Morgunblaðið - 11.01.2006, Page 30

Morgunblaðið - 11.01.2006, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann Eyjólfs-son fæddist í Reykjavík 19. maí 1919. Hann lést á deild B-7 í Landspít- ala í Fossvogi 3. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur Eyj- ólfs Jóhannssonar forstjóra Mjólkur- félagsins, frá Sveinatungu í Borg- arfirði, f. 27.12. 1895, d. 1. apríl 1959, og konu hans Helgu Pétursdóttur, frá Keflavík, f. 12. mars 1894, d. 5. janúar 1979. Eldri systir hans er Ásthildur Finlay, f. 28.9. 1917, ekkja búsett í Bretlandi, og yngri systir hans er Ingibjörg Eyjólfs- dóttir, f. 23.10. 1925, ekkja búsett í Hafnarfirði. Fyrri kona Jóhanns var Elísabet Markúsdóttir, f. 15.7. 1924. Synir þeirra eru: 1) Eyjólfur, f. 13.5. 1949, fyrri kona hans var Guðlaug Kristmundsdóttir, þau skildu. Son- ur þeirra er: a) Jóhann, f. 8.10. 1968. Seinni kona Eyjólfs var Ingi- björg Yngvadóttir, þau skildu. Synir þeirra eru: b) Eyjólfur, f. 4.12. 1979, c) Daði, f. 17.2. 1981, og d) Andri, f. 29.10. 1985. 2) Markús, tók Verslunarskólinn við og hann útskrifaðist þaðan 1938. Fram- haldsnám í verslunarfræðum stundaði hann fyrst í Bretlandi og síðar í Bandaríkjunum. Eftir skólagöngu hóf hann störf með föður sínum í fjölbreyttum at- vinnurekstri. Hann rak síðar sitt eigið fyrirtæki, Heildverslunina Akur hf., um árabil. Jóhann tók alla tíð mikinn þátt í félagsstörf- um, var félagi í Oddfellowregl- unni, stofnandi og virkur félagi í Lionsklúbbnum Ægi, var stofn- andi og fyrsti formaður Sjálfstæð- isfélags Garðahrepps, einnig sat hann í sveitarstjórn og bygging- arnefnd Garðahrepps. Flestir þekkja Jóhann samt fyr- ir íþróttaafrekin. Hann stundaði fimleika frá unga aldri og var í sýningarflokki Ármanns í mörg ár. Jóhann var Valsari af lífi og sál, Íslandsmeistari fimm sinnum og formaður Knattspyrnudeildar Vals 1950–1951 og 1966. Golf- íþróttina stundaði hann má segja til æviloka. Hann varð Íslands- meistari 1960 og þrisvar kom hann heim með fyrstu verðlaun úr alþjóðamótum, sem haldin voru í Bandaríkjunum, fyrir utan ótal aðra sigra, bæði innanlands og víða erlendis. G.R. gerði hann að heiðursfélaga 1984 fyrir bæði stjórnunar- og önnur störf fyrir golfklúbbinn. Útför Jóhanns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. f. 25.2. 1951, kvæntur Guðnýju B. Krist- jánsdóttur, f. 17.11. 1957. Börn þeirra eru: a) Nanna Mjöll, f. 16.5. 1979, í sam- búð með Þorgeiri Símonarsyni og eiga þau eina dóttur, Kristínu Björgu, f. 4.8. 2005, b) Lísa María, f. 10.12. 1984, og c) Sindri, f. 1.3. 1988. Elísabet og Jó- hann slitu samvist- um. Seinni kona Jóhanns er Fríða Valdimarsdóttir, f. 20.10. 1936. Dætur þeirra eru: 1) Hanna Fríða, f. 13.3. 1960. Fyrri maður hennar er Björn Ragnarsson, þau skildu. Dóttir þeirra er a) Katrín Ósk, f. 29.9. 1979. Seinni maður er Hlöð- ver Þorsteinsson, f. 2.10. 1956, og eru börn þeirra b) Hlöðver Steini, f. 30.6. 1988 og c) Helga Rún, f. 27.11. 1992. 2) Helga, f. 26.10. 1963, gift Aðalsteini Svavarssyni, f. 24.1. 1962. Dætur þeirra eru: a) Auður Ýr, f. 5.8. 1987, d. 7.8. 1987, b) Agnes Ýr, f. 10.5. 1987, og c) Ír- is Ösp, f. 17.1. 1993. Jóhann ólst upp í Reykjavík og eftir hefðbundið barnaskólanám Elsku pabbi minn. Núna er kominn tími til að kveðj- ast. Ég sit hérna við eldhúsborðið og margar minningar koma upp í kollinn á mér. Þau voru ófá kvöldin sem við lágum í rúminu og þú þýddir fyrir mig dönsk Andrésar Andar blöð. Þegar við systurnar komum kaldar inn, þá máttum við alltaf stinga köld- um höndunum inn á þig, þér var alltaf svo heitt. Oft og iðulega fór ég með þér upp í golfskála. Einstöku sinnum spilaði ég með, eða dró settið fyrir þig, en yfirleitt var ég bara að leika mér uppi við skála. Það var alltaf stutt í grínið og stríðnina