Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Page 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. apríl 2006
Ég verð að sýna þér myndir, sagði Ragnar Axelsson ogsýndi mér bunka af ljósmyndum. Hann hafði verið aðþvælast um landið þegar hann heillaðist af klökumsem velktust um og bráðnuðu í fjörunni neðan við Jök-
ulsárlón á Breiðamerkursandi. Skrifa um hvað? spurði ég. Skoð-
aðu myndirnar, sagði hann, sérðu ekki
andlitin, þarna eru augu, lengst inni í
ísnum og þarna er einhver vera og yf-
irborðið er sérkennilega gárótt eins og drekahúð. Myndirnar
voru tærar og fallegar og þarna voru vissulega augu og andlit og
þau voru greinilega ævaforn.
Til að ímynda sér hvað getur mögulega búið í ísnum má byrja á
því að leita í smiðju Masaru Emoto. Hann er japanskur vís-
indamaður sem hefur rannsakað og gefið út bækur um vatn og ís-
kristalla. Í bókinni Falin skilaboð í vatni segir hann frá rann-
sóknum sem hófust af tilviljun þegar honum datt í hug að kanna
betur máltækið ,,engir tveir ískristallar eru eins.“ Hann frysti
vatn og tók myndir af kristöllunum og komst að því að það var
vissulega eitthvað til í þessu máltæki. En hann vildi kanna hvers
vegna vatnið tók á sig svo ólíkar myndir, hvað hefði áhrif á ís-
myndunina og formin sem vatnið tók á sig þegar það fraus, hvers
vegna sumir kristallar voru eins og demantar, ægifagrir og
reglulegir en aðrir ósamhverfir, dökkir eða sundraðir. Lind-
arvatn var þannig gjörólíkt kranavatni Tókýóborgar sem tók
ekki á sig neina mynd þegar það fraus.
Rannsóknir Emotos tóku óvænta stefnu þegar hann ákvað af
rælni að sjá hvaða áhrif tónlist og hljóðbylgjur hefðu á vatnið.
Þannig ljósmyndaði hann ís sem myndaðist þegar hann spilaði 5.
sinfóníu Beethovens, Mozart, Bach og ,,Let it be“ eftir Bítlana. Í
öllum tilfellum mynduðust einstaklega skærir og fallegir krist-
allar en ,,Heartbreak Hotel“ eftir Elvis Presley varð frekar ljót-
ur og sundraður ískristall, sömuleiðis allt dauðarokk. Emoto
gekk síðan ennþá lengra og skrifaði ,,ég elska þig“ á miða. Hann
límdi miðann á vatnsflösku og geymdi hana í nokkrar klukku-
stundir. Hann frysti vatnið og ljósmyndaði ísinn sem varð auðvit-
að ægifagur. Áfram hélt hann og skrifaði orðið ,,takk“ á 10
tungumálum og áhrifin voru söm. Hann bar saman myndir af ís
úr vatni sem hafði verið hlaðið með orðunum ,,engill“ ann-
arsvegar og ,,satan“ hinsvegar og andstæðurnar voru eins og við
var að búast. Hann tók myndir af vatni sem barnahópur hafði
hlaðið með því að syngja vögguvísu og hrópa ,,þú ert falleg“. Þá
mynduðust sérlega fallegir og fullkomnir kristallar sem hann
ljósmyndaði og birti í bók sinni.
Það skiptir ekki öllu máli hversu fullkomin eða raunsæ vísindi
þetta eru. Lífið yrði talsvert leiðinlegra ef einhver afsannaði að
orð eða hugsanir skiptu máli. Með rannsóknum sínum og ljós-
myndum þykist Emoto hafa sannað að hugsanir og orð hafi bein
áhrif á efnisheiminn, ekki síst vatnið í heiminum. Maðurinn er
70% vatn, yfirborð jarðar er 70% vatn og heilinn sjálfur um 90%
vatn og Emoto vill meina að jákvæðar og fallegar hugsanir skili
sér beinlínis út í veröldina. Emoto segir að alveg eins og jöklar
’Emoto segir að alveg eins og jöklar geymaótrúlegt magn upplýsinga um veður og loftslag
þá geymir vatn heimsins ómældar leifar af
minningum þeirra lífvera sem vatnið hefur
runnið í gegnum á hringrás sinni.‘
Eftir Andra Snæ Magnason
andri@simnet.is