Morgunblaðið - 18.01.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.2006, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006 C 3 READING sigraði WBA, 3:2, í framlengdum leik í bikarnum í gær eftir að hafa lent 2:0 und- ir. Leroy Lita var hetja Read- ing en hann skoraði öll mörk liðsins. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir allan leikinn fyrir Reading sem mætir Birm- ingham í næstu umferð. Gylfi Einarsson kom inná á 87. mín. í liði Leeds sem féll úr leik eftir hetjulega baráttu gegn Wigan. Liðin skildu jöfn, 3:3, en Wigan hafði betur í vítakeppni. Stoke skreið áfram með því að leggja utandeildarliðið Tamworth í vítakeppni. 1:1 var staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og jafnaði Paul Gallacher metin fyrir Stoke á 80. mínútu. Reading fór áfram VIGGÓ Sigurðsson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik segir að hann viti ekki mikið um landslið Serbíu/Svartfjallalands sem Íslend- ingar mæta í fyrsta leiknum í riðla- keppni Evrópumótsins í Sviss. En liðin mætast fimmtudaginn 26. jan- úar í Sursee í C-riðli keppninnar. Danir eru næstir í röðinni og Íslendingar mæta Ungverjum í lokaleik riðilsins sunnudaginn 29. janúar. Danir lögðu Serba í tvígang í Belgrad um s.l. helgi og segir Viggó að hann muni ekki fá mikla hjálp frá Dönum. „Við erum að vinna í því að fá upptökur af þess- um leikjum en ég hef ekki miklar upplýsingar um Serbíu/Svartfjalla- land. Við fáum örugglega upptökur frá leikjunum, en ekki frá Dönum, enda skil ég það vel, við erum sam- an í riðli með þeim. Serbarnir eru á sömu skoðun en við höfum upp á efni frá þessum leikjum, það er allt í vinnslu,“ sagði Viggó í gær og vildi ekki segja hvaðan hann fengi upptökurnar. Ulrik Wilbek þjálfari danska landsliðsins sagði við danska ríkis- útvarpið eftir leikina í Belgrad að danska liðið hefði aldrei leikið eins vel undir hans stjórn. Fyrri leikinn unnu Danir 31:24 en í síðari leikinn 28:27. „Danir eru með sterkt lið og það vitum við. Það verður mikil spenna í þessum riðli enda eru öll fjögur liðin mjög áþekk að getu að mínu mati – það er ómögulegt að spá um úrslit,“ sagði Viggó. Viggó segir Serba vera óþekkta stærð átti í litlum vandræðum með. Hún varði alls 23 skot, þar af tvö vítaköst og myndu flestir markverðir vera stoltir af slíkri frammistöðu. Hvað þá þegar tekið er með í reikninginn að hún tognaði aftan í læri í upphitun fyrir leikinn! Ingibjörg Jónsdótt- ir var kjölfestan í vörn liðsins og Pavla Plaminkova raðaði inn mörkum í sókninni. Hjá HK stóðu hinir ungu markverðir liðs- ins, Ólöf Ragnarsdóttir og Valborg Ólafs- dóttir, fyrir sínu og vörðu samtals 15 skot. Sú fyrrnefnda er jafnframt með afbragðs- góðar hraðaupphlaupssendingar sem sam- herjar hennar nýttu bara ekki sem skyldi að þessu sinni. Í sókninni bar langmest á Auksé Vysniauskaité sem sýndi fína takta. Alfreð Finnsson þjálfari ÍBV segir get- umuninn vera minni á liðunum en úrslitin gefa til kynna: „Við höfum ekki verið að spila neitt sérstaklega vel eftir jól en náð- um vörninni upp í síðasta leik og héldum því áfram í dag. Mjög grimm og góð vörn hjá okkur varð til þess að þær áttu aldrei möguleika á því að koma boltanum fram hjá okkur. Þá fengum við einföld mörk úr hraðaupphlaupum og eftirleikurinn varð frekar auðveldur. Við unnum góðan sigur í dag, en það verða