hjá þér, þau voru ófá skiptin sem var hlaupið um húsið með hlátri og öskrum. Við fór- um stundum í sund saman og varð þá sundlaugin á Hótel Loftleiðum alltaf fyrir valinu, ég á margar góðar minn- ingar þaðan. Ég á eftir að sakna þess þegar þú og mamma komuð við eftir golfhring og fenguð ykkur kaffi og sögðuð mér frá golfafrekum ykkar þann daginn. Það eru endalausar minningar sem streyma um kollinn á mér. Við vorum mjög góðir vinir, þótt við værum ekki alltaf sammála um allt. Þú skilur eftir stórt skarð í hjarta mér, elsku pabbi minn. Megi góður Guð geyma þig. Þín Helga. Fimleikar, knattspyrna og golf. Allt eru þetta ólíkar íþróttagreinar en allar krefjast þær mikillar færni og til þess að vera í fremstu röð í þeim öllum þarf örugglega mikið keppnisskap, baráttuhug og sjálfs- aga. Allt þetta hefur Jóhann haft og bera allir bikararnir og verðlauna- peningarnir sem hann hlaut fyrir þessar íþróttagreinar þess vitni. Þegar ég kynntist Jóhanni tengda- föður mínum fyrir tæpum þrjátíu ár- um hafði hann lagt fótboltaskóna á hilluna og hættur að fara í splitt og heljarstökk en stundaði golfið af miklu kappi og áhuga og fór síðast á golfvöllinn í sumar sem leið. Þótt Jóhann hafi verið hættur að iðka knattspyrnu sjálfur þá fylgdist hann alltaf vel með ensku knatt- spyrnunni og auðvitað sínu félagi Val, hann hafði yndi af því að horfa á íþróttir í sjónvarpinu, reyndar held ég að hann hafi fylgst vel með flest öllum íþróttum. Jóhann var ekki bara mikill íþróttamaður heldur líka mikill grall- ari alla tíð og hafði gaman af því að stríða manni á góðlegan hátt og hafði líka húmor fyrir sjálfum sér. Hann var ákveðinn í skoðunum og oft hafði hann lag á því að æsa mig, unga og óþroskaða tengdadótturina, upp í samræðum og var honum þá skemmt, við höfðum ólíkar skoðanir og vorum ekki alltaf sammála en þannig er nú bara lífið, breytilegt sem betur fer. Hann var alla tíð ungur í anda, hress og kátur. Jóa þakka ég samfylgdina og hlýjuna við mig og börnin mín í gegn- um árin og votta Fríðu, Hönnu Fríðu, Helgu, Eyjólfi og Markúsi samúð mína. Guðný Björg. Elsku afi, þegar ég heyrði að þú værir orðinn mjög veikur og værir að fara frá okkur þá fór ég að hugsa um allt sem þú hefur gert og stundirnar okkar saman. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér og eitt af því sem ég á eftir að sakna mest var það þeg- ar ég hitti þig uppá skrifstofu hjá mömmu og pabba. Þar gastu sagt mér fleiri, fleiri sögurnar af þér frá því þegar þú varst ungur. Við áttum allavegana eitt sameiginlegt áhuga- mál, fimleikana! Þú gast alltaf talað um fimleika við mig og alveg örugg- lega einn af þeim fáu í fjölskyldunni sem vissir eitthvað um fimleika. Þrátt fyrir það hvað íþróttin hefur breyst á þessum árum frá því þegar þú varst ungur og hvernig hún er í dag varstu mér samt alltaf hvatning. Og ég hef alltaf verið rosalega montin af afa mínum, sérstaklega þegar myndin af ykkur fimleikastrákunum birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum þegar þið voruð ungir og settuð met með því að standa 5 saman á höndum á fimleikahesti. Og ég var nú líka ekki bara montin með það, ég veit ekki hversu oft ég hef sagt vinum mínum að afi minn hafi verið heimsmeistari öldunga í golfi þrisvar sinnum og Ís- landsmeistari með Val í fótbolta. En það var líka eitt annað sem ég hafði gaman af að segja frá, að afi minn hafi verið fyrsti Íslendingurinn til þess að fá pensilín og að bandaríski flugher- inn hafi flogið með lyfið hingað. En það eru nú ekki allir afar sem hafa afrekað jafnmikið og afi minn gerði í gegnum tíðina. En þú gerðir líka margt annað, þú varst duglegur að lifa lífinu, ég hugsaði oft, vá hvað ég væri til í að vera afi, því þú og Fríða hafið ferðast rosalega mikið síðustu ár, farið í