Morgunblaðið - 11.01.2006, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
L
ánið lék við mig fyrir
nokkrum árum þeg-
ar ákvörðun var tek-
in um það að fá hund
á heimilið. Ég hef
alla tíð verið ákaflega hrifin af
köttum og köttur hefði verið mitt
fyrsta val að öllu jöfnu. Ein-
hverra hluta vegna var samt
ákveðið að fá hundinn og sú
ákvörðun var góð. Hundurinn
hefur nefnilega orðið til þess að
ég geng á hverjum degi í klukku-
tíma minnst. Hundurinn vill fara
út og þá – nú, einhver verður að
fara með hann og mér finnst það
ljúft skylduverk.
Aðstæður hafa verið þannig
hjá mér að ég hef lengi átt heima
nálægt mörkum bæjarfélaga.
Þangað til fyrir ári átti ég heima
nálægt mörkum Seltjarnarness
og Reykjavíkur og síðan hef ég
verið búsett nálægt mörkum
Kópavogs og Reykjavíkur.
Gönguferðir eru góðar til að
hugsa og á gönguferðunum með
hundinn fljúga ýmsar hugsanir
um kollinn. Leiðin sem vanalega
var gengin vestur í bæ var eftir
Eiðsgranda og út á Nesið,
framhjá Gróttu og þann hringinn
aftur til Reykjavíkur. Núna geng
ég gjarnan sem leið liggur eftir
göngustíg sem liggur á mörkum
Lindahverfis í Kópavogi og
Breiðholts eða í áttina að Garða-
bæ og sting mér þar inn á milli
húsa áður en ég held aftur í mitt
bæjarfélag.
Það er ósköp stutt á milli þess-
ara bæjarfélaga. Bara lína sem
afmörkuð er með göngustíg.
Nú eru peningar og pólitík
ekki mínar ær og kýr. Stundum
velti ég þó fyrir mér af hverju
þessi bæjarfélög eru aðgreind.
Veit nefnilega sem er að þar
koma bæði peningar og pólitík
við sögu. Sameining sveitarfé-
laga er hugtak sem mikið hefur
verið talað um undanfarin ár,
ekki síst á landsbyggðinni.
Það hefur ekki farið fram hjá
mér að sveitar-, bæjar- og borg-
arstjórnir hafa mjög ákveðnar
skoðanir þegar kemur að samein-
ingu sveitarfélaga. Yfirleitt í þá
áttina að vera á móti sameiningu.
Af hverju skyldi það vera? Er
þetta bara tilfinningamál? Eða er
það af því að hver og einn vill
vera kóngur í eigin ríki? Hugsa
menn fyrst og fremst um eigin
hag og síðan sveitunga sinna?
Ég skal ekkert um það segja
hversu mikil pólitík er í spilinu,
hversu mikið snýst um peninga
og hversu mikið um tilfinningar.
Þó ímynda ég mér að sparnaður
við sameiningu stærstu embætt-
anna á höfuðborgarsvæðinu hlyti
að verða umtalsverður. Lands-
menn almennt held ég að hafi
ekki eins ákveðnar hugmyndir
um þessi mál og sveitar-, bæjar-
og borgarstjórnir og vilji helst að
hugað sé að því sem hagkvæmast
er. Samt viðurkenni ég að ég
gæti ekki hugsað mér að stað-
urinn sem ég ólst upp á, Húsavík,
yrði sameinaður Akureyri og
nafnið Akureyri yrði yfirfært á
Húsavíkina mína. Það er ein-
göngu tilfinningamál og peningar
eða sparnaður komast hvergi að í
þeim hugsunum. Hins vegar er
mér slétt sama hvort ég á núna
heima í Kópavogi eða Hafn-
arfirði, Garðabæ, Reykjavík eða
þá að nýtt nafn yrði fundið á
sameinað bæjarfélag. Bara ef ég
fengi að vera á mínum stað. Trú-
lega eru ekki allir sammála mér
um það. Hins vegar fyndist mér
það koma mér við hvort það kost-
ar mig meira eða minna að halda
uppi þeim embættum sem til þarf
til að reka lítið eða stórt bæj-
arfélag. Það kemur öllum við
hvort þeir borga meira eða
minna. Ef tilfinningar eru ráð-
andi hjá þeim á landsbyggðinni
sem ekki vilja sameiningu er það
skiljanlegra en ef tilfinningar
ráða á höfuðborgarsvæðinu.
Það yrði líklega óhjákvæmilegt
þegar kæmi að því að semja um
hvaðan slíku sveitarfélagi sem
sameinuðu höfuðborgarsvæði
yrði stýrt að sú miðstýring yrði
úr húsinu í Tjörninni. Þar kemur
til stærð Reykjavíkurborgar. Í
krafti stærðarinnar getur
Reykjavík krafist meira en hin
minni sveitarfélög. Enda hef ég á
tilfinningunni að borgarráð
Reykjavíkur sé jákvæðara gagn-
vart sameiningu sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu en
öll fámennari sveitarfélögin. Þeg-
ar allt kemur til alls snýst þetta
kannski bara um það hver fær að
ráða mestu.
