi fyrir rannsóknarréttinum. Nýjasta skáldsaga Javier Sierra, The Secret Supper, er uppfull af umdeild- um atvikum í tengslum við myndina og spurningum á borð við hvort Da Vinci hafi verið guðleysingi og ekki víst að lesendur bókarinnar geti nokkurn tímann litið þessa kristilegu mynd Da Vincis sömu augum framar.    Þegar val stendur um vonbiðla –annan ljúfan, tryggan og áreið- anlegan og hinn myndarlegan, hættulegan og óáreiðanlegan – hefur kvenhetja enskrar skáldsögu þá nokkurn tímann valið skynsamlega kostinn? Söguhetja nýjustu skáld- sögu Katherine McMahon, The Alc- hemist’s Daughter, er enginn und- antekning frá þessari óskráðu reglu. Aðeins 18 ára gömul tekur hún óþokkann fram yfir virðulegan prest og leggst í ólifnað í London. Þrátt fyrir svo fyrirsegjanlega atburðarás er bókin þó langt í frá að vera kjána- leg að mati gagnrýnanda Daily Tele- graph, sem segir alvarlegan stíl McMahon sem og umfjöllun um stjórnmál og kvenfrelsi við upphaf 18. aldar setja hana í allt annan flokk.    Bók fræðimannsins Jesper Jesp-ersen og fyrrum ráðherrans Bent Rold Andersen er þarft og gagnrýnið innlegg í umræðuna um danska velferðarsamfélagið að sögn danska blaðsins Information. Bókin nefnist Velfærdsdebat på vildspor og segja höfundarnir þar stærsta vandamál velferðarsamfélagsins ekki vera eftirlaunagreiðslur eða lægri eftirlaunaaldur, heldur þær 900.000 manna sem í Danmörku í dag eru á atvinnuleysisskrá. Ekki dugi að beina athyglinni einungis að tveimur; eftirlaunaaldri og fjármögnun, því fjölda annarra þátta þurfi líka að skoða. Alexander McCall Smith Javier Sierra Erlendar bækur Bók Andra Snæs Magnasonar, Drauma-landið – sjálfshjálparbók handahræddri þjóð (Mál og menning 2006),hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur. Þrennt vekur þó sérstaka athygli við útkomu hennar. Það er í fyrsta lagi forvitnilegt að sjá hvað markaðurinn hefur tekið vel við sér þrátt fyrir að bókin komi út utan hins hefðbundna útgáfutíma tveimur mánuðum fyrir jól. Bókin hefur selst í um 4.000 eintökum sem myndi teljast mjög góð sala á bók sem þessari í jólabókaflóðinu. Útgefendur þurfa varla að velkjast í vafa lengur, á meðan þeir gefa út góðar bækur þá seljast þær jafnt að vori sem hausti. Í öðru lagi er bók Andra Snæs hugsanlega merki um að rithöfundar séu farnir að sýna meiri áhuga á samfélagslegum efnum. Það er að minnsta kosti langt síðan skáldsagnahöfundur og ljóðskáld hefur tekið þjóðfélagslegt hitamál til umfjöllunar með þessum hætti og líklega enn lengra síðan slík skrif hafa vakið jafn almenna at- hygli. Andri Snær var reyndar einnig í hópi rithöf- unda og fræðimanna sem tóku sig saman fyrr í vetur til að vekja athygli á stöðu íslenskrar tungu. Af því framtaki spratt einnig mikil og almenn um- ræða. Í báðum þessu tilfellum hafa stjórnvöld hins vegar haft sig lítið í frammi og það er einmitt þriðja atriðið sem bók Andra Snæs hefur vakið sérstaka athygli á. Það vekur satt að segja furðu hvað íslensk stjórnvöld, sem bera auðvitað ábyrgð á virkjana- og stóriðjustefnunni, komast léttilega upp með að þegja um efni bókarinnar. Í henni eru settar fram vel rökstuddar efasemdir um stefnu stjórnvalda, um hugmyndafræðina sem liggur að baki henni