Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 1
2006 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR BLAÐ B
SEATTLE OG PITTSBURGH LEIKA UM OFURSKÁLINA / B2
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
saman fái heimaleikjarétt í fyrri við-
ureign. Um heimaleikjarétt verður
sérstaklega dregið áður en nöfn
þjóðanna verða fiskuð upp úr hatt-
inum sem nöfn þjóðanna sextán
verða í.
Ekki leikið á EM um sæti
fyrir neðan það sjötta
Í fyrsta sinn verður ekki leikið
um sæti sjö til tólf á Evrópumeist-
aramótinu að þessu sinni. Vegna
þess að fimmta sætið getur hugs-
anlega skipt máli þegar kemur að
keppnisrétti á HM verður leikið um
það á næstsíðasta degi mótsins. Þá
mætast þær þjóðir sem hafna í
þriðja sæti hvors milliriðils. Einnig
verður leikið til undanúrslita á laug-
ardeginum 4. febrúar og daginn eft-
Hinar átta Evrópuþjóðirnar kom-ast á HM í gegnum umspils-
leiki sem fram fara í vor og dregið
verður til á lokadegi EM í Sviss
sunnudaginn 5. febrúar. Þá verða í
hattinum átta lið í styrkleikaflokki
eitt, þær átta þjóðir sem verða efst-
ar á EM fyrir utan þær sem þegar
hafa tryggt sér keppnisrétt. Í öðr-
um styrkleikaflokki verða síðan
þrjár neðstu þjóðirnar á EM auk
þeirra fimm sem unnu sína riðla í
forkeppninni sem lauk um helgina,
það eru Austurríki, Grikkland,
Rúmenía, Svíþjóð og Tékkland.
Styrkleikaröðin mun engu ráða um
hvor þjóðanna sem dregnar verða
ir um verðlaunasætin þrjú.
Til þess að draga úr kostnaði við
mótahaldið verður ekki leikið um
sjöunda til tólfta sætið á næstsíð-
asta degi mótsins eins og hingað til.
Þeir leikir hafa ekki þótt skipta
miklu máli og áhugi á þeim hefur
verið lítill, bæði á meðal áhorfenda
og leikmanna. Þar með verða lands-
lið þeirra þjóða sem hafna í fjórða,
fimmta og sjötta sæti í milliriðlun-
um, sem lýkur fimmtudaginn 2.
febrúar, sendar til síns heima dag-
inn eftir í stað þess að láta þau
dvelja áfram á mótsstað í þrjá daga
til viðbótar í þeim eina tilgangi að
leika hálftilgangslausa leiki. Nú á
eftir að koma í ljós hvernig þessi
breyting fellur mönnum þegar á
hólminn verður komið.
EM í Sviss gefur þrjú sæti á HM
ÞRJÁR efstu þjóðirnar á Evrópumeistaramótinu í handknattleik
karla sem hefst í Sviss á fimmtudag tryggja sér keppnisrétt á
heimsmeistaramótið í Þýskalandi á næsta ári. Alls á Evrópa 13 sæti
af 24 á heimsmeistaramótinu og þegar eru tvær Evrópuþjóðir
öruggar um sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi frá 21. janúar til 4.
febrúar 2007. Það eru gestgjafar Þjóðverja og heimsmeistarar
Spánverja. Síðan bætast þrjár efstu þjóðirnar af EM í hópinn og
verði Þjóðverjar og Spánverjar í þeim hópi munu sætin fyrir neðan
veita farseðilinn á HM.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
BANDARÍSKI körfuknattleikssnill-
ingurinn Kobe Bryant hjá Los Ang-
eles Lakers fór hreinlega á kostum
í leik gegn Toronto Raptors, þar
sem hann skoraði 81 stig í leik, sem
Lakers vann 122:104. Hér á mynd-
inni fyrir ofan sendir hann knöttinn
ofan í körfuna úr vítakasti, sem var
hans 63. stig í leiknum, og um leið
bætti hann persónulegt met sitt,
sem var 62 stig í leik. „Ég hef séð
ótrúlega leiki í gegnum tíðina á
mínum ferli en ég hef aldrei séð
önnur eins tilþrif,“ sagði Phil Jack-
son, þjálfari Lakers.