góð lið í pottinum næst og því of snemmt að fara að spá í bikarúr- slitin, þó það sé vissulega draumurinn að komast í Höllina,“ sagði Alfreð. armúr var stur  LARS Christiansen hornamaður danska landsliðsins sem leikur með þýska úrvalsdeildarliðinu Flensburg er orðinn markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi. Christiansen skaust uppfyrir Erik Veje Rasmussen þegar hann skoraði átta mörk gegn Serbum um síðustu helgi. Hann hefur þar með skorað 1.020 mörk í 212 leikjum sínum með Dönum en Rasmussen skoraði 1.015 mörk í 233 leikjum.  CHRISTIANSEN sem verður í eldlínunni með Dönum á Evrópu- mótinu þar sem Íslendingar eru í riðli með Dönum, Ungverjum og Serbum sagðist vera stoltur yfir því að hafa slegið metið. ,,Þetta er frá- bært og ég er mjög stoltur yfir þessu meti. Fyrir fimm til sex árum sagði ég að ómögulegt yrði að ná þessu meti en nú hefur mér tekist það,“ sagði Christiansen við danska rík- isútvarpið.  MARTINA Hingis vann í gær öruggan sigur á Veru Zvonarevu frá Rússlandi, 6:1 og 6:2, í 1. umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem nú stendur yfir í Mel- bourne. Hingis vann þar með sinn fyrsta sigur á einu af risamótunum í fjögur ár en hún sneri aftur á tenn- isvöllinn í lok ársins eftir nokkurra ára hlé frá íþróttinni. Hingis hefur þrívegis hrósað sigri á opna ástr- alska mótinu en alls hefur hún leikið sex sinnum til úrslita.  ROGER Federer besti tennisleik- ari heims vann auðveldan sigur á Úsbekanum Denis Istomin í þremur settum, 6:2, 6:3 og 6:2. Flestir spá því að Federer vinni mótið en Svisslend- ingurinn hefur verið afar sigursæll á undanförnum mánuðum.  ÁSTRALINN Lleyton Hewitt er einnig spáð góðu gengi en hann lenti í vandræðum með andstæðing sinn Hewitt mætti Tékkanum Robin Vik og hafði betur í hörkuleik sem stóð yfir í tæpar fjórar klukkustundir, 6:4, 2:6, 5:7, 7:6 og 6:3.  STEPHEN Hendry, sem sex sinn- um hefur sigrað á breska Masters- mótinu í snóker, er úr leik í keppn- inni í ár en hann féll úr keppni gegn landa sínum Alan McManus frá Skotlandi. Hendry tapaði eftir að hafa verið 4:2 yfir en McManus vann fjóra síðustu rammana og tryggði sér sigur. McManus sigraði á þessu móti árið 1994 en þar hafði hann bet- ur gegn Hendry í úrslitum, 9:8.  LUIS Garcia, miðvallarleikmaður Liverpool, er meiddur á hné og hann verður líklega frá keppni í tvær vik- ur. Garcia fór til sérfræðings í Barcelona á föstudaginn en forráða- menn Liverpool voru hræddir um að Garcia þyrfti að fara í uppskurð. Garcia sleppur að öllum líkindum við það en hann gæti þó þurft að fara í uppskurð eftir HM í sumar. FÓLK Eftir leik liðanna í deildarkeppn-inni á laugardaginn áttu flestir von á öðrum eins slag; annað kom á daginn. Fyrstu þrjú mörk leiksins voru heimastelpna og svo virtist sem liðið hefði náð að hrista af sér tapið umrædda. En um leið og Hauka- stelpur brutu ísinn héldu þeim engin bönd og áttu FH-stelpur ekkert svar við kraftmiklum leik þeirra. Afar sterkur varnarleikur og frábær hraðaupphlaup í kjölfarið skópu átta marka forskot Hauka þegar flautað var til leikhlés. Hafi FH-stelpur haft einhverja trú á að þær gætu komist aftur inn í leikinn þá voru Haukastelpur ekki lengi að sýna fram á að ekkert slíkt myndi gerast. Hvert Haukamarkið á fætur öðru leit dagsins ljós og það var alveg sama hvað liðið gerði, allt lék í