og um framkvæmd stefnunnar. Í raun rökstyður Andri Snær þá skoðun með mjög sann- færandi hætti að stjórnvöld hafi misskilið hlut- verk sitt og landsins með mjög alvarlegum hætti. Hvers vegna þegja þau yfir því? Vita þau upp á sig skömmina? Finnst þeim Andri Snær ekki svara verður? Þögn í Draumalandi Erindi Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ’Það vekur satt að segja furðu hvað íslensk stjórnvöld, sembera auðvitað ábyrgð á virkjana- og stóriðjustefnunni, kom- ast léttilega upp með að þegja um efni bókarinnar.‘ N ý skáldsaga portúgalska Nób- elsverðlaunahafans José Sara- mago fjallar um það versta sem hugsanlega getur gerst, hún fjallar um fjarvist dauðans. Er ekki allt sem dauðanum við- kemur annars menning? Jafnt viðbrögðin við honum sem tilhugsunin um hann og flóttinn und- an honum. Dauði er menning, allt í menningu okkar tengist dauðanum. Enda hefur svo ótal- margt verið sagt um dauðann og ólíklegt að neitt sem frumlegt gæti talist komi fram þar um, freistingin er að segja ekki neitt um eitthvað sem svo mikið hefur verið sagt um. Frá framleiðendum fugla- flensunnar kemur ný bók eftir José Saramago. Þetta er hamfarabók á tímum hamfaraótta, bók í ætt við Pláguna eftir Camus eða Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson. Hún fjallar um það versta sem hugsanlega getur gerst og byrjar á setning- unni „Daginn eftir dó enginn.“ Bók Saramago, Las intermitencias de la mu- erte – köllum hana bara Um slitróttan tíma dauðans – gerist hjá ónefndri þjóð í ótilgreindu landi þar sem dauðans óvissa tíma er skyndilega aflétt og þegnar ríkisins hætta að deyja. „Daginn eftir dó enginn“ og þannig heldur það áfram: Enginn deyr innan landamæra ríkisins næstu daga og næstu mánuði. Í fyrstu brýst út fögn- uður yfir þessu nýfengna eilífa lífi en fljótlega taka að renna á fólk tvær grímur. „Fjarvist dauðans er það versta sem hent getur mann- skepnuna,“ segir Saramago í nýlegu viðtali. Eftir skammvinn veisluhöld tekur við glundroði, fólk fer að freista þess að neyða dauðann til að drepa. Sjúklingum batnar ekki og aldnir yngjast ekkert, dauðastríð fólks heldur áfram – án afláts. Deyr enginn, Nei, ekki innan landamæranna, Er einhver ástæða fyrir þessu, Nei, fyrir því er ekki gefin ástæða, engin trúarleg eða yfirskil- vitleg skýring blasir. Lesendur Saramago kann- ast við stíl nýju bókarinnar, í bókum hans er sér- stakur ritháttur sem einkennist af því meðal annars að greinarmerkjasetning er með sínu móti, setning byrjar á stórum staf á eftir kommu og þá veit lesandi að ný persóna hefur tekið til máls, annarri kommu fylgir ný setning með stórum staf og þá talar viðmælandinn. Mikið flæði skapast með þessari aðferð, Eru þetta ekki ofsalega þungar bókmenntir? Nei, það er ekki, Ekki? Nei, í raun skapar stíllinn ekki fyrirstöðu þegar maður er á annað borð kominn inn í hann, verður þvert á móti talmálslegur, eðlilegur, sam- ræðukenndur. Viðfangsefnið er líka kunnuglegt úr verkum Saramago: Eitthvað óvænt og katastrófískt hendir í heilu samfélagi, í Blindu varð fólk blint upp úr þurru, í Ritgerð um skýr- leika tók heil þjóð upp á því að skila auðu í kosn- ingum án þess að um samantekin ráð væri að ræða. Hér hættir fólk að