Reuters
Kobe
Bryant fór
á kostum
■ „Hef aldrei séð …“/B4
Einar Þorvarðarson, fram-kvæmdastjóri HSÍ, sagði í gær
að engar fregnir hefðu borist af
breytingum á flugáætlun landsliðsins.
„Við höfum ekkert frétt af breyting-
um en við gerum ráð fyrir því að geta
flogið til Zürich með SAS-flugfélag-
inu frá Kastrup kl. 20 að dönskum
tíma á þriðjudaginn eins og upphaf-
lega var gert ráð fyrir,“ sagði Einar
og bætti því við að úr þessu væri erfitt
að breyta flugáætlun landsliðsins.
Ekkert flug var frá Kastrup í gær á
vegum SAS og ljóst er að hundruð
farþega bíða þess að komast leiðar
sinnar. Önnur flugfélög fljúga hins-
vegar með eðlilegum hætti frá Kast-
rup en ekki var búið að gera ráðstaf-
anir í gær til að koma íslenska liðinu í
flug með öðru flugfélagi til Zürich. Ís-
lenska liðið er ekki eina landsliðið sem
á bókað flug á Evrópumeistaramótið í
gegnum Kastrupflugvöllinn í dag, en
Danir og Norðmenn eiga pantað flug
með SAS.
Fari allt á versta veg gæti íslenska
liðið þurft að taka lest til Sviss frá
Kaupmannahöfn en slíkt ferðalag
tekur að sjálfsögðu langan tíma og
óvíst að liðið gæti notað miðvikudag-
inn til æfinga og undirbúnings fyrir
fyrsta leikinn gegn Serbum.
Flugmenn SAS hafa enn ekki gefið
það út hvort þeir haldi uppteknum
hætti í dag en ef áframhald verður á
aðgerðum þeirra er ljóst að ástandið á
Kastrup-flugvelli verður enn verra en
það var í gær. Dómararnir Gunnar
Viðarsson og Stefán Arnaldsson kom-
ust óvænt til Sviss í gærkvöldi. | B2
Með lest
til Sviss?
ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik gæti lent í vandræðum á
leið sinni á Evrópumeistaramótið í Sviss þar sem verkfall flugmanna
hjá SAS-flugfélaginu hefur sett flugáætlanir á Kastrup-flugvelli í
Kaupmannahöfn úr skorðum. Í gær boðuðu nokkrir tugir flugmanna
veikindi sem rekja má til kjaradeilu þeirra við SAS-félagið og var
ástandið á Kastrup slæmt áður en til veikindaverkfallsins kom – en
mikið vetrarveður var um helgina í Danmörku og hafði það mikil áhrif
á flugsamgöngur frá Kastrup. Flugmennirnir gera ráð fyrir því að
halda uppteknum hætti í dag, þriðjudag, og tilkynna veikindi.
Verkfall flugmanna hjá SAS-
flugfélaginu getur breytt ferð
landsliðsins í handknattleik
SIGMUNDUR Már Herbertsson, FIBA körfu-
knattleiksdómari, fær líklega ekki tækifæri
til þess að dæma Evrópuleik í St. Pétursborg í
Rússlandi sem fram fer í kvöld, þriðjudag,
þar sem Sigmundur hefur ekki komist á leið-
arenda vegna verkfalls flugmanna SAS-
flugfélagsins. Sigmundur fór á sunnudaginn
til Kastrup-flugvallar í Danmörku en flugi
hans til Rússlands var frestað vegna verk-
fallsins. Sigmundur og sænskur meðdómari
hans, Jan Holmen, dvöldu í nótt í Kaup-
mannahöfn og áttu bókað flug til Rússlands
kl. 9 að dönskum tíma í dag, en í gær var ljóst
að öllu flugi á vegum SAS hefur verið frestað
fyrir hádegi á þriðjudag. Samkvæmt reglum
FIBA þurfa dómarar að mæta til leiks degi
fyrir leik og er ljóst að aðrir dómarar verða
kallaðir til í þetta verkefni en Dynamo St.
Pétursborg hefur titil að verja í þessari
keppni en Jón Arnór Stefánsson lék með lið-
inu á síðustu leiktíð.
Sigmundur fór
í fýluferð