Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNES Karl Guðjónsson
kemur inn í lið Leicester á nýjan
leik í kvöld eftir að hafa afplánað
tveggja leikja bann. Leicester
sækir Plymouth heim og þarf
nauðsynlega á sigri að halda en
Leicester hefur ekki unnið leik í
ensku 1. deildinni síðan í nóv-
ember og er komið í fallsæti.
Craig Levein, knattspyrnu-
stjóri Leicester, er afar ánægður
með að endurheimta Jóhannes
Karl en án hans tapaði liðið fyrir
bæði Sheffield Wednesday og
Cardiff.
„Það gefur liðinu mikið að fá
Joey aftur í liðið, sérstaklega í
svona leik. Hann hefur líklega
sýnt mestan stöðugleika af öllum
okkar leik-
mönnum á
þessu tímabili.
Við hefðum
svo sann-
arlega þurft á
honum að
halda í báðum
leikjunum sem
hann missti af
og vonandi mun endurkoma
hans hafa jákvæð áhrif á hóp-
inn,“ sagði Levein á vef Leicest-
er í gær.
Jóhannes Karl yfirgefur Leic-
ester nær örugglega eftir þetta
tímabil og fer að óbreyttu til hol-
lenska úrvalsdeildarliðsins
Alkmaar.
Levein fagnar endur-
komu Jóhannesar Karls
Jóhannes
SVISSNESKI landsliðsmaðurinn Reto
Ziegler er kominn til liðs við Wigan,
sem fékk hann lánaðan frá Tottenham í
gær – út keppnistímabilið. Ziegler, sem
er 20 ára miðvallarspilari, hefur leikið
sem lánsmaður með þýska liðinu
Hamburger í vetur. Tottenham keypti
hann frá Grasshoppers í ágúst 2004.
Ziegler mun leika sinn fyrsta leik
með Wigan gegn Arsenal á Highbury í
kvöld í seinni undanúrslitaleik liðanna í
deildabikarkeppninni. Wigan vann
fyrri leikinn, 1:0.
Leikmenn Wigan, sem hafa staðið
sig mjög vel í ensku úrvalsdeildinni,
eiga möguleika á að setja rjóma ofan á
veislukökuna, með því að leggja Arsen-
al að velli og komast í úrslitaleik í bik-
arkeppni í fyrsta skipti í sögu liðsins.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, kallaði í gær fyrirliðann
Thierry Henry inn í leikmannahópinn
fyrir leikinn í kvöld. Hann hefur fram
til þessa sent varalið sitt í leiki í deilda-
bikarkeppninni en hefur nú greinilega
sett stefnuna á úrslitaleikinn, þar sem
Arsenal á möguleika á að mæta Man-
chester United, sem gerði jafntefli á
útivelli gegn Blackburn í fyrri við-
ureigninni, 1:1.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri United, mun tefla fram öllum sín-
um sterkustu mönnum í leiknum gegn
Blackburn annað kvöld. Hann hefur
aðeins einu sinni fagnað sigri í deilda-
bikarkeppninni á þeim 19 árum sem
hann hefur verið á Old Trafford –
1992.
Wigan fær liðstyrk fyrir
bikarleik gegn Arsenal
KÖRFUKNATTLEIKUR
ÍS – Breiðablik 81:61
Kennaraháskólinn, 1. deild kvenna, Iceland
Express-deildin, mánudag 23. janúar 2006.
Gangur leiksins: 17:16, 37:26, 61:50, 81:61.
Stig ÍS: Helga Jónasdóttir 17, Maria Con-
lon 17, Signý Hermannsdóttir 13, Stella
Kristjánsdóttir 11, Þórunn Bjarnadóttir 6,
Hrafnhildur Kristjánsdóttir 5, Lovísa Guð-
mundsdóttir 5, Helga Þorvaldsdóttir 5,
Hafdís Helgadóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn, 24 í sókn.
Stig Breiðabliks: Erica Andersen 16,
Ragnheiður Theodórsdóttir 14, Meagan
Hoffman 12, Freyja Sigurjónsdóttir 7,
Ragna Hjartardóttir 5, Sara Ólafsdóttir 4,
Kristín Óladóttir 3.
Fráköst: 19 í vörn, 4 í sókn.
