Morgunblaðið - 02.02.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.02.2006, Qupperneq 1
2006  FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR BLAÐ C DÓRA STEFÁNSDÓTTIR TIL LIÐS VIÐ MALMÖ FF / C7 B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A Serbum/Svartfellingum. Þá er Roland Eradze einnig meiddur. Wolfgang Gutschow, umboðs- maður Einars, fylgdist vel með gangi mála í gær og stóð vaktina fyrir utan sjúkrastofuna í íþrótta- höllinni í St. Gallen. Gutschow sagði við Morg- unblaðið að forráðamenn Grosswallstadt væru mjög áhyggjufullir þar sem Einar væri annar ís- lenski landsliðsmaðurinn sem slasast alvarlega á tveimur dögum en hann er félagi Alexanders Pet- erssons hjá Grosswallstadt. Þjálfari Grosswall- stadt var í beinu símasambandi við Gutschow á meðan hann beið frétta af Einar í gær. EINAR Hólmgeirsson leikur ekki meira með ís- lenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumeist- aramótinu í handknattleik í St. Gallen. Hann fékk þung högg á nefið í vörninni á 10. mínútu leiksins við Króata. Við höggið datt hann á gólfið og fékk þá heilahristing. Það er að minnsta kosti mat Brynjólfs Jónssonar, læknis íslenska landsliðsins. Atvikið leit mjög illa út og ljóst að bæði höggin, sem Einar fékk, voru mjög þung. Einar fór á sjúkrahús, en hann var kominn á hótel landsliðs- ins í gærkvöldi. „Hann verður ekkert meira með okkur hérna á EM,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið. „Það er mikið áfall að missa Einar út og enn eitt áfallið sem við verðum fyrir á skömmum tíma,“ sagði Viggó. Einar byrjaði leikinn af miklum krafti í gær, skoraði tvö mikilvæg falleg mörk sem komu króatísku vörninni og markverði hennar, Vlado Sola, algjörlega í opna skjöldu. Áður hefur Alexander Petersson orðið að yf- irgefa hópinn vegna meiðsla, einnig Jaliesky Garcia. Þá má ekki gleyma því að Ólafur er enn þjáður eftir höggið sem hann fékk á síðuna gegn Einar Hólmgeirsson úr leik á EM Við spiluðum ágætlega að mínumati mest allan tímann. Það komu tímar sem við hikstuðum að- eins og leikurinn bar þess merki að leikmenn beggja liða voru svolítið þreyttir.“ Guðjón var langt frá því að vera sáttur við hvernig íslenska liðið leysti þá stöðu að vera einum leik- manni fleiri á vellinum gegn Króöt- um á lokakafla leiksins. „Við vorum tveimur leikmönnum fleiri síðustu mínútuna og gátum minnkað muninn í eitt mark en þá gerðum við mistök sem gerði það að verkum að þeir komust fram og skoruðu. Þetta var klaufaskapur af okkar hálfu en það er mitt mat á úrslitum þessa leiks. Við vorum í stöðu til þess að vinna þennan leik.“ Hornamaðurinn sagði að á loka- mínútu leiksins, er íslenska liðið var tveimur fleiri en Króatar, hafi verið sett upp að leita að opnu færi hvar sem það gæfist en úrvinnslan hafi hins vegar ekki tekist sem skyldi. „Við erum sex á móti fjórum og það eru engin leikkerfi í gangi í slíkri stöðu, við finnum bara fría manninn. En það tókst því miður ekki.“ Guðjón er á þeirri skoðun að leik- urinn gegn Norðmönnum eigi eftir að verða erfiður. Sérstaklega í ljósi þess að liðin hafa leikið marga leiki í aðdraganda EM. „Við þekkjum þá vel og þeir þekkja okkar lið vel. En markmiðin okkar hafa ekki breyst. Við erum að ég held með þetta í okk- ar höndum og vinnum við leikinn gegn Norðmönnum fer þetta von- andi vel,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapleikinn gegn ólympíumeisturum Króata á EM í Sviss „Vorum í stöðu til þess að vinna þennan leik“ „VIÐ vorum sjálfum okkur verst- ir og þetta var leikur sem við áttum aldrei að geta tapað,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, í St. Gallen í Sviss í gær eftir 29:28 tap liðs- ins gegn Króatíu í næstsíðasta leiknum í milliriðli Evrópumóts- ins. Úrslitin voru Guðjóni mikil vonbrigði en hann skoraði síð- asta mark leiksins rétt fyrir leikslok en alls skoraði hann 8 mörk í leiknum og tvö síðustu mörkin í leiknum er staðan var 29:26 Króötum í vil. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Einar Hólmgeirsson byrjaði leikinn mjög vel gegn Króötum og skorar hér sitt annað mark með þrumuskoti. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í St. Gallen seth@mbl.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.