deyja. Kunnuglegt þema, kunnugleg tegund bókmennta: en við skulum ekkert almennt segja, túlkun er ofbeldi, fjarvera dauðans óhugsandi og því líkleg, menn- ing er glapræði sem heldur sig hjálpræði. Bókin er skrifuð í samhengi þar sem auðvelt er að trúa á hið ólíklega, í óraunsæishefð. Þetta er and-rómantísk leið til að fjalla um dauðann, hann er ekki dulúðugur og ógnvekjandi og hræðilegur og í skrifum rómantíkera. En satt að segja virðist ný bók portúgalska Nóbels- verðlaunahafans (köllum hana Bilkvæman dauð- ann), hálf þunnur þrettándi í fyrstu. Allt gott á sínum stað: Nálæg og hlý sögumannsrödd sem oft talar í fyrstu persónu fleirtölu, „við“, rödd ei- lífðar og sögu, vitundar og visku, sem leiðir les- anda um vítt svið þar sem skoðaðar eru afleið- ingar þess að dauðinn lætur af komum sínum. Engin söguhetja, ekkert einstakt sem táknar hið almenna heldur vitund sem flakkar um heilt samfélag og tekur stikkprufur án þess að fylgja þeim endilega eftir. Neyðarástand myndast í landinu, fólk getur ekki dáið, mafían kemur sér upp bissness við að koma fólki yfir landamærin, um leið og yfir þau er komið deyr fólk (talandi um landamæri lífs og dauða) og líkfylgdin getur grafið hinn látna og snúið við. Og sem fyrr sýnir Saramago inn í starfshætti yfirvalda. Ekki með því að gera leiðtoga að skrípafígúrum heldur með því að fylgjast með því hvert rökrétt fram- vinda leiðir þá. Þetta eru ráðherrar og forsetar og ein eftirminnilegasta aukapersóna bókarinnar er sjónvarpsstjóri. Dauðinn er nauðsynlegur hverju þjóðfélagi, á þessu átta menn sig fljótt, hvað eiga þeir að gera í eftirlaunagreiðslum þeg- ar fram líða stundir? Það gengur ekki, þjóðfélag- ið færi á hausinn. Og á hverju byggjast trúar- brögðin og kirkjan öðru en dauðanum – engin upprisa er án dauðans og án upprisu er engin kirkja. Stíllinn er formlegur og samtölin kurteis (höfundurinn er kominn yfir áttrætt, verður manni hugsað). Stemningin nær að vera und- arleg, ankannaleg, þetta er sami annarleiki og í Öllum nöfnunum, annarri bók höfundar, en allt miklu almennara enda er ekki fókuserað á neinn – allt er almennt án þess þó að bókin verði ess- eyja. Ætlar ekkert að verða úr þessu hjá hon- um? Saramago er ekki beinlínis lýríker, til eru Portúgals-lýrískir höfundar eins og Pedro Paixão sem halda í þessa ljóðrænumystík (skáldsagan Portokyoto (sem gerist í borgunum sem í titl- inum felast, Porto, Kyoto og Tokyo) á óvænt stefnumót við japanska lýrík sem er ljóðræna af sama meiði). Saramago er intelektúel, höfundur skarprar greiningar – og einhvern veginn var greiningin á lýðræði sem að baki Ritgerð um skýrleika lá betri, óvæntari, frumlegri. En síðan rætist úr Bilkvæmum dauðanum. Um miðja bók kemur ný persóna til sögunnar: dauðinn. Hverju skyldi það annars sæta að dauð- inn er karlkyns á íslensku þegar hann er kven- kyns á svo mörgum tungumálum? Slíkt hefur merkingu, fjöll eru kvenkyns, dauðinn karlkyns, hverju sætir það? dauðinn (hún ritar nafn sitt með litlum staf) snýr aftur og sendir frá sér yf- irlýsingu þess efnis að héðan í frá muni hún gera boð á undan sér. Það gerir hún, dauðinn sendir bréf til þeirra sem hún mun vitja og gefur þeim viku til að ganga frá sínum málum, gera upp það sem