Staðan:
Haukar 13 12 1 1101:723 24
Grindavík 13 10 3 1080:844 20
Keflavík 13 9 4 1161:808 18
ÍS 14 6 8 931:990 12
Breiðablik 14 2 12 814:1188 4
KR 13 1 12 634:1168 2
Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar
8 liða úrslit kvenna:
Skallagrímur – Keflavík .................... 35:107
NBA-deildin
Úrslitin í fyrrinótt:
San Antonio – Denver .......................... 85:89
Minnesota – Philadelphia .................... 84:86
Washington – Memphis ....................... 82:93
LA Clippers – Golden State .............. 105:92
Miami – Sacramento .......................... 119:99
Detroit – Houston................................. 99:97
Phoenix – Seattle.............................. 149:152
Eftir tvær framlengingar.
Portland – Dallas.................................. 89:95
Eftir framlengingu.
LA Lakers – Toronto ....................... 122:104
KNATTSPYRNA
England
Úrvalsdeild:
West Ham – Fulham ................................ 2:1
Anton Ferdinand 18., Yossi Benayoun 29. –
Heiðar Helguson 52. – 29.812.
Staðan:
Chelsea 23 20 2 1 49:12 62
Man. Utd 23 14 6 3 42:20 48
Liverpool 21 13 5 3 29:12 44
Tottenham 23 11 8 4 31:19 41
Arsenal 22 11 4 7 34:16 37
Wigan 23 12 1 10 28:29 37
Bolton 21 10 6 5 27:20 36
Blackburn 22 10 4 8 27:25 34
West Ham 23 9 5 9 31:32 32
Man. City 23 9 4 10 30:27 31
Charlton 21 9 2 10 27:31 29
Everton 23 9 2 12 16:31 29
Fulham 23 7 5 11 27:32 26
Newcastle 22 7 5 10 20:25 26
Aston Villa 23 6 8 9 26:32 26
WBA 23 6 4 13 21:32 22
Middlesbro 22 5 7 10 27:40 22
Birmingham 22 5 4 13 20:31 19
Portsmouth 23 4 5 14 16:39 17
Sunderland 22 2 3 17 17:40 9
Afríkukeppnin
D-riðill:
Nígería – Ghana....................................... 1:0
Taye Taiwo 86.
Zimbabwe – Senegal ............................... 0:2
Henri Camara 60., Issa Ba 80.
Vináttulandsleikir
Bandaríkin – Kanada ............................... 0:0
Jórdanía – Svíþjóð.................................... 0:0
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla
Iða: FSu – Tindastóll ............................19.30
Í KVÖLD
Fyrri leikur dagsins var í Denver-borg í Klettafjöllunum þar sem
Pittsburgh Steelers sótti Denver
Broncos heim og kom mikið á óvart.
Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku
gestirnir öll völd í leiknum með
þremur snertimörkum. Leikstjórn-
andinn Ben Roethlisberger og bak-
vörðurinn Jerome „Rútan“ Bettis
voru lykilmenn í leik Steelers, sem
sigldi lygnan sjó í seinni hálfleiknum
og vann sannfærandi, 34:17.
Flestir sérfræðingar bjuggust við
að Pittsburgh myndi reyna að
hægja á tempóinu í leiknum með því
að hlaupa með boltann og gefa leik-
stjórnandanum sem fæst tækifæri á
að gera mistök. Roethlisberger var
hins vegar sleppt lausum af þjálf-
urum liðsins og hann dreifði bolt-
anum út um allt með frábærum
sendingum sem vörn Denver átti
ekkert svar við.
„Rútan“ hættir
„Rútan“ ákvað að leika sitt þrett-
ánda, og síðasta, leiktímabil með
Steelers og hann mun nú eiga tæki-
færi á að vinna meistaratitilinn í síð-
asta leik sínum í heimabæ sínum.
„Ben grátbað mig eftir tapið í und-
anúrslitaleiknum í fyrra að gefa sér
eitt lokatækifæri á að koma með
mér í úrslitaleikinn og ég er ánægð-
ur með að hafa hlustað á hann,“
sagði hinn geðþekki Bettis í leiks-
lok.