höndunum á því. Mestur varð munurinn á liðunum sautján mörk og er það hreint út sagt ótrúlegt þegar það er haft í huga að hér var á ferð liðið í öðru sæti deildarinnar, Haukar, og liðið í fjórða sæti, FH. Ef leita skal skýringa á þessu stór- tapi FH er nærtækast að líta til leiks liðanna á laugardag og álykta út frá þróun og úrslitum hans að FH-stelp- ur hafi þá hreinlega misst alla trú á að liðið gæti lagt Hauka að velli að- eins nokkrum dögum síðar. Pekarskyté lék vel Hljómar kannski sem einföld skýring en það er ekki svo ólíklegt að andlega hliðin hjá FH hafi hreinlega orðið fyrir það miklum skaða á laug- ardaginn að ekki hafi tekist að lappa upp á hana á aðeins þremur dögum. Hins vegar skal það ekki tekið af Haukastelpum að þær léku af mikl- um móð og þegar liðið nær góðum takti í varnarleik sinn opnast í kjöl- farið allar flóðgáttir hvað varðar hraðaupphlaup. Snilldarsendingar Ragnhildar Þegar slíkt gerist á ekkert lið hér á landi möguleika gegn því. Litháinn Ramune Pekarskyté lék afar vel í þessum leik og það sama má segja um löndu hennar, markvörðinn Kristinu Matuzevieiute. Guðbjörg Guðmannsdóttir lék feikivel hvort sem var í vörn eða sókn. Þá má ekki gleyma Ragnhildi Guðmundsdóttur sem stjórnaði leik Hauka af festu en sérlega gaman var að sjá glæsilegar sendingar hennar teiga á milli sem fljótir leikmenn Hauka voru ekki lengi að nýta sér. Minnti á góðan bakvörð úr ameríska fótboltanum! Annars var liðið að spila sem heild og virkar ógnarsterkt. Hin eldfljóta Hanna Guðrún Stef- ánsdóttir var enda ánægð eftir leik en sagðist ekki hafa búist við svona miklum yfirburðum. „Eftir síðasta leik þá bjóst maður við þeim mun grimmari. Við hins vegar vorum afar ákveðnar og lögð- um upp með það að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup og það tókst líka svona vel og liðið er á réttri leið.“ Þess má geta að Haukar skoruðu úr þrettán hraðaupphlaupum en FH úr þremur. Þóra bar af í FH-liðinu Þóra B. Helgadóttir var yfirburðaleikmaður af útimönnunum í liði FH, hélt sínu striki allan tímann en fékk litla hjálp. Laima Miliaus- kaite varði vel í fyrri hálfleik. Líklegt er að aðrir lykilleikmenn FH vilji gleyma þessum leik sem fyrst enda brugðust þeir algjörlega og hreint með ólíkindum að fylgjast með hruni þessa liðs sem hingað til í vetur hefur verið að standa sig svo vel. „Eitthvað var það, það gekk ekk- ert upp,“ sagði Þóra B. Helgadóttir eftir leik þegar hún var spurð hvort ósigurinn á laugardaginn hefði setið svona fast í liði FH. „Mér fannst við ekki vera með á nótunum og gerðum þeim hreinlega auðvelt fyrir með slökum leik,“ sagði Þóra en hún er eins og margir vita landsliðsmarkvörður í knattspyrnu. Morgunblaðið/Golli Ramune Pekarskyte, stórskyttan í liði Hauka, er hér tekin föst- um tökum af FH-ingnum Þóru B. Helgadóttur í gær. Haukar kafsigldu FH í Krikanum Í GÆRKVÖLDI mættust í annað sinn á örfáum dögum FH og Haukar í Kaplakrika í handknattleik kvenna og aftur höfðu Haukastelpur sig- ur. Í fyrri leiknum glutruðu FH-stelpur niður unnum leik og í gær- kvöldi var það augljóst að sá ósigur sat í liðinu og fyrir utan fyrstu mínúturnar sá liðið aldrei til sólar. Ótrúlegur stórsigur Hauka, 21:36, því staðreynd og liðið komið í undanúrslit SS bikarkeppninnar. Eftir Svan Má Snorrason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.