óuppgert er, kveðja ástvini sína, hnýta lausa enda í lífi sínu. Tíminn verður dauðans fullvissi tími. Höfundur hefur sagt að þetta sé skemmtileg- asta bókin hans. Pilar del Rio, eiginkona Sara- mago, þýðir bækur hans jafnóðum á spænsku (á milli þeirra er falleg ástarsaga) og eftir að bókin kom út tróndi hún efst á metsölulista á Spáni lengi allt þar til hún vék fyrir verðugum keppi- nauti, Ástríki. En það gera bækur hans reyndar alltaf; skemmtilegasta bók Saramago fjallar um dauðann en hún er líklega sú stysta, raunar er það svo að hún er gerð löng með setningu bók- arinnar þar sem lítið er sett á hverja blaðsíðu. Þetta er algengt og allsenginn glæpur, þvert á móti, bækur Javier Marías eru sama marki brenndar, ekki jafn langar og þær eru gerðar í uppsetningunni, hér á landi er þetta gert til dæmis við bækur Ólafs Jóhanns Ólafssonar og bækur Gyrðis Elíassonar hafa verið gerðar held- ur lengri en þær gætu verið. Það loftar um text- ann og hann fær pláss til að hreyfa sig og anda eins og til merkis um að hann skipti máli. Kannski eru þemun sem Saramago velur sér líka til þess fallin að bók eftir hann sé lengd, hann skrifar Jesúsarguðspjallið, notar tvífaraminnið sem þema, spinnur sögu úr persónu eftir helsta skáld Portúgals, Fernando Pessoa, skrifar bók um lýðræði og skrifar bók um dauðann: Stór, miðlæg, klassísk þemu. Bókin skiptist í þrennt, fyrst er hið almenna, síðan kemur dauðinn. Hið almenna orkar ögn bragðdauft og ekki massív kenning að baki líkt og í síðustu bók Saramago – en hvað er maður að kvarta, fæstir íslenskir rithöfundar eru miklir hugsuðir. dauðinn er sterk persóna – kvenkyns, skyld persónu sem franski rithöfundurinn Marcel Proust sá fyrir sér sem mynd dauðans, og það lifnar yfir textanum. Í lokahlutanum kemur sellóleikarinn til sögunnar. Stemningin verður þá fyrst óræð: bréf dauðans til sellóleik- arans berast jafnskjótt óopnuð til baka. Þessu botnar dauðinn ekki í enda hefur enginn borið sigur úr býtum í viðskiptum við hana. Hún fer á stúfana til að athuga hverju sæti. Síðasti hlutinn er músíkalskur, alvöru ljóðræna leggst yfir allt, frásögnin brýtur lögmál en ekki eins og hund- ingi, uppáhalds söguhetja Saramago er hund- urinn, hann birtist hér enn á ný. Mér skilst að hundur Saramago hafi geispað golunni á dög- unum. Lokasetning bókarinnar lemur mann með hamri í höfuðið svo maður þarf að byrja lest- urinn að nýju. Gerir bókina, kippir henni úr og í samhengi. Ha? Hvað þá? Hvernig getur ein setn- ing komið manni á óvart eins og dauði sem allir vita að von er á? Saramago hefur látið hafa eftir sér að eina vörnin gegn dauðanum sé ástin. Dauðinn og sellóleikarinn Morgunblaðið/Þorkell Jóse Saramago Hann hefur sagt að nýjasta skáldsag- an sé skemmtilegasta bókin sín. Eftir Hermann Stefánsson hermannstefansson- @yahoo.com „Daginn eftir dó enginn.“ Á þessari setningu hefst ný skáldsaga portúgalska nóbelshöf- undarins Jóses Saramago, Las intermitencias de la muerte eða Um slitróttan tíma dauðans, sem gerist hjá ónefndri þjóð í ótilgreindu landi þar sem dauðans óvissa tíma er skyndi- lega aflétt og þegnar ríkisins hætta að deyja. Höfundur er bókmenntafræðingur og rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.