Svo má reyndar líka velta því
fyrir sér hvort ekki sé raunhæfur
möguleiki að sameina allt landið í
eitt sveitarfélag með eingöngu
eina ríkisstjórn og útibú rík-
isstjórnarinnar í hverju sveitar-
félagi. Þá yrðu sveitar- og bæj-
arstjórnir úr sögunni.
Hvernig væri líka að skoða
þann möguleika að hafa enga rík-
isstjórn heldur ráða bara for-
stjóra sem vanur er að stjórna
stóru fyrirtæki, þeir eru jú lík-
lega til sem stjórna fjölmennari
fyrirtækjum en sem nemur öllum
Íslendingum, og láta þann for-
stjóra um að stjórna þessu bless-
aða bákni sem Ísland er? Og ráða
svo aðstoðarmenn forstjóra um
allt landið til að viðkomandi hefði
nú góða yfirsýn. Jæja, ókei, ég
veit að það er bilun að láta þetta
út úr sér, en þurfum við Íslend-
ingar allt þetta stofnanafargan
sem hér er?
Það eru vissulega margir fletir
á þessum málum og víst að bæði
peningar og pólitík spila þar
stórt hlutverk. Sameining sveit-
arfélaganna í landinu hlýtur þó
að vera á forgangslista allra
þeirra sem hafa skynsemina í
fyrirrúmi.
Svona velti ég vöngum á göng-
um mínum milli bæjarfélaga höf-
uðborgarsvæðisins og p-in tvö og
s-in tvö hafa óneitanlega verið
mér nokkuð ofarlega í huga um
tíma.
Mikið er ég fegin að ég fékk
mér hund en ekki kött.
P-in tvö
og s-in tvö
Nú eru peningar og pólitík ekki mínar
ær og kýr. Stundum velti ég þó fyrir mér
af hverju þessi sveitarfélög eru að-
greind. Veit nefnilega sem er að þar
koma bæði peningar og pólitík við sögu.
VIÐHORF
Sigrún Ásmundar
sia@mbl.is
ÞEIR borgarar sem hafa náð 67
ára aldri hefja töku lífeyris og eru
samkvæmt lögum um málefni aldr-
aðra skilgreindir sem aldraðir. Það
hafa verið tilhneigingar í umræðunni
að koma með alhæfingar um þennan
hóp eða setja hann undir einn hatt.
Hinsvegar er það svo
að þessi hópur er fjöl-
breyttur og með ólíkar
þarfir og óskir. Lík-
amleg og andleg geta
einstaklinga sem eru á
efri árum er mismun-
andi. Sumir glata heils-
unni snemma og þarfn-
ast mikillar umönnunar
og aðstoðar á meðan
aðrir eru svo lánsamir
að geta eytt ævikvöldi
sínu fullir orku og
áhuga á því sem lífið
býður upp á. Það eiga
allir borgarar rétt á að
njóta sín og til þess að aldraðir geti
haft þann sess í samfélaginu sem þeir
eiga rétt á þarf að forðast umræðu
sem byggist á alhæfingum og einföld-
unum. Við verðum að tryggja að aldr-
aðir njóti virðingar sinnar ævina á
enda. Í lögum um málefni aldraðra
segir að þeir eigi rétt á allri þeirri fé-
lags- og heilbrigðisþjónustu sem þeir
þurfi og hún skuli taka mið af þörfum
hvers og eins. Ennfremur kemur
fram að tilgangur laganna sé að aldr-
aðir búi eins lengi og unnt er við eðli-
legt heimilislíf. Nýlega hafa borist
fregnir af því að aldrað fólk hafi verið
dáið og afskipt á heimili sínu svo dög-
um skipti án þess að neinn hafi hirt
um að huga að því. Það hefur einnig
verið fjallað nokkuð um
málefni aldraðra sem
búa á hjúkrunarheim-
ilum og fram komið að í
vissum tilvikum er
mörgum einstaklingum
komið fyrir í einu her-
bergi þar sem næði og
rými til athafna er ekk-
ert. Þetta er nokkuð
sem ætti að vera óhugs-
andi í samfélaginu. Slík
úrræði eru bæði brot á
lögum um aldraða og
stjórnarskrárvörðum
réttindum þeirra til
friðhelgi einkalífisins.
Þetta stafar af neyðarástandi sem
hefur verið í málefnum þessa hóps.