Pittsburgh er fyrsta liðið síðan
1985 að komast í úrslitaleikinn með
því að vinna þrjá útileiki í röð í úr-
slitakeppninni og um átta þúsund
stuðningsmenn liðsins fengu ein-
hvern veginn miða á leikinn og létu
vel í sér heyra. Venjulega eru aðeins
fáeinir stuðningsmenn útiliðsins á
NFL leikjunum vegna fjarlægða og
annars kostnaðar, en Pittsburgh er
eitt af vinsælustu liðunum í deildinni
og stuðningsmenn liðsins hafa nú
tækifæri á að fagna fyrsta meist-
aratitli liðsins síðan það vann fjóra
meistaratitla á áttunda áratugnum.
Eftir mikið um óvænt úrslit á
undanförnum vikum í úrslitakeppn-
inni beið maður eftir að „Spútniklið“
Carolina Panthers myndi koma á
óvart í úrslitaleik Landsdeildarinn-
ar gegn Seattle Seahawks á Qwest
leikvanginum í Seattle. Heimamenn
hafa verið taldir sigurstranglegasta
liðið í Landsdeildinni allt keppnis-
tímabilið og þeir gerðu út um leikinn
strax í upphafi með því að komast í
17:0 forystu eftir rúmar fimmtán
mínútur og síðan 27:7 strax í upp-
hafi síðari hálfleiks. Lokatölurnar
urðu 34:14 Seattle í vil og er liðið nú
loks komið í Ofurskálarleikinn, í
fyrsta sinn í sögu þess.
Seattle tapaði ekki leik á heima-
velli í vetur og Mike Holmgren, að-
alþjálfari Seahawks viðurkenndi eft-
ir leikinn að hafa leikinn á
heimavelli hefði skipt sköpum fyrir
lið sitt. „Við erum með mjög æsta
áhorfendur og þeir gera gæfumun-
inn hjá okkur ansi oft. Við settum
okkur það sem markmið að komast í
fyrsta sætið í Landsdeildinni til að
fá þennan heimaleik og andrúms-
loftið á leikvanginum virtist ýta und-
ir varnarlið okkar strax frá byrjun.“
Bæði Pittsburgh og Seattle hafa
ákafa stuðningsmenn og má búast
við skemmtilegum Ofurskálarleik.
Reuters
Hines Ward og Ben Roethlisberger, leikmenn Pittsburgh Steelers, fagna.
Seattle og Pittsburgh mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar
Ben grátbað mig
að gefa sér eitt
lokatækifæri
ÞAÐ verða Seattle Seahawks og
Pittsburgh Steelers sem mæt-
ast í fertugasta úrslitaleiknum í
NFL-deildinni, oft nefndum Of-
urskálarleikur í Detroit eftir um
tvær vikur. Í fyrrinótt vann
Steelers lið Denver Beroncos
og Seahawks burstaði lið Caro-
lina Panthers, sem hefur komið
liða mest á óvart í vetur.
Eftir Gunnar Valgeirsson
í Bandaríkjunum
GUNNAR Viðarsson og Stefán Arnaldsso
Kaupmannahöfn til Zürich í Sviss í gærkv
manna hjá SAS. Þeir áttu að fljúga með S
flugvél frá Swissair. „Þetta var mikil hep
einhvern veginn að troða okkur með,“ sag
félagar voru nýlentir í Zurich í gærkvöld
ins sem hefst á fimmtudag en að sögn Gun
fyrsta verkefni verður.
Gunnar og Ste
Kaupmannah
Anton Ferdinand, til hægri, fagnar m
atkvæðamiklir í þessari umferð því R
Þjóðverjinn Tommy Haas veitti Fede-rer harða keppni en varð að játa sig
sigraðan í fimm setta leik. Það leit allt út
fyrir öruggan sigur Federers. Hann vann
tvö fyrstu settin, 6:4 og 6:4, en þá vaknaði
Haas, sem er í 41. sæti á stigalistanum, til
lífsins.
Hann vann tvö næstu settin, 6:3 og 6:4,
en Federer hafði svo sigur í fimmta sett-
inu, 6:2, í leik sem stóð yfir í þrjár klukku-
stundir.
„Ég lék einstaklega vel í fyrstu tveimur
settunum en svo snerist þetta við í næstu
tveimur. Þetta var hörkuleikur og ég er
ánægður að hafa komist áfram,“ sagði
Federer sem mætir Rússanum Nikolay
Federe
harða k
ROGER Federer, stigahæsti tenn-
isleikari heims, þurfti að hafa mikið
fyrir því að tryggja sér sæti í 8 manna
úrslitum á opna ástralska meist-
aramótinu í tennis í Melbourne í gær.