golfferðir og heim- sótt sólina. Eitt held ég samt að þú hafir verið ánægður með, að hafa fengið að leika við og halda á fyrsta og eina barna- barnabarninu þínu Kristínu Björgu. Það var ekkert smá skemmtilegt þegar við hittumst öll fjölskyldan fyr- ir stuttu heima hjá þér og Fríðu. Þú og Kristín Björg lékuð ykkur saman og maður sá greinilega að henni leið vel hjá þér, það fylgdi þér alltaf ein- hver ró en samt var líka alltaf stuð og rosa gaman. Það er gott að eiga þessa minningu í dag, ég hugsa stanslaust um þetta kvöld, þér fannst svo gaman að hitta okkur öll. Kata frænka kom frá Danmörku og Eyfi frá London, öll barnabörnin voru hjá þér. Þú sast í stólnum þínum inní stofu og fylgdist ánægður með okkur. En afi, mér finnst rosalega erfitt að sætta mig við að þú sért farinn frá okkur, ég hef aldrei áður þekkt neinn sem hefur dáið og ekki er það algengt af 21 árs gamalli stelpu. En ég hugga mig við það hvað þú áttir gott líf, og það er svona líf sem mig langar til þess að lifa, þú gerðir það sem þig langaði til að gera. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað þar sem þér líð- ur vel. Ég á alltaf eftir að eiga góðar minningar um þig, elsku afi, og þær eiga ávallt eftir að fylgja mér í gegn- um lífið. Takk fyrir allt. Þín Lísa María. Elsku afi, nú er stundin runnin upp. Ég er 26 ára þegar þú ferð og það er lengri tími en margir fá með afa sínum. Ég vissi að þú gætir ekki verið hér endalaust en samt vildi maður ekki hugsa til þess að þú ættir eftir að fara, það virtist svo óra fjarri, sérstaklega þar sem þú fylgdist alltaf vel með öllu. Svo fékk ég símtal frá foreldrum mínum að þú hefðir verið lagður inn á spítala út af verk í fæti, stuttu seinna fékkstu að fara heim og það voru allir ánægðir og vongóðir um að þú næðir þér alveg. Þá kom annað áfall, þú hafðir feng- ið heilablóðfall. 3. janúar hringdi mamma í mig og sagði mér að þú hefðir dáið um morg- uninn. Elsku afi, ég minnist þín fyrst og JÓHANN EYJÓLFSSON Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUNNARSSON, Valþjófsstað II í Fljótsdal, lést á sjúkradeild HSA Egilsstöðum fimmtudaginn 5. janúar. Útför hans fer fram frá Valþjófsstaðakirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14.00. Unnur Einarsdóttir, Þuríður Kolbrún Ingólfsdóttir, Dagur Kristmundsson, Friðrik Ingi Ingólfsson, Helga Hallbjörg Vigfúsdóttir, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Jósef Valgarð Þorvaldsson og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Tindaflöt 3, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 8. janúar. Hilmar Njáll Þórarinsson, Þórður H. Hilmarsson, Hjördís Kristinsdóttir, Valgerður Hilmarsdóttir, Elvar Holm Ríkarðsson og ömmubörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, INGA BERGMANNS KARLSSONAR, Aðallandi 11, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Ögmundsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, JÓN R. ÁRNASON læknir, Sörlaskjóli 19, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 9. janúar. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Marlis E. Árnason. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LISELOTTE GUÐJÓNSSON, Flókagötu 55, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 3. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Maria Bertrand, Liselotte Singer, Heinz Singer, Þórir Oddsson, Jóhanna Ottesen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, ÞORBJÖRG BJARNADÓTTIR frá Vigur, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 7. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 16. janúar kl. 15.00. Bjarni Brynjólfsson, Ingibjörg Anna Arnarsdóttir, Margrét Edda Lian Bjarnadóttir, Sigurður Bjarnason, Þórunn Bjarnadóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.