Það er á ábyrgð ríkisvaldsins og
sveitarfélaganna að leysa þetta mál í
samvinnu. Við þurfum nýja stefnu og
aðra hugsun í málefnum aldraðra og
þar geta sveitarfélögin haft lykilhlut-
verk því þeim er betur treystandi til
þess að meta þarfir íbúanna.
Margir aldraðir búa í húsnæði sem
er of stórt eða erfitt fyrir þá en aðal-
áherslan hefur verið lögð á að þeir
seldu húsnæði sitt og flyttu í sambýli.
Til þess að hagsmunum þessa hóps sé
sem best borgið og þeir séu virkir
borgarar í samfélaginu eins lengi og
þeim er unnt væri hinsvegar betra að
þeir byggju áfram í minna sérbýli og
nytu þar þeirrar þjónustu sem þeir
þarfnast. Þessi stefna væri í sam-
ræmi við markmið laga um aldraða
og varðveitti mannréttindi þeirra bet-
ur en nú er. Mörg sveitarfélög hafa
haft þá stefnu að hafa samband við
alla sem hafa náð öldrunaraldri og
kanna aðstöðu þeirra. Slík þjónusta
dregur úr hættunni á því að aldraðir
einangrist og verði afskiptir. Þetta
ætti að vera stefna allra sveitarfé-
laga.
Eitt af verkefnum sveitarfélaganna
er að spyrja þeirrar spurningar hvað
unnt sé að gera til að bæta þjón-
ustuna við íbúana. Það er okkar sem
sækjumst eftir forystu í sveitar-
stjórnum að spyrja þessarar spurn-
ingar og finna lausnirnar.
Aldraðir þurfa að
njóta virðingar
Eftir Margréti Björnsdóttur
’Við verðum að tryggjaað aldraðir njóti virð-
ingar sinnar ævina á
enda.‘
Margrét
Björnsdóttir
Höfundur er varabæjarfulltrúi og
formaður umhverfisráðs og gefur
kost á sér í 3. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 21.
janúar.
Prófkjör Kópavogur
Í LEIÐARA Blaðsins (ekki Morg-
unblaðsins) sl. laugardag er afar und-
arleg umfjöllun um háskólamenntun í
landinu. Þar er þeirri
spurningu velt upp
hvort einhverjum
detti í hug í fullri al-
vöru að 300.000
manna þjóð standi
undir rekstri 10 há-
skóla. Leiðarahöf-
undur telur sam-
keppni við erlenda
háskóla duga, en samt
hneykslast hann á því
að menntunarstig hér
á landi sé eitt hið
lægsta í Evrópu. Leið-
arahöfundur telur ein-
göngu einn háskóla á Íslandi standa
undir nafni.
Um fjölda háskóla
Í fyrsta lagi eru 8 háskólar á Ís-
landi en ekki 10 eins og leiðarahöf-
undur telur. Fjórir þeirra, Háskóli
Íslands, Háskólinn í Reykjavík,
Kennaraháskóli Íslands og Listahá-
skóli Íslands eru í Reykjavík. Fjórir
eru úti á landi, Háskólinn á Akureyri,
Viðskiptaháskólinn Bifröst, Land-
búnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli.
Á síðasta ári fækkaði háskólum um
einn við sameiningu Háskólans í
Reykjavík og Tækniháskóla Íslands.
Þessi háskólar eru ólíkir og sumir
litlir með tiltölulega einhæfa mennt-
un og rannsóknir. Auðvitað getur
þróað þjóðfélag eins og okkar staðið
undir rekstri nokkurra háskóla með
sama hætti og þjóðin getur staðið
undir heilbrigðisstofnunum, íþrótta-
miðstöðvum í flestum bæjarfélögum
og menntakerfi um allt land.
Okkar 300.000 manna þjóð er síður
en svo með marga háskóla eða há-
skólanemendur miðað við aðrar þjóð-
ir eða landsvæði. Ef Bostonsvæðið í
Bandaríkjunum er tekið sem dæmi
þá eru þar átta stórir rannsóknarhá-
skólar með vel yfir 100.000 nemendur
og tugir minni háskóla sem eru þó
flestir stærri en litlu háskólarnir hér
á landi. Þó eru íbúar Boston ein-
göngu um 600.000 þúsund og e.t.v.
ekki meira en liðlega ein milljón íbúa
í Boston og nágrannabyggðarlög-
unum. Boston er dæmi um það
hvernig borgarsamfélag breyttist úr
hefðbundnu iðnaðarsvæði á fyrri
hluta síðustu aldar í þekkingar- og
hátæknisamfélag nú á tímum. Svona
er þetta víða um heim t.d. í nágranna-
löndum okkar þar sem mörg byggð-
arlög eru með háskóla-
starfsemi og rekstur
vísindagarða og þekk-
ingarþorpa sem mik-
ilvæga atvinnustarfsemi.
Það er vissulega rétt
að Háskóli Íslands er
stærstur og elstur, með
mesta breidd og flesta
nemendur. Hann fær
einnig mest fjármagn til
rannsókna frá ríkinu og
hefur notið mikils stuðn-
ings frá þjóðinni í gegn-
um áratugina. En það
er ekki eingöngu stærð
háskóla sem er mælikvarði á gæði
þeirra og getu. Margir bestu háskól-
ar heims eru ekki mjög stórir og það
er vanvirðing við minni háskóla
landsins að telja þá ekki standa undir
nafni.
Menntunin er orðin fjölbreyttari
og alþjóðlegri í takt við þróun at-
vinnulífsins. Við eigum bæði að sækja
háskólamenntun erlendis og byggja
upp öfluga háskóla hér innanlands.
Stefna stjórnvalda um fjölbreytni og
samkeppni á háskólastigi og aukið fé
til rannsókna mun skila sér til baka á
næstu árum. Það er jafnfáránlegt að
halda því fram að samkeppni erlendis
frá dugi í þessu efni og segja að við
þurfum bara eina ríkisrekna sjón-
varpsstöð eða eitt ríkisrekið dagblað,
því samkeppnin komi að utan.
Fram hefur komið meðal annars í
ítarlegri rannsókn Rannsókna- og
greiningar að árið 2000 hugðu ein-
vörðungu um 25% nemenda í fram-
haldsskólum á háskólanám. Við síð-
ustu könnun árið 2004 var þessi tala
komin í 60%. Þeim sem hugðu á nám
erlendis hafði aftur ekki fjölgað hlut-
fallslega á þessu tímabili sem sýnir
þær væntingar og kröfur sem gera
verður til innlendra háskóla. Með efl-
ingu háskólanáms hér á landi og auk-
inni fjölbreytni erum við að gefa fleir-
um kost á að verða þátttakendur í
háskólasamfélaginu því ekki hafa all-
ir tök á því að sækja nám erlendis.
Háskólar eru ekki eingöngu
menntastofnanir heldur gegna þeir
lykilhlutverki í sköpun og nýtingu
þekkingar. Lönd sem fjárfesta ekki í
háskólum verða þiggjendur í alþjóða-
samfélaginu þegar kemur að þekk-
ingu og nýsköpun. Þannig hafa marg-
ar þjóðir í Asíu orðið framleiðslu-
þjóðir, en sótt hugvit og þekkingu til
Bandaríkjanna eða annarra ríkja
með hátt menntastig.
Það er mikilvægt á tímum útrásar
íslensks atvinnulífs að stuðla einnig
að eflingu atvinnulífs innanlands.
Hvað háskólana varðar felst lausnin
ekki í að fækka þeim, heldur efla og
stækka. Auðvitað kemur til greina að
einhverjir háskólar sameinist í fram-
tíðinni og einnig að til verði nýir há-
skólar. Það var t.d. mjög skyn-
samlegt að sameina Háskólann í
Reykjavík og Tækniháskóla Íslands
á síðasta ári og þar sýndi mennta-
málaráðherra mikið frumkvæði.
Við getum auðveldlega sótt er-
lenda nemendur hingað til lands og
gert úr þessu atvinnustarfsemi eins
og margar nágrannaþjóðir okkar.
Atvinnugreinar næstu áratuga
munu treysta á hugvit, sköpun, við-
skipta- og tækniþekkingu og starfs-
fólki með háskólamenntun mun
fjölga. Ekki er hægt að ætlast til þess
að háskólamenntun sé að mestu sótt
til útlanda og við fáum menntunina
fyrir lítið sem ekkert. Hagkvæmni
stærðarinnar er ekki endalaus á
þessu sviði og varhugavert að setja
öll eggin í sömu körfuna.
Hér á landi þurfa að vera nokkrir
öflugir háskólar þar sem fjölbreytni,
sérhæfing, gæði og nýsköpun er höfð
að leiðarljósi. Við erum að byggja
upp fjölbreytt atvinnulíf í alþjóðlegu
umhverfi sem á að tryggja góð lífs-
kjör til framtíðar. Til þess að var-
anlegur árangur náist þurfum við öfl-
ugt háskólastarf og um það ættum
við öll að geta sameinast.
Athugasemd við leiðara
Blaðsins um menntamál
Þorkell Sigurlaugsson fjallar
um háskólanám og svarar leið-
ara Blaðsins ’Hér á landi þurfa aðvera nokkrir öflugir há-
skólar þar sem fjöl-
breytni, sérhæfing,
gæði og nýsköpun er
höfð að leiðarljósi.‘
Þorkell Sigurlaugsson
Höfundur er framkvæmdastjóri þró-
unarsviðs Háskólans í Reykjavík.