Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Qupperneq 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006
Á
nægjulegt hefur verið að fylgj-
ast með umræðum hér í Les-
bókinni um erfiðleika fræði-
bóka, úrelta söguskoðun og
ímyndir þjóðarinnar. Allir
fletta Lesbókinni, aðstoð-
armaður forseta, menntamálaráðherra og
menn hennar … og hljóta nú að vera við að
taka sig á sögulega. Ekki er þó laust við að
bakari hafi verið skammaður fyrir smið, því
umrætt sambandsleysi sögu og þjóðar er fyrst
og fremst sagnfræð-
ingum að kenna því þeir
hafa lítt haldið sér fram,
hvað þá skipt sér af há-
tíðaræðum hins opinbera. Háskólar hafa enn
að nokkru yfir sér helgi kirkjunnar sem þeir
uxu úr, þar ríkir kyrrlát önn utan samfélags. Í
mesta lagi hefur þar verið flissað og tautað of-
an í bringuna yfir vitleysu ráðamanna sem
tala á nótum 19. aldar hugmynda, án þess að
vera innvígðir í rannsóknir síðustu aldar.
Þögnin sem ríkt hefur minnir á það áður fyrr
þegar umræða um trúmál og kynlíf þótti ekki
við hæfi á miðlægum opinberum vettvangi.
En Guði sé lof, nú vill sagnfræðin tala beint
og tæpitungulaust við þjóðina alla og ráða-
menn. Brava! (hún er kvenkyns, bravó er
karlkyns).
Með því að gagnrýna málflutning sjálfs for-
setans hefur Sigurður Gylfi Magnússon af-
helgað forsetaembættið. Þar með féll síðasti
steinninn í lénspíramídanum. Nú má skamma
hann rétt eins og okkur hin. Lýðræðið er and-
styggilegt, það sést best á þessu, royalismi og
fyrirskipuð ríkistrú var þægilegri en hryll-
ingur hins frjálsa nútíma þar sem ekkert er
heilagt. Allt er miskunnarlaust tætt sundur á
lyklaborðinu og alveg jafnt þótt lambið sé við-
kvæmt, höfundur, listamaður eða önnur vera
sem svarar ekki fyrir sig. En tilgangurinn er
að sníða af galla mannfélagsins … og til þess
nota menn óhjákvæmilega særandi tól.
Tímabær afbygging þjóðarmontsins
Grein Sigrúnar Pálsdóttur – „101 árs gamalt
íslenskt mont – í Lesbókinni 4. mars var
himnasending ofan í þessa viðkvæmu um-
ræðu, því hún sýnir með skýrum dæmum
hvernig ímyndin um framúrskarandi menn-
ingarsamfélag hér á landi varð til í bókum,
breiddist út og ummyndaðist smám saman í
þjóðarmont. Sigrún segir í þessari grein að
heimar fræðasamfélagsins og söguvitund
ráðamanna nái ekki saman, en samt byggði
hún með grein sinni brú milli þessara heima
sem útskýrir allt. Í þjóðbyggingunni gerðum
við út á það sem sárfátæk nýlenda að eiga
forna bókmenntasögu og dýrkunin á tungu og
miðaldaritum umbreyttist í mont á öllum svið-
um sem umheimurinn les sem vanmátt-
arkennd. Þetta hafa sagnfræðingar og fleiri
lengi séð og borið kinnroða fyrir, en heila-
þvottur ungmennafélaganna er inngróinn.
Staðreyndir úr grein Sigrúnar ættu að
duga til þess að forseti og minni páfahirðir
breyti tóni hátíðaræðunnar. Veruleikinn og
þar með fortíðin er flókin, en skakkar ímyndir
er tiltölulega auðvelt að leiðrétta ef eðlilegt
lýðræðislegt flæði er milli fræðanna og fólks-
ins. Nú eru þau skilaboð ítrekað send frá
sagnfræðingum að löngu sé tímabært að af-
byggja montið og setja upp grímu raunsærri
sjálfsímyndar. Montið fólk er óþolandi ef inni-
stæðan er ekki fyrir hendi. Gleði mun samt
vera holl fyrir ónæmiskerfið og það gerði
þjóðinni örugglega gott á síðustu öld að sækja
kjark til þessarar ímyndar – en þess þurfum
við ekki lengur. Við erum búin að jafna efna-
hagsskekkjuna svo nú blasir við að fínpússa
og ná dýpri fágun og viti á ýmsum sviðum
menningarlífsins.
Afbyggja þarf fleiri vörður íslenska monts-
ins, svo loftið streymi rembingslaust í lungu,
og kem ég nú að tælandi fyrirsögn þessarar
greinar. Moli úr fræðiriti frá 1989 hefur ekki
skilað sér í þjóðarvitundina – flæðið er ekki
betra en það – svo hér þarf að hnykkja á. Ný-
lega urðum við enn einu sinni fallegust kven-
þjóð í heimi og belgdumst út af sjálfsánægju
æðri kynstofns og því er rétt að minna á sögu-
lega skýringu sem liggur í augum uppi:
Á síðari öldum voru yfirráð yfir landi for-
senda þess að fólk fengi að stofna fjölskyldu,
duglegir karlmenn gerðust leiguliðar og völdu
sér kvenfólk. Aðeins helmingur kvenna giftist
og eignaðist afkvæmi og ströng viðurlög voru
við lauslæti utan hjónabands. Gamalt kvæði
sýnir að strákar með séns vildu fríðar, nettar
og þægar stelpur í gamla daga rétt eins og nú.
Þar sem bara sæti helmingur kvenna eignast
börn í aldaraðir gerist það sem kallað er
ræktun í búfjárvísindum og er einfalt lögmál
og áhrifamikið. Þetta skilja allir sem þekkja
hvernig íslenskt búfé hefur breyst á fáum ára-
tugum markvissrar ræktunar. Í umheiminum
var hlutfall kvenna sem voru óvirkar kynver-
ur miklu lægra því þar átti sér stað þensla,
meðan íbúatala hér stóð í stað. Ef aðeins
helmingur kvenna fjölgar sér í margar kyn-
slóðir og karlar velja þær fallegu virkar það
sem ræktun.
Kvæði séra Snorra á Húsafelli sem ég birti
í ævisögu hans (bls. 66–74) lýsir því hvernig
18. aldar karlar vildu hafa konur sínar, og
mætti halda að þar talaði fulltrúi glans-
tímarits: ein er of nasabrött, önnur of
mjaðmagleið, þriðja of mittisdigur, fjórða of
grannleit, fimmta of mjó, sjötta of undirleit,
áttunda of þykkleit … ótækt þykir einnig að
kona sé búlduleg, augnagleið, með trippafés,
afturstæðan daus (rass), opið tannagil eða
geitur og hnúð á nefi! Þegar ófríður helm-
ingur hvers árgangs er um aldir gerður óvirk-
ur með ströngum lögum gegn getnaði verður
auðvitað hærra hlutfall fegurðar meðal hóps-
ins. Það eru sem sagt ekki yfirnáttúrulegir
kostir okkar dásamlegu þjóðar sem skýra feg-
urðina, heldur grimm sagan.
Næst þegar útlendingar dásama fegurð ís-
lenskra kvenna er auðveldlega hægt að segja
frá hröðun náttúrulegs úrvals sem leiddi af
því að jarðnæði vantaði í landinu og Stóri-
dómur refsaði fyrir kynlíf ógiftra. Segja má
þetta á einfaldari hátt á glópísku (lélegri
ensku): ljótu konurnar fengu í mörg hundruð
ár ekki að eiga börn!
Auka verður tengsl
fræðimanna og almennings
Einu sinni var sagt að blek væri öflugra en
blý, og þar átt við byssukúlur. Puttar sagn-
fræðinga hafa dunið á lyklaborðinu: Heims-
álfa sem missti stóran hluta innfæddra vegna
ruddaskapar hvíts landsnáms vill ekki krjúpa
fyrir fyrsta hvíta barninu sem fæddist þar.
Siglingatæknin sem gerði að verkum að skip í
eigu Íslendinga fóru til Ameríku var norsk.
Norðmenn eiga landvinningana. Enda sigldu
þeir víkingaskipi á heimssýninguna í Chicago
1893, sem haldin var til að fagna því að 500 ár
voru liðin frá siglingu Kólumbusar. Íslend-
ingar þar vestra borguðu undir Matthías
Jochumsson og hann kom því þá í Chicago-
blöð að þótt faðir Eiríks væri norskur væri
Leifur sjálfur fæddur á Íslandi. Áður hafði
komið út rit Vestanhafs um þennan fund Am-
eríku. Á þessum tíma var rétt að koma þess-
um fróðleik til skila – hvít sekt gagnvart
þriðja heiminum hafði lítið gert vart við sig.
Aftur á móti eigum við Snorra því hann
fæddist öldum eftir landnám og er séríslensk
afurð samruna írskrar og norskrar menning-
ar. Jafn langt var frá því að Bretar stigu á
Playmouth rock og Kanar fóru til tunglsins og
frá landnámi hér til Snorra-Eddu. Bretar
þykjast ekki hafa farið fyrstir til tunglsins.
Norðmenn eiga enn til að eigna sér Snorra,
sem er létt pirrandi. Þeir eru með vanmátt-
arkennd sem gömul hjálenda Dana, enda lá
þeim á að verða fyrstir á pólana. Víst vex dug-
ur þess sem hefur verið niðurlægður.
Til að eðlilegt flæði verði milli fræðanna og
almennings sem vill lesa verður að koma góð-
um fræðibókum gegnum orrahríð áreitis og
auglýsinga til lesenda. Sterkir fjölmiðlar
verða að hjálpa til með því að hafa eftir bóka-
flóðið – á bókafjöru – umfjöllun um bækurnar
sem drukknuðu í flóðinu. Fjalla þarf um góð-
ar, nýjar íslenskar bækur allt árið, þótt þær
komi út til sölu um jólin. Það getur verið gríp-
andi og skemmtileg umfjöllun, ef hún er rétt
matreidd.
Hin hliðin á málinu er sjóðirnir sem gera
ritun fræðibóka mögulega. Launasjóður
fræðiritahöfunda er smán að stærð og full-
trúaráð Rannís stígur á hugvísinda sviðinu æ
lengra inn í fílabeinsturninn. Að fræði á sviði
hugvísinda skili sér til almennings er lýðræð-
iskrafa, sambærileg við slagorðið að vísindin
eigi að skila sér til atvinnuveganna. Fé verður
að streyma til þeirra sem stunda vandaðar
fræðirannsóknir sem miða að því að skila
læsilegum texta til almennings. Grípandi texti
og góð fræðimennska fara vel saman, eins og
viðurkennt er nú orðið, þótt fólk sem vill
starfa í þessum geira sé svelt.
Þegar þessu hefur verið kippt í liðinn og
þjóðin veit meira um menningu sína og fortíð,
þá kannski gæti orðið sannleikskorn í því að
við séum bóka- og menningarþjóð. Við þurfum
samt ekkert að hrópa það á torgum. Látum
verkin tala.
Ræktaði samfélag síðari
alda fegurð kvenna?
Það eru til sögulegar skýringar á fegurð ís-
lenskra kvenna. Við gætum sjálfsagt fundið
sögulegar skýringar á mjög mörgu ef við
myndum bera okkur meira eftir þeim. Það er
að minnsta kosti ekki vanþörf á að reyna að
koma á eðlilegu flæði milli fræðimanna og al-
mennings.
Eftir Þórunni
Valdimarsdóttur
thorvald@islandia.is
Höfundur er sagnfræðingur.
Morgunblaðið/Eggert
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, ungfrú heimur „Næst þegar útlendingar dásama fegurð íslenskra kvenna er
auðveldlega hægt að segja frá hröðun náttúrulegs úrvals sem leiddi af því að jarðnæði vantaði í land-
inu og Stóri-dómur refsaði fyrir kynlíf ógiftra. Segja má þetta á einfaldari hátt á glópísku (lélegri
ensku): ljótu konurnar fengu í mörg hundruð ár ekki að eiga börn!“
Innlegg í umræðuna
um þjóðarímynd
og fræði
’… ein er of nasabrött, önnur of mjaðmagleið, þriðja ofmittisdigur, fjórða of grannleit, fimmta of mjó, sjötta of
undirleit, áttunda of þykkleit … ótækt þykir einnig að
kona sé búlduleg, augnagleið, með trippafés, aftur-
stæðan daus (rass), opið tannagil eða geitur og hnúð á
nefi! Þegar ófríður helmingur hvers árgangs er um aldir
gerður óvirkur með ströngum lögum gegn getnaði verð-
ur auðvitað hærra hlutfall fegurðar meðal hópsins. Það
eru sem sagt ekki yfirnáttúrulegir kostir okkar dásam-
legu þjóðar sem skýra fegurðina, heldur